Eyðslugrannur E-Class sló í gegn í Sparaksturskeppni FÍB Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2016 12:20 Magnað hve svo stór bíll getur eytt litlu eldsneyti. Lúxusbíllinn Mercedes-Benz E-Class 220d gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk í Sparaksturskeppninni um síðustu helgi. Eyðslan á E-Class var aðeins 4,41 lítrar á hundraðið sem er frábær árangur fyrir svo stóran bíl. E-Class 220d er með nýja gerð dísilvélar sem ber heitið OM 654. Þessi nýja tveggja lítra dísilvél er léttari og eyðslugrennri en eldri dísilvél í E-Class bílum. Samkvæmt upplýsingum frá Mercedes-Benz er eyðslan 13% lægri í þessari nýju vél en í eldri vélinni en samt skilar hún meira afli. Nýja vélin er aðeins 168 kg en sú eldri er 202 kg. Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti með þessari nýju vél sem mun verða sett í fleiri fólksbíla og atvinnubíla þýska lúxusbílaframleiðandans á næstunni. Í Sparaksturskeppninni var bílnum ekið frá Reykjavík til Akureyrar. E-Class eyddi aðeins 16.76 lítrum á þessari 380 km leið svo að kostnaðurinn við að keyra E-Class frá höfuðborginni í höfuðstað Norðurlands var einungis 3.013 kr. Athygli vekur að E-Class eyddi minna eldsneyti á leiðinni norður en hinn eyðslugranni smábíll Toyota Yaris. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent
Lúxusbíllinn Mercedes-Benz E-Class 220d gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk í Sparaksturskeppninni um síðustu helgi. Eyðslan á E-Class var aðeins 4,41 lítrar á hundraðið sem er frábær árangur fyrir svo stóran bíl. E-Class 220d er með nýja gerð dísilvélar sem ber heitið OM 654. Þessi nýja tveggja lítra dísilvél er léttari og eyðslugrennri en eldri dísilvél í E-Class bílum. Samkvæmt upplýsingum frá Mercedes-Benz er eyðslan 13% lægri í þessari nýju vél en í eldri vélinni en samt skilar hún meira afli. Nýja vélin er aðeins 168 kg en sú eldri er 202 kg. Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti með þessari nýju vél sem mun verða sett í fleiri fólksbíla og atvinnubíla þýska lúxusbílaframleiðandans á næstunni. Í Sparaksturskeppninni var bílnum ekið frá Reykjavík til Akureyrar. E-Class eyddi aðeins 16.76 lítrum á þessari 380 km leið svo að kostnaðurinn við að keyra E-Class frá höfuðborginni í höfuðstað Norðurlands var einungis 3.013 kr. Athygli vekur að E-Class eyddi minna eldsneyti á leiðinni norður en hinn eyðslugranni smábíll Toyota Yaris.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent