Hér er bæði skákmót og fagnaðarfundur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2016 08:15 "Ég hef bara verið verkfæri í höndum Hlyns Þórs Magnússonar við að láta þetta gerast,“ segir Hrafn um Skákmótið á Reykhólum. Vísir/Ernir Þetta er bæði skákmót og fagnaðarfundur til að heiðra minningu Birnu Norðdahl, sem var brautryðjandi í þátttöku kvenna í skák,“ segir Hrafn Jökulsson um viðburð á Reykhólum sem hefst klukkan 14 í dag. Skákmótið er haldið í íþróttahúsinu, viðbyggingu við skólann, og Hrafn segir það glæsilegan mótsstað. „Við eigum von á mörgum gestum og heimamönnum, enda allir velkomnir, hvort sem þeir tefla eða ekki. Þetta verður ábyggilega í fyrsta skipti í skáksögunni sem verðlaun í kvennaflokki verða hærri en karla. Það hefur hingað til verið á hinn veginn.“ Hrafn segir kvennalandsliðið mæta í heild sinni, ein úr hópnum, Guðlaug Þorsteinsdóttir, hafi verið þar samtímis Birnu. „Önnur skákdrottning sem var í landsliðinu með Birnu, Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, er hér líka. Þær tvær voru í brautryðjendahópnum sem Birna setti á laggirnar og sá til þess að Íslendingar sendu kvennasveit á Ólympíumót í fyrsta skipti 1978, þær tvær tefldu á slíkum mótum 1978 og 80. Svo eru stúlkur í liðinu núna sem voru ekki fæddar þegar ævintýrið í íslenskri kvennaskák byrjaði.“ Valinkunnir karlkynsmeistarar, eins og Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari, Jón L. Árnason, fyrrverandi heimsmeistari sveina, og Hannes Hlífar Stefánsson, sem oftast allra hefur orðið Íslandsmeistari í skák, verða meðal þátttakenda á mótinu, að sögn Hrafns. „Síðan koma skákmenn úr öllum áttum. Þetta er vel skipað minningarmót og ég hlakka mikið til.“ Hrafn segir alla í sveitinni koma að undirbúningnum, nefnir kvenfélagið, grunnskólann og vinnuskólann en það sé Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður Reykhólavefsins, sem hafi átt frumkvæðið. „Ég hef bara verið verkfæri í höndum hans við að láta þetta gerast.“Birna var á forsíðu tímaritsins Skákar 1991.Hrafn kveðst hafa kynnt sér ævi Birnu og feril og orðið sífellt hrifnari. „Birna var hrífandi og drífandi manneskja, bóndakona og handavinnukona sem bjó í Bakkakoti, í grennd við Rauðhóla ofan við Reykjavík. Hún tefldi á skákmóti árið 1940, 21 árs, en þá hafði kona ekki sést á skákmóti á Íslandi áður. Svo tefldi hún ekki á móti fyrr en vakning varð í kvennaskák á Íslandi um miðjan 8. áratuginn, og loks var byrjað að brjóta niður þann karlamúr sem hefur umlukið skákina alltof mikið. Birna safnaði upp á eigin spýtur farareyri fyrir kvennasveitina alla leið til Argentínu árið 1978 því það var sett sem skilyrði fyrir þátttöku að konurnar söfnuðu fyrir ferðinni sjálfar. Hún dvaldi á Reykhólum síðasta áratug ævinnar, Þar bjó hún til Birnulund, hlóð skjólvegg, smíðaði bekki og gróðursetti plöntur. Nú verður sá lundur endurbættur og steinstétt í honum gerð að taflborði. Dóttir Birnu, Indíana Ólafsdóttir, býr á Reykhólum og hefur haldið uppi merki móður sinnar með því að kenna krökkum í skólanum skák.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. ágúst 2016. Lífið Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Þetta er bæði skákmót og fagnaðarfundur til að heiðra minningu Birnu Norðdahl, sem var brautryðjandi í þátttöku kvenna í skák,“ segir Hrafn Jökulsson um viðburð á Reykhólum sem hefst klukkan 14 í dag. Skákmótið er haldið í íþróttahúsinu, viðbyggingu við skólann, og Hrafn segir það glæsilegan mótsstað. „Við eigum von á mörgum gestum og heimamönnum, enda allir velkomnir, hvort sem þeir tefla eða ekki. Þetta verður ábyggilega í fyrsta skipti í skáksögunni sem verðlaun í kvennaflokki verða hærri en karla. Það hefur hingað til verið á hinn veginn.“ Hrafn segir kvennalandsliðið mæta í heild sinni, ein úr hópnum, Guðlaug Þorsteinsdóttir, hafi verið þar samtímis Birnu. „Önnur skákdrottning sem var í landsliðinu með Birnu, Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, er hér líka. Þær tvær voru í brautryðjendahópnum sem Birna setti á laggirnar og sá til þess að Íslendingar sendu kvennasveit á Ólympíumót í fyrsta skipti 1978, þær tvær tefldu á slíkum mótum 1978 og 80. Svo eru stúlkur í liðinu núna sem voru ekki fæddar þegar ævintýrið í íslenskri kvennaskák byrjaði.“ Valinkunnir karlkynsmeistarar, eins og Jóhann Hjartarson Íslandsmeistari, Jón L. Árnason, fyrrverandi heimsmeistari sveina, og Hannes Hlífar Stefánsson, sem oftast allra hefur orðið Íslandsmeistari í skák, verða meðal þátttakenda á mótinu, að sögn Hrafns. „Síðan koma skákmenn úr öllum áttum. Þetta er vel skipað minningarmót og ég hlakka mikið til.“ Hrafn segir alla í sveitinni koma að undirbúningnum, nefnir kvenfélagið, grunnskólann og vinnuskólann en það sé Hlynur Þór Magnússon, umsjónarmaður Reykhólavefsins, sem hafi átt frumkvæðið. „Ég hef bara verið verkfæri í höndum hans við að láta þetta gerast.“Birna var á forsíðu tímaritsins Skákar 1991.Hrafn kveðst hafa kynnt sér ævi Birnu og feril og orðið sífellt hrifnari. „Birna var hrífandi og drífandi manneskja, bóndakona og handavinnukona sem bjó í Bakkakoti, í grennd við Rauðhóla ofan við Reykjavík. Hún tefldi á skákmóti árið 1940, 21 árs, en þá hafði kona ekki sést á skákmóti á Íslandi áður. Svo tefldi hún ekki á móti fyrr en vakning varð í kvennaskák á Íslandi um miðjan 8. áratuginn, og loks var byrjað að brjóta niður þann karlamúr sem hefur umlukið skákina alltof mikið. Birna safnaði upp á eigin spýtur farareyri fyrir kvennasveitina alla leið til Argentínu árið 1978 því það var sett sem skilyrði fyrir þátttöku að konurnar söfnuðu fyrir ferðinni sjálfar. Hún dvaldi á Reykhólum síðasta áratug ævinnar, Þar bjó hún til Birnulund, hlóð skjólvegg, smíðaði bekki og gróðursetti plöntur. Nú verður sá lundur endurbættur og steinstétt í honum gerð að taflborði. Dóttir Birnu, Indíana Ólafsdóttir, býr á Reykhólum og hefur haldið uppi merki móður sinnar með því að kenna krökkum í skólanum skák.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. ágúst 2016.
Lífið Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið