Nýjar Playstation tölvur á leiðinni Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2016 23:26 Frá kynningu Sony í dag. Vísir/AFP Sony kynnti í kvöld nýjar útgáfur af Playstation 4 leikjatölvu sinni sem koma á markaði á næstu mánuðum. Um er að ræða þynnri útgáfu af PS4 sem og uppfærða útgáfu. Þynnri tölvan verður gefin út þann 15. september og sú uppfærða, sem heitir Playstation Pro, og kemur á markaði þann 10. nóvember. Örgjörvi PS Pro verður betri en í upprunalegu tölvunum, skjákortið verður einnig betra og harði diskurinn verður eitt TB að stærð, samanborið við 500 GB í þeim upprunalegu. Þá mun tölvan styðja 4K upplausn.PS Pro er ekki ætlað að leysa upprunalegu PS4 af hólmi og verða allar þrjár útgáfurnar samhliða í sölu. Margir leikir, en ekki er vitað hve margir, munu bjóða upp á betri grafík séu þeir spilaðir í PS Pro. Með nýju tölvunum fylgja endurbættar fjarstýringar. Á kynningu Sony sýndi EA Games myndband af leiknum Mass Effect Andromeda sem er í vinnslu, þar sem sjá má hvernig 4K upplausnin lítur út. (Hafið í huga að til þess að það virki sem best, þarf að horfa á það í skjá sem styður 4K.) Einnig var sýnt myndband fyrir leikinn Horizon Zero Dawn sem sjá má hér að neðan. Leikjavísir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Sony kynnti í kvöld nýjar útgáfur af Playstation 4 leikjatölvu sinni sem koma á markaði á næstu mánuðum. Um er að ræða þynnri útgáfu af PS4 sem og uppfærða útgáfu. Þynnri tölvan verður gefin út þann 15. september og sú uppfærða, sem heitir Playstation Pro, og kemur á markaði þann 10. nóvember. Örgjörvi PS Pro verður betri en í upprunalegu tölvunum, skjákortið verður einnig betra og harði diskurinn verður eitt TB að stærð, samanborið við 500 GB í þeim upprunalegu. Þá mun tölvan styðja 4K upplausn.PS Pro er ekki ætlað að leysa upprunalegu PS4 af hólmi og verða allar þrjár útgáfurnar samhliða í sölu. Margir leikir, en ekki er vitað hve margir, munu bjóða upp á betri grafík séu þeir spilaðir í PS Pro. Með nýju tölvunum fylgja endurbættar fjarstýringar. Á kynningu Sony sýndi EA Games myndband af leiknum Mass Effect Andromeda sem er í vinnslu, þar sem sjá má hvernig 4K upplausnin lítur út. (Hafið í huga að til þess að það virki sem best, þarf að horfa á það í skjá sem styður 4K.) Einnig var sýnt myndband fyrir leikinn Horizon Zero Dawn sem sjá má hér að neðan.
Leikjavísir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira