Ejub: Góð viðbrögð við hörmungunum að undanförnu Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ólafsvíkurvelli skrifar 21. ágúst 2016 22:20 Ejub og félagar náðu í sitt fyrsta stig síðan 10. júlí. vísir/eyþór Ejub Purisevic þjálfar Víkings Ólafsvíkur var augljóslega létt eftir að lið hans náði að binda enda á fimm leikja taphrinu með 2-2 jafntefli við Fjölni í kvöld. „Það var mjög gott að fá stig og líka gott að eiga góðan leik. Við lékum vel í fyrri hálfleik og líka í seinni miðað við að vera manni færri,“ sagði Ejub fljótlega eftir leikinn. „Við lékum á móti góðu liði manni færri. Við vorum mjög flottir fram að jöfnunarmarki þeirra og þetta voru góð viðbrögð við hörmungunum að undanförnu. „Við höfum verið í holu og erum að grafa okkur upp. Við getum klárlega byggt ofan á þennan leik.“ Fyrir leikinn í kvöld hafði Víkingur tapað fimm leikjum í röð og aðeins náð í eitt stig í sex síðustu leikjum sínum. Nú er uppskeran tvö stig í sjö leikjum og enn mikil vinna fyrir höndum. „Ég hugsa bara um næsta leik. Fyrir fjórum vikum setti ég leik þannig upp að ef við myndum vinna værum við í toppbaráttu. Síðan þá hafa hlutirnir breyst og við sogast niður. „Auðvitað væri maður mikið rólegri ef við myndum tryggja okkur í deildinni. Það er of snemmt að stressa sig á stöðunni,“ sagði Ejub en viðurkenndi þó að stigið í kvöld létti lund manna í Ólafsvík. „Þrjú stig í kvöld hefðu verið frábær og við hefðum getað hugsað lengra fram í tímann en ef þú tapar svona mörgum leikjum þá er stig rosalega gott, sérstaklega á móti svona góðu liði. Það hefur ekkert unnist eða tapast með þessu stigi en vissulega verður betri stemning í klefanum með þessu stigi.“ Ólsarar voru ekki sáttir þegar Þorvaldur Árnason dómari dró upp rauða spjaldið á Emir Dokara undir lok fyrri hálfleiks þrátt fyrir gróft brot hans og háskaleik. Af orðum Ejub að dæma var um uppsafnaðan pirring í garð dómara í sumar að dæma. „Mér finnst allt of kjánalegt að tala um dómgæslu. Það sem ég segi um dómara er að ég vil fá þá hluti með mér sem ég fæ á móti mér. „Við fáum marg oft tækifæri til að fá víti sem við fáum ekki og svo fáum við víti dæmd á okkur sem eru í besta falli vafasöm. „Svo er það þetta sem gerist í kvöld. Okkur finnst nægja gult spjald. Þetta var óhapp. Hann er að sparka boltanum. Auðvitað finnst mér gula spjaldið nægja. Okkur virðist við hvert tækifæri vera grimmilega refsað. „Það getur vel verið að þetta hafi verið rétt. En eins og ég segi fáum við oft á okkur of stranga dóma. „Ég get alls ekki sagt að dómarinn hafi dæmt illa. En þessi atriði telja mjög mikið. „Það vilja allir fá það sem honum ber. Það er enginn að biðja um neitt meira,“ sagði Ejub. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Ejub Purisevic þjálfar Víkings Ólafsvíkur var augljóslega létt eftir að lið hans náði að binda enda á fimm leikja taphrinu með 2-2 jafntefli við Fjölni í kvöld. „Það var mjög gott að fá stig og líka gott að eiga góðan leik. Við lékum vel í fyrri hálfleik og líka í seinni miðað við að vera manni færri,“ sagði Ejub fljótlega eftir leikinn. „Við lékum á móti góðu liði manni færri. Við vorum mjög flottir fram að jöfnunarmarki þeirra og þetta voru góð viðbrögð við hörmungunum að undanförnu. „Við höfum verið í holu og erum að grafa okkur upp. Við getum klárlega byggt ofan á þennan leik.“ Fyrir leikinn í kvöld hafði Víkingur tapað fimm leikjum í röð og aðeins náð í eitt stig í sex síðustu leikjum sínum. Nú er uppskeran tvö stig í sjö leikjum og enn mikil vinna fyrir höndum. „Ég hugsa bara um næsta leik. Fyrir fjórum vikum setti ég leik þannig upp að ef við myndum vinna værum við í toppbaráttu. Síðan þá hafa hlutirnir breyst og við sogast niður. „Auðvitað væri maður mikið rólegri ef við myndum tryggja okkur í deildinni. Það er of snemmt að stressa sig á stöðunni,“ sagði Ejub en viðurkenndi þó að stigið í kvöld létti lund manna í Ólafsvík. „Þrjú stig í kvöld hefðu verið frábær og við hefðum getað hugsað lengra fram í tímann en ef þú tapar svona mörgum leikjum þá er stig rosalega gott, sérstaklega á móti svona góðu liði. Það hefur ekkert unnist eða tapast með þessu stigi en vissulega verður betri stemning í klefanum með þessu stigi.“ Ólsarar voru ekki sáttir þegar Þorvaldur Árnason dómari dró upp rauða spjaldið á Emir Dokara undir lok fyrri hálfleiks þrátt fyrir gróft brot hans og háskaleik. Af orðum Ejub að dæma var um uppsafnaðan pirring í garð dómara í sumar að dæma. „Mér finnst allt of kjánalegt að tala um dómgæslu. Það sem ég segi um dómara er að ég vil fá þá hluti með mér sem ég fæ á móti mér. „Við fáum marg oft tækifæri til að fá víti sem við fáum ekki og svo fáum við víti dæmd á okkur sem eru í besta falli vafasöm. „Svo er það þetta sem gerist í kvöld. Okkur finnst nægja gult spjald. Þetta var óhapp. Hann er að sparka boltanum. Auðvitað finnst mér gula spjaldið nægja. Okkur virðist við hvert tækifæri vera grimmilega refsað. „Það getur vel verið að þetta hafi verið rétt. En eins og ég segi fáum við oft á okkur of stranga dóma. „Ég get alls ekki sagt að dómarinn hafi dæmt illa. En þessi atriði telja mjög mikið. „Það vilja allir fá það sem honum ber. Það er enginn að biðja um neitt meira,“ sagði Ejub.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira