Upphrópanir um bónusa Stjórnarmaðurinn skrifar 31. ágúst 2016 10:00 Umræður hafa spunnist í kjölfar fregna af háum bónusgreiðslum sem æðstu stjórnendur gamla Kaupþings eiga í vændum við lok á uppgjöri bankans. Hermt er að stjórnendur föllnu bankanna eigi von á sambærilegum greiðslum.Eðlilegt er að þær tölur sem nefndar eru veki hneykslan og undran fólks. Sporin hræða. Gömlu bankarnir eru undanþegnir lögum sem gilda um aðra bankastarfsemi í landinu, og takmarka almennt bónusgreiðslur svo þær verða aldrei hærri en 25% árstekna. Þeir eru líka í eigu andlitslausra erlendra kröfuhafa og því auðveldur skotspónn stjórnmálamanna og annarra sem vilja slá auðveldar keilur í umræðunni.Fjármálaráðherra og aðrir gátu því haft stór orð um siðleysi þessara greiðslna í fullvissu þess að enginn yrði til andsvars. Hin hliðin á peningnum er hins vegar sú að þar sem þiggjendur bónusana eru innlendir og með búsetu hér á landi er staðreyndin sú að ef bónusarnir væru ekki greiddir færu þessir sömu peningar úr landi með erlendu kröfuhöfunum. Þess í stað verða þeir eftir hér og fara vonandi áfram út í hagkerfið gegnum kaup á vöru og þjónustu. Vissulega er þjóðin brennd frá því á árunum fyrir hrun. Bónusar hafa kannski fengið á sig ósanngjarnt orð. Er það annars ekki jákvætt að launagreiðslur séu árangurstengdar? Staðreyndin er sú að peningar finna sér almennt farveg. Reynslan af takmörkunum á bónusum við ákveðna prósentutölu hefur oft verið sú að grunnlaun hækki einfaldlega á móti eða önnur fríðindi. Sú hefur verið raunin í Bretlandi, en Bretar hafa lengi verið ósáttur við takmarkanir á kaupaukum samkvæmt regluverki Evrópusambandsins. Þar er takmörkunin bundin við 100% árslauna, 200% hafi hluthafar viðkomandi fyrirtækis samþykkt fyrirkomulagið. Ýmislegt bendir til þess að laun hafi hækkað í bankageiranum hérlendis meðal annars af þessari ástæðu. Það er ekki gott fyrir hluthafa í bönkunum (okkur), sem sitja uppi með hærri fastan kostnað óháð frammistöðu. Stjórnarmaðurinn er almennt á því að fólk fái greitt í samræmi við frammistöðu. Bónusar eru ekki fullkomið tækifæri til þess, en þó ekki jafn slæmir og ætla mætti. Það er nefnilega engin ástæða til að rjúka upp til handa og fóta þótt náunganum vegni vel í fjárhagslegu tilliti. Óskandi væri ef hægt væri að ræða bónusa á yfirvegaðan hátt. Upphrópanir í átt að andlitsleysingjum er ekki gáfulegt fyrsta skref í þá átt. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Umræður hafa spunnist í kjölfar fregna af háum bónusgreiðslum sem æðstu stjórnendur gamla Kaupþings eiga í vændum við lok á uppgjöri bankans. Hermt er að stjórnendur föllnu bankanna eigi von á sambærilegum greiðslum.Eðlilegt er að þær tölur sem nefndar eru veki hneykslan og undran fólks. Sporin hræða. Gömlu bankarnir eru undanþegnir lögum sem gilda um aðra bankastarfsemi í landinu, og takmarka almennt bónusgreiðslur svo þær verða aldrei hærri en 25% árstekna. Þeir eru líka í eigu andlitslausra erlendra kröfuhafa og því auðveldur skotspónn stjórnmálamanna og annarra sem vilja slá auðveldar keilur í umræðunni.Fjármálaráðherra og aðrir gátu því haft stór orð um siðleysi þessara greiðslna í fullvissu þess að enginn yrði til andsvars. Hin hliðin á peningnum er hins vegar sú að þar sem þiggjendur bónusana eru innlendir og með búsetu hér á landi er staðreyndin sú að ef bónusarnir væru ekki greiddir færu þessir sömu peningar úr landi með erlendu kröfuhöfunum. Þess í stað verða þeir eftir hér og fara vonandi áfram út í hagkerfið gegnum kaup á vöru og þjónustu. Vissulega er þjóðin brennd frá því á árunum fyrir hrun. Bónusar hafa kannski fengið á sig ósanngjarnt orð. Er það annars ekki jákvætt að launagreiðslur séu árangurstengdar? Staðreyndin er sú að peningar finna sér almennt farveg. Reynslan af takmörkunum á bónusum við ákveðna prósentutölu hefur oft verið sú að grunnlaun hækki einfaldlega á móti eða önnur fríðindi. Sú hefur verið raunin í Bretlandi, en Bretar hafa lengi verið ósáttur við takmarkanir á kaupaukum samkvæmt regluverki Evrópusambandsins. Þar er takmörkunin bundin við 100% árslauna, 200% hafi hluthafar viðkomandi fyrirtækis samþykkt fyrirkomulagið. Ýmislegt bendir til þess að laun hafi hækkað í bankageiranum hérlendis meðal annars af þessari ástæðu. Það er ekki gott fyrir hluthafa í bönkunum (okkur), sem sitja uppi með hærri fastan kostnað óháð frammistöðu. Stjórnarmaðurinn er almennt á því að fólk fái greitt í samræmi við frammistöðu. Bónusar eru ekki fullkomið tækifæri til þess, en þó ekki jafn slæmir og ætla mætti. Það er nefnilega engin ástæða til að rjúka upp til handa og fóta þótt náunganum vegni vel í fjárhagslegu tilliti. Óskandi væri ef hægt væri að ræða bónusa á yfirvegaðan hátt. Upphrópanir í átt að andlitsleysingjum er ekki gáfulegt fyrsta skref í þá átt.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira