Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2016 09:00 Hluti erfingja Ingvars Helgasonar vill fá að vita hvað varð um þá sjóði sem hann sagðist eiga erlendis. Vísir Deila erfingja dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur um hvort veita eigi bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum foreldra sinna erlendis mun fara fyrir héraðsdóm. Hluti erfingjanna skoðar nú hvort þau muni greiða fyrir rannsóknina úr eigin vasa. Málið vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar systkini Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundar Ágústs Ingvarssonar, fyrrverandi formanns Handknattleikssambands Íslands, komu fram í Kastljósi og báru þá bræður þungum sökum. Telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Bræðurnir hafna alfarið þessum ásökunum. Sjá einnig: Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Vildu systkinin að dánarbúið myndi veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að sjóðunum. Slík heimild var tekin fyrir á skiptafundi í síðasta mánuði. Þar greindi skiptastjóri frá þeirri ákvörðun sinni að dánarbúið fylgdi eftir könnun breska rannsóknarfyrirtækisins. Umboðsmaður tveggja erfingja, þeirra Júlíusar Vífils og Guðmundar Ágústs, lýsti sig hins vegar andvígan þeirri ákvörðun. Skiptastjóri hefur því vísað ágreiningnum til héraðsdóms sem mun skera úr um hvort að rannsóknarfyrirtækinu verði veitt umboð dánarbúsins til þess að hefja rannsókn sína. Óvíst er hvenær málið verður tekið fyrir. Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi, hefur alfarið hafnað ásökunum.Vísir/Vilhelm Skoða hvort þau fjármagni rannsóknina sjálf Ágúst Jóhannsson, barnabarn Ingvars og Sigríðar, segir að erfingjarnir sem vildu fá rannsóknarfyrirtækið til að rannsaka málið séu ekki sáttir við að málið tefjist með því að fara fyrir héraðsdóm. Hann segir rannsóknarfyrirtækið hafa fundið vísbendingar um sjóðina í frumrannsókn sinni á málinu. „Þeir telja sig vera komna á slóðina og eru með lista yfir banka sem þeir vilja skoða betur með umboði frá skiptastjóra“ segir Ágúst í samtali við Vísi. „Þeir fara gegn því, bræðurnir. Gegn vilja allra hinna erfingjanna og skiptastjóra.“ Sjá einnig: Júlíus Vífill segir mál sín fjölskylduharmleik Ágúst segir að erfingjarnir hafi ekki tekið ákvörðun um næsta skref en að líklega muni þeir ákveða að greiða rannsóknarfyrirtækinu sjálf fyrir að halda áfram rannsókn málsins. „Ég held að það séu allar líkur á því að það verði gert í stað þess að bíða í eitt til tvö ár eftir að niðurstaða fæst í málið fyrir dómstólum,“ segir Ágúst. Vill ekki tjá sig um fjölskyldumál Ekki náðist í Júlíus Vífil við vinnslu fréttarinnar. Hann hefur hafnað þeim ásökunum sem fram komu í Kastljósi á sínum tíma og sagt það vera „ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra.“ Það væru gróf ósannindi og mannorðsmeiðandi. Guðmundur Ágúst vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af honum og sagði það vera fjölskyldumál sem hann myndi ekki tjá sig um í fjölmiðlum. Panama-skjölin Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57 Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Deila erfingja dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur um hvort veita eigi bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum foreldra sinna erlendis mun fara fyrir héraðsdóm. Hluti erfingjanna skoðar nú hvort þau muni greiða fyrir rannsóknina úr eigin vasa. Málið vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar systkini Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundar Ágústs Ingvarssonar, fyrrverandi formanns Handknattleikssambands Íslands, komu fram í Kastljósi og báru þá bræður þungum sökum. Telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Bræðurnir hafna alfarið þessum ásökunum. Sjá einnig: Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Vildu systkinin að dánarbúið myndi veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að sjóðunum. Slík heimild var tekin fyrir á skiptafundi í síðasta mánuði. Þar greindi skiptastjóri frá þeirri ákvörðun sinni að dánarbúið fylgdi eftir könnun breska rannsóknarfyrirtækisins. Umboðsmaður tveggja erfingja, þeirra Júlíusar Vífils og Guðmundar Ágústs, lýsti sig hins vegar andvígan þeirri ákvörðun. Skiptastjóri hefur því vísað ágreiningnum til héraðsdóms sem mun skera úr um hvort að rannsóknarfyrirtækinu verði veitt umboð dánarbúsins til þess að hefja rannsókn sína. Óvíst er hvenær málið verður tekið fyrir. Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi, hefur alfarið hafnað ásökunum.Vísir/Vilhelm Skoða hvort þau fjármagni rannsóknina sjálf Ágúst Jóhannsson, barnabarn Ingvars og Sigríðar, segir að erfingjarnir sem vildu fá rannsóknarfyrirtækið til að rannsaka málið séu ekki sáttir við að málið tefjist með því að fara fyrir héraðsdóm. Hann segir rannsóknarfyrirtækið hafa fundið vísbendingar um sjóðina í frumrannsókn sinni á málinu. „Þeir telja sig vera komna á slóðina og eru með lista yfir banka sem þeir vilja skoða betur með umboði frá skiptastjóra“ segir Ágúst í samtali við Vísi. „Þeir fara gegn því, bræðurnir. Gegn vilja allra hinna erfingjanna og skiptastjóra.“ Sjá einnig: Júlíus Vífill segir mál sín fjölskylduharmleik Ágúst segir að erfingjarnir hafi ekki tekið ákvörðun um næsta skref en að líklega muni þeir ákveða að greiða rannsóknarfyrirtækinu sjálf fyrir að halda áfram rannsókn málsins. „Ég held að það séu allar líkur á því að það verði gert í stað þess að bíða í eitt til tvö ár eftir að niðurstaða fæst í málið fyrir dómstólum,“ segir Ágúst. Vill ekki tjá sig um fjölskyldumál Ekki náðist í Júlíus Vífil við vinnslu fréttarinnar. Hann hefur hafnað þeim ásökunum sem fram komu í Kastljósi á sínum tíma og sagt það vera „ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra.“ Það væru gróf ósannindi og mannorðsmeiðandi. Guðmundur Ágúst vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af honum og sagði það vera fjölskyldumál sem hann myndi ekki tjá sig um í fjölmiðlum.
Panama-skjölin Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57 Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09
Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57
Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02