Innlent

Vætutíð á landinu næstu daga

Atli Ísleifsson skrifar
Á laugardag og sunnudag er spáð norðanátt og samfelldri rigningu á Tröllaskaga, sem og víðar á Norðurlandi.
Á laugardag og sunnudag er spáð norðanátt og samfelldri rigningu á Tröllaskaga, sem og víðar á Norðurlandi.
Veðurspár benda til að eftir langvarandi þurrkatíð verði vætutíð í sumum landshlutum næstu daga.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að í dag hafi verið mikil úrkomu á Austfjörðum. Þannig hafi fallið um 40 millimetrar á tveimur klukkustundum í Neskaupstað.

„Þessi mikla úrkoma veldur vexti í lækjum og ám og einnig aukinni skriðuhættu. Í kvöld og aftur á laugardag er útlit fyrir talsverða úrkomu og mikið afrennsli á Ströndum.

Á laugardag og sunnudag er spáð norðanátt og samfelldri rigningu á Tröllaskaga, sem og víðar á Norðurlandi.

Í aðstæðum sem þessum er ekki hægt að útiloka staðbundin skyndiflóð sem gætu valdið tjóni.

Þegar líður á næstu viku ganga fleiri lægðir langt sunnan úr hafi upp að landinu. Þær eru í grunninn hlýjar og bera með sér talsverða úrkomu. Fari sem horfir gæti því skapast flóða- og skriðuhætta, t.d. á Norðurlandi.

Veðurstofan beinir þeim tilmælum til almennings að huga að holræsum og niðurföllum og gera viðeigandi ráðstafanir,“ segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×