Svona brást Hope Solo við fregnunum um bannið | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2016 18:15 Hope Solo leikur ekki fleiri landsleiki á næstunni. vísir/getty Eins og fjallað var um á Vísi í síðustu viku var bandaríski landsliðsmarkvörðurinn Hope Solo dæmd í sex mánaða bann vegna ummæla sinna eftir leik Bandaríkjanna og Svíþjóðar í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Bandaríkin féllu úr leik í vítaspyrnukeppni og eftir leikinn lét Solo gamminn geysa í viðtölum og talaði um að sænska liðið væri samansafn af skræfum. Í síðustu viku var svo greint frá því að Solo hefði verið dæmd í hálfs árs bann af bandaríska knattspyrnusambandinu. Þá var samningi hennar við bandaríska landsliðið einnig rift. Solo tók þessum fregnum illa eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Þetta er brot úr væntanlegri sex þátta heimildamynd sem ber nafnið Keeping Score. „Sex mánaða bann, engar greiðslur, samningnum rift án tafar,“ heyrist Solo segja um leið og hún faðmar eiginmann sinn, fyrrverandi NFL-leikmanninn Jerramy Stevens. „Þetta er ekki bara bann heldur er samningnum líka rift. Þetta er kjaftæði. Sautján helvítis ár og þetta er búið.“Sjá einnig: Baulað á Solo í Brasilíu Solo, sem hefur verið einn besti markvörður heims um langt árabil, hefur verið dugleg að koma sér í fréttirnar fyrir atvik utan vallar. Þau höfðu einnig áhrif á hversu langt bannið sem hún fékk var. Solo, sem er 35 ára, hefur leikið 202 landsleiki fyrir Bandaríkin. Hún varð Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 2008 og 2012 og heimsmeistari í fyrra. Fótbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Eins og fjallað var um á Vísi í síðustu viku var bandaríski landsliðsmarkvörðurinn Hope Solo dæmd í sex mánaða bann vegna ummæla sinna eftir leik Bandaríkjanna og Svíþjóðar í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Bandaríkin féllu úr leik í vítaspyrnukeppni og eftir leikinn lét Solo gamminn geysa í viðtölum og talaði um að sænska liðið væri samansafn af skræfum. Í síðustu viku var svo greint frá því að Solo hefði verið dæmd í hálfs árs bann af bandaríska knattspyrnusambandinu. Þá var samningi hennar við bandaríska landsliðið einnig rift. Solo tók þessum fregnum illa eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Þetta er brot úr væntanlegri sex þátta heimildamynd sem ber nafnið Keeping Score. „Sex mánaða bann, engar greiðslur, samningnum rift án tafar,“ heyrist Solo segja um leið og hún faðmar eiginmann sinn, fyrrverandi NFL-leikmanninn Jerramy Stevens. „Þetta er ekki bara bann heldur er samningnum líka rift. Þetta er kjaftæði. Sautján helvítis ár og þetta er búið.“Sjá einnig: Baulað á Solo í Brasilíu Solo, sem hefur verið einn besti markvörður heims um langt árabil, hefur verið dugleg að koma sér í fréttirnar fyrir atvik utan vallar. Þau höfðu einnig áhrif á hversu langt bannið sem hún fékk var. Solo, sem er 35 ára, hefur leikið 202 landsleiki fyrir Bandaríkin. Hún varð Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 2008 og 2012 og heimsmeistari í fyrra.
Fótbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira