Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍBV 3-0 | Öruggt hjá Íslandsmeisturunum Ingvi Þór Sæmundsson á Kópavogsvelli skrifar 7. september 2016 20:30 Úr leiknum í kvöld. vísir/eyþór Breiðablik minnkaði forskot Stjörnunnar á toppi Pepsi-deildar kvenna niður í tvö stig með öruggum 3-0 sigri á ÍBV í lokaleik 15. umferðar í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og smellti þessum skemmtilegu myndum sem má sjá hér að ofan. Rakel Hönnudóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu fyrstu tvö mörkin á þriggja mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks. Blikar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og fengu færi til að bæta við mörkum. Þriðja markið kom þó ekki fyrr en á 85. mínútu þegar Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eftir sendingu Rakelar. Blikar eru sem áður segir tveimur stigum á eftir toppliði Stjörnunnar en þau mætast einmitt í stórleik á laugardaginn.Af hverju vann Breiðablik? Blikar voru frekar lengi í gang en eftir að fyrsta markið kom, og svo annað skömmu síðar, var þetta aldrei spurning. Heimakonur gengu þó ekki á lagið og skoruðu þriðja markið ekki fyrr en þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Það var samt alltaf líklegra að Blikar skoruðu þriðja mark leiksins en ÍBV. Eyjakonur bættu leik sinn í seinni hálfleik og spiluðu á köflum ágætlega en það vantaði meira bit í sóknarleikinn. Cloe Lacasse reyndi og reyndi í framlínu ÍBV en fékk litla hjálp.Þessar stóðu upp úr Fjórir fremstu leikmenn Breiðabliks áttu allar mjög góðan leik. Berglind Björg endurtók leikinn frá því í bikarúrslitunum og skoraði gegn sínu uppeldisfélagi. Hún er nú búin að skora átta mörk í jafn mörgum deildar- og bikarleikjum síðan hún kom til Blika á miðju sumri. Hin Eyjakonan í liði Breiðabliks, Fanndís Friðriksdóttir, var einnig síógnandi þótt henni hafi ekki tekist að skora. Svava Rós skilaði marki og stoðsendingu og Rakel átti prýðilegan leik og átti þátt í öllum mörkunum. Þá var varnarleikur Breiðabliks góður en liðið hefur aðeins fengið á sig sex mörk í 15 deildarleikjum í sumar. Lacasse og Natasha Moraa Anasi stóðu upp úr í liði ÍBV.Hvað gekk illa? Blikar fengu mikið pláss á miðjunni í fyrri hálfleik og hefðu e.t.v. átt að nýta það betur. Eyjakonur löguðu það þó í seinni hálfleik. Gestirnir voru líka í mestu vandræðum með að verjast föstum leikatriðum eins og sást í öðru markinu. Þá var sóknarleikur ÍBV ekki upp á marga fiska og Lacasse var á köflum mjög einmana í fremstu víglínu eins og áður sagði.Hvað gerist næst? Blikar fara í Garðabæinn í laugardaginn og mæta Stjörnunni í leik sem mun væntanlega skera úr um það hvort liðið verður Íslandsmeistari. Blikar hafa ekki enn tapað leik í sumar og það er mjög góður gangur í liðinu. Þá hefur Breiðabliki gengið mjög vel í síðustu leikjum gegn Stjörnunni. Það er því ástæða til bjartsýni hjá þeim grænu. ÍBV siglir lygnan sjó í 5. sæti deildarinnar og mun væntanlega enda þar. Næsti leikur liðsins er gegn KR á sunnudaginn.Berglind kemur Blikum í 2-0.vísir/eyþórBerglind Björg: Verð að nýta tækifærið Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt áttunda mark í jafn mörgum deildar- og bikarleikjum fyrir Breiðablik þegar liðið vann 3-0 sigur á ÍBV á heimavelli í kvöld. „Ég er rosalega ánægð með þennan sigur. Við börðumst vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta datt svolítið niður í seinni hálfleik en ég er ánægð að hafa siglt þessum þremur stigum í höfn,“ sagði Berglind eftir leik. Aðeins tveimur stigum munar nú á Breiðabliki og toppliði Stjörnunnar en liðin mætast einmitt á laugardaginn. En horfa Blikar á leikinn sem úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. „Nei, alls ekki. Við eigum góð lið eftir þann leik. Hver einasti leikur sem er eftir er úrslitaleikur,“ sagði Berglind sem kveðst ánægð með ganginn í Blikaliðinu sem hefur ekki enn tapað leik í sumar. „Við erum að spila rosalega vel. Ég veit ekkert hvernig Stjarnan leggur þennan leik upp en við munum gera okkar besta.“ Berglind er á sínum stað í íslenska landsliðinu sem mætir Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017 síðar í mánuðinum. Og landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson ætlar að setja sitt traust á Berglindi í fjarveru Hörpu Þorsteinsdóttur sem er ólétt. „Það var bara flott að heyra þetta. Ég fæ kannski tækifæri núna sem ég verð að nýta,“ sagði Berglind. En hefur hún beðið lengi eftir þessu tækifæri, að fá að byrja leiki með landsliðinu? „Já, alveg eins. En ég hef fengið fullt af tækifærum og komið inn á. Kannski verður meiri ábyrgð núna en ég er allavega mjög spennt.“Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður ÍBV, grípur boltann.vísir/eyþórÓskar: Framför frá bikarúrslitaleiknum Óskar Rúnarsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, sagði að kaflinn um miðjan fyrri hálfleik, þegar Breiðablik skoraði tvö mörk, hafi orðið Eyjaliðinu að falli. „Það er grátlegt að missa einbeitinguna í svona leik því við vorum ekki búnar að gefa nein færi á okkur og spiluðum leikinn mjög vel fram að þessu. En þegar þú lendir 2-0 undir á móti liði eins og Breiðabliki er brekkan orðin brött,“ sagði Óskar eftir leik. „Það kom smá kafli þar sem við fórum út úr okkar skipulagi en í seinni hálfleiknum vantaði bara aðeins meiri gæði inni á síðasta þriðjunginum. Við gáfumst aldrei upp og héldum alltaf áfram, við tökum það út úr þessum leik,“ bætti Óskar við. En var þetta framför frá bikarúrslitaleiknum þar sem ÍBV tapaði 3-1 fyrir Breiðabliki? „Það er alveg klárt. Við spiluðum miklu miklu betur en í bikarleiknum,“ sagði Óskar að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Leik lokið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira
Breiðablik minnkaði forskot Stjörnunnar á toppi Pepsi-deildar kvenna niður í tvö stig með öruggum 3-0 sigri á ÍBV í lokaleik 15. umferðar í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og smellti þessum skemmtilegu myndum sem má sjá hér að ofan. Rakel Hönnudóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu fyrstu tvö mörkin á þriggja mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks. Blikar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og fengu færi til að bæta við mörkum. Þriðja markið kom þó ekki fyrr en á 85. mínútu þegar Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eftir sendingu Rakelar. Blikar eru sem áður segir tveimur stigum á eftir toppliði Stjörnunnar en þau mætast einmitt í stórleik á laugardaginn.Af hverju vann Breiðablik? Blikar voru frekar lengi í gang en eftir að fyrsta markið kom, og svo annað skömmu síðar, var þetta aldrei spurning. Heimakonur gengu þó ekki á lagið og skoruðu þriðja markið ekki fyrr en þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Það var samt alltaf líklegra að Blikar skoruðu þriðja mark leiksins en ÍBV. Eyjakonur bættu leik sinn í seinni hálfleik og spiluðu á köflum ágætlega en það vantaði meira bit í sóknarleikinn. Cloe Lacasse reyndi og reyndi í framlínu ÍBV en fékk litla hjálp.Þessar stóðu upp úr Fjórir fremstu leikmenn Breiðabliks áttu allar mjög góðan leik. Berglind Björg endurtók leikinn frá því í bikarúrslitunum og skoraði gegn sínu uppeldisfélagi. Hún er nú búin að skora átta mörk í jafn mörgum deildar- og bikarleikjum síðan hún kom til Blika á miðju sumri. Hin Eyjakonan í liði Breiðabliks, Fanndís Friðriksdóttir, var einnig síógnandi þótt henni hafi ekki tekist að skora. Svava Rós skilaði marki og stoðsendingu og Rakel átti prýðilegan leik og átti þátt í öllum mörkunum. Þá var varnarleikur Breiðabliks góður en liðið hefur aðeins fengið á sig sex mörk í 15 deildarleikjum í sumar. Lacasse og Natasha Moraa Anasi stóðu upp úr í liði ÍBV.Hvað gekk illa? Blikar fengu mikið pláss á miðjunni í fyrri hálfleik og hefðu e.t.v. átt að nýta það betur. Eyjakonur löguðu það þó í seinni hálfleik. Gestirnir voru líka í mestu vandræðum með að verjast föstum leikatriðum eins og sást í öðru markinu. Þá var sóknarleikur ÍBV ekki upp á marga fiska og Lacasse var á köflum mjög einmana í fremstu víglínu eins og áður sagði.Hvað gerist næst? Blikar fara í Garðabæinn í laugardaginn og mæta Stjörnunni í leik sem mun væntanlega skera úr um það hvort liðið verður Íslandsmeistari. Blikar hafa ekki enn tapað leik í sumar og það er mjög góður gangur í liðinu. Þá hefur Breiðabliki gengið mjög vel í síðustu leikjum gegn Stjörnunni. Það er því ástæða til bjartsýni hjá þeim grænu. ÍBV siglir lygnan sjó í 5. sæti deildarinnar og mun væntanlega enda þar. Næsti leikur liðsins er gegn KR á sunnudaginn.Berglind kemur Blikum í 2-0.vísir/eyþórBerglind Björg: Verð að nýta tækifærið Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt áttunda mark í jafn mörgum deildar- og bikarleikjum fyrir Breiðablik þegar liðið vann 3-0 sigur á ÍBV á heimavelli í kvöld. „Ég er rosalega ánægð með þennan sigur. Við börðumst vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta datt svolítið niður í seinni hálfleik en ég er ánægð að hafa siglt þessum þremur stigum í höfn,“ sagði Berglind eftir leik. Aðeins tveimur stigum munar nú á Breiðabliki og toppliði Stjörnunnar en liðin mætast einmitt á laugardaginn. En horfa Blikar á leikinn sem úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. „Nei, alls ekki. Við eigum góð lið eftir þann leik. Hver einasti leikur sem er eftir er úrslitaleikur,“ sagði Berglind sem kveðst ánægð með ganginn í Blikaliðinu sem hefur ekki enn tapað leik í sumar. „Við erum að spila rosalega vel. Ég veit ekkert hvernig Stjarnan leggur þennan leik upp en við munum gera okkar besta.“ Berglind er á sínum stað í íslenska landsliðinu sem mætir Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017 síðar í mánuðinum. Og landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson ætlar að setja sitt traust á Berglindi í fjarveru Hörpu Þorsteinsdóttur sem er ólétt. „Það var bara flott að heyra þetta. Ég fæ kannski tækifæri núna sem ég verð að nýta,“ sagði Berglind. En hefur hún beðið lengi eftir þessu tækifæri, að fá að byrja leiki með landsliðinu? „Já, alveg eins. En ég hef fengið fullt af tækifærum og komið inn á. Kannski verður meiri ábyrgð núna en ég er allavega mjög spennt.“Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður ÍBV, grípur boltann.vísir/eyþórÓskar: Framför frá bikarúrslitaleiknum Óskar Rúnarsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, sagði að kaflinn um miðjan fyrri hálfleik, þegar Breiðablik skoraði tvö mörk, hafi orðið Eyjaliðinu að falli. „Það er grátlegt að missa einbeitinguna í svona leik því við vorum ekki búnar að gefa nein færi á okkur og spiluðum leikinn mjög vel fram að þessu. En þegar þú lendir 2-0 undir á móti liði eins og Breiðabliki er brekkan orðin brött,“ sagði Óskar eftir leik. „Það kom smá kafli þar sem við fórum út úr okkar skipulagi en í seinni hálfleiknum vantaði bara aðeins meiri gæði inni á síðasta þriðjunginum. Við gáfumst aldrei upp og héldum alltaf áfram, við tökum það út úr þessum leik,“ bætti Óskar við. En var þetta framför frá bikarúrslitaleiknum þar sem ÍBV tapaði 3-1 fyrir Breiðabliki? „Það er alveg klárt. Við spiluðum miklu miklu betur en í bikarleiknum,“ sagði Óskar að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Leik lokið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira