Golf

Lokahringurinn byrjar fyrr en áætlað var

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Inbee Park frá Suður-Kóreu.
Inbee Park frá Suður-Kóreu. Vísir/Getty
Keppni á lokadegi golfkeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó hófst fyrr en áætlað var vegna slæmrar veðurspár í Ríó í Brasilíu.

Bein útsending frá keppninni átti að hefjast á Golfstöðinni og Stöð 2 Sport 4 klukkan 13.00 en mun nú hefjast klukkan 11.00. Ráðgert er að úrslitin muni ráðast um klukkan 17.00.

Inbee Park frá Suður-Kóreu er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn en hún er á alls ellefu höggum undir pari. Gerina Piller frá Bandaríkjunum og Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi eru svo á níu höggum undir pari.

Ræst var á bæði 1. og 10. teig klukkan 10.05 og 11.05 en fremstu konur, þær Park, Ko og Piller, fara af stað klukkan 11.44.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×