Blikarnir sækja að titlunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. september 2016 06:00 grafík/fréttablaðið Íslandsmótin í Pepsi-deild karla- og kvenna geta hreinlega ráðist um helgina. FH í karlaflokki og Stjarnan í kvennaflokki verða komin með níu fingur á titilinn ef Breiðabliksliðin gera ekkert í málunum. Vonin er veik fyrir strákana en þeir gera lokasprettinn spennandi takist þeim að leggja FH að velli í Krikanum á sunnudaginn. Blikastelpurnar, aftur á móti, geta gert gott betur en að hleypa bara spennu í mótið með sigri. Eins og strákarnir fara þær í heimsókn til toppliðsins á útivelli en í boði fyrir Blikastúlkur er toppsætið og góður möguleiki á að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn.grafík/fréttablaðiðHalda mótinu á lífi FH er með sjö stiga forskot á toppnum í Pepsi-deild karla þegar fimm umferðir og fimmtán stig eru eftir í pottinum. Mestan möguleika á að ná meisturunum eiga Blikar sem eru í öðru sæti, en þeir geta minnkað forskotið niður í fjögur stig með sigri í Krikanum á sunnudaginn. Þegar liðin mættust síðast í Kópavogi vann FH 1-0 iðnaðarsigur með marki Emils Pálssonar. Sá sigur var svolítið lýsandi fyrir FH-liðið sem hefur varla komist úr þriðja gírnum í sumar en er samt að rusla upp mótinu. Frábær varnarleikur FH hefur unnið fyrir það sæg af leikjum og það sama má segja um Blikana. Líkt og í fyrri leiknum er ekki að búast við mörgum mörkum því þarna mætast tvö langbestu varnarlið deildarinnar. FH er aðeins búið að fá á sig ellefu mörk í 17 leikjum og Blikarnir ekki nema fjórtán mörk í jafnmörgum leikjum. Það er svo varla á neinn hallað þegar fullyrt er að markverðir liðanna, Gunnar Nielsen og Gunnleifur Gunnleifsson, séu þeir bestu í deildinni. Breiðablik verður að vinna leikinn til að eygja áfram veika von um titilinn og líka bara til að halda mótinu á lífi. Þó að Valur vinni sinn leik verður FH með níu stiga forskot með sigri að minnsta kosti þegar tólf stig verða eftir í pottinum. Blikar þurfa nokkuð augljóslega að skora en það hefur verið akkilesarhæll liðsins. Það er aðeins búið að skora 22 mörk, jafnmörg og Víkingur sem er í sjöunda sæti.grafík/fréttablaðiðMarkalið en engin markasúpa Áður en kemur að stórleiknum hjá körlunum eiga stelpurnar sviðið á laugardaginn en klukkan 14.00 á Samsung-vellinum í Garðabæ hefst leikurinn sem getur hreinlega ráðið úrslitum í Pepsi-deild kvenna þegar Stjarnan tekur á móti Breiðabliki. Þetta eru tvö efstu liðin en Garðbæingar eru með tveggja stiga forskot á Blika þegar þrír leikir eru eftir. Breiðabliki dugar ekkert minna en sigur. Jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir Stjörnuna því hún á eftir leiki gegn KR og FH, mótherja sem liðið vann samtals 7-2 í fyrri umferðinni. Ef Stjarnan tapar bara ekki fyrir Breiðabliki verður leiðin að titlinum greið fyrir Garðbæinga. Blikar verða ekki alveg komnir með titilinn þó að þeir vinni og verði með eins stigs forskot því Kópavogsstúlkur eiga eftir snúinn útileik gegn Val í lokaumferðinni. Valskonur mættu í Kópavoginn og hirtu stig af Blikunum í níundu umferðinni. Stjarnan (38) og Breiðablik (32) eru liðin sem hafa skorað mest í deildinni (Valur einnig skorað 32). Þrátt fyrir það má ekki búast við neinum markaleik heldur frekar að þetta ráðist á einu marki eins og síðast. Því þó liðin skori duglega gegn flestum mótherjum sínum eru þetta liðin sem hafa fengið á sig langfæst mörkin til þessa. Stjarnan er búin að fá á sig aðeins tíu mörk í 15 leikjum en Blikar ekki nema sex mörk. Breiðablik fékk aðeins á sig fjögur mörk í fyrra og hefur því aðeins þurft að sækja boltann tíu sinnum í netið í síðustu 33 deildarleikjum. Þessi öfluga varnarlína þarf að hafa hemil á hinni óléttu Hörpu Þorsteinsdóttur sem mun örugglega spila síðasta leik sinn fyrir Stjörnuna í bili.Báðir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Íslandsmótin í Pepsi-deild karla- og kvenna geta hreinlega ráðist um helgina. FH í karlaflokki og Stjarnan í kvennaflokki verða komin með níu fingur á titilinn ef Breiðabliksliðin gera ekkert í málunum. Vonin er veik fyrir strákana en þeir gera lokasprettinn spennandi takist þeim að leggja FH að velli í Krikanum á sunnudaginn. Blikastelpurnar, aftur á móti, geta gert gott betur en að hleypa bara spennu í mótið með sigri. Eins og strákarnir fara þær í heimsókn til toppliðsins á útivelli en í boði fyrir Blikastúlkur er toppsætið og góður möguleiki á að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn.grafík/fréttablaðiðHalda mótinu á lífi FH er með sjö stiga forskot á toppnum í Pepsi-deild karla þegar fimm umferðir og fimmtán stig eru eftir í pottinum. Mestan möguleika á að ná meisturunum eiga Blikar sem eru í öðru sæti, en þeir geta minnkað forskotið niður í fjögur stig með sigri í Krikanum á sunnudaginn. Þegar liðin mættust síðast í Kópavogi vann FH 1-0 iðnaðarsigur með marki Emils Pálssonar. Sá sigur var svolítið lýsandi fyrir FH-liðið sem hefur varla komist úr þriðja gírnum í sumar en er samt að rusla upp mótinu. Frábær varnarleikur FH hefur unnið fyrir það sæg af leikjum og það sama má segja um Blikana. Líkt og í fyrri leiknum er ekki að búast við mörgum mörkum því þarna mætast tvö langbestu varnarlið deildarinnar. FH er aðeins búið að fá á sig ellefu mörk í 17 leikjum og Blikarnir ekki nema fjórtán mörk í jafnmörgum leikjum. Það er svo varla á neinn hallað þegar fullyrt er að markverðir liðanna, Gunnar Nielsen og Gunnleifur Gunnleifsson, séu þeir bestu í deildinni. Breiðablik verður að vinna leikinn til að eygja áfram veika von um titilinn og líka bara til að halda mótinu á lífi. Þó að Valur vinni sinn leik verður FH með níu stiga forskot með sigri að minnsta kosti þegar tólf stig verða eftir í pottinum. Blikar þurfa nokkuð augljóslega að skora en það hefur verið akkilesarhæll liðsins. Það er aðeins búið að skora 22 mörk, jafnmörg og Víkingur sem er í sjöunda sæti.grafík/fréttablaðiðMarkalið en engin markasúpa Áður en kemur að stórleiknum hjá körlunum eiga stelpurnar sviðið á laugardaginn en klukkan 14.00 á Samsung-vellinum í Garðabæ hefst leikurinn sem getur hreinlega ráðið úrslitum í Pepsi-deild kvenna þegar Stjarnan tekur á móti Breiðabliki. Þetta eru tvö efstu liðin en Garðbæingar eru með tveggja stiga forskot á Blika þegar þrír leikir eru eftir. Breiðabliki dugar ekkert minna en sigur. Jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir Stjörnuna því hún á eftir leiki gegn KR og FH, mótherja sem liðið vann samtals 7-2 í fyrri umferðinni. Ef Stjarnan tapar bara ekki fyrir Breiðabliki verður leiðin að titlinum greið fyrir Garðbæinga. Blikar verða ekki alveg komnir með titilinn þó að þeir vinni og verði með eins stigs forskot því Kópavogsstúlkur eiga eftir snúinn útileik gegn Val í lokaumferðinni. Valskonur mættu í Kópavoginn og hirtu stig af Blikunum í níundu umferðinni. Stjarnan (38) og Breiðablik (32) eru liðin sem hafa skorað mest í deildinni (Valur einnig skorað 32). Þrátt fyrir það má ekki búast við neinum markaleik heldur frekar að þetta ráðist á einu marki eins og síðast. Því þó liðin skori duglega gegn flestum mótherjum sínum eru þetta liðin sem hafa fengið á sig langfæst mörkin til þessa. Stjarnan er búin að fá á sig aðeins tíu mörk í 15 leikjum en Blikar ekki nema sex mörk. Breiðablik fékk aðeins á sig fjögur mörk í fyrra og hefur því aðeins þurft að sækja boltann tíu sinnum í netið í síðustu 33 deildarleikjum. Þessi öfluga varnarlína þarf að hafa hemil á hinni óléttu Hörpu Þorsteinsdóttur sem mun örugglega spila síðasta leik sinn fyrir Stjörnuna í bili.Báðir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira