Ástæðan fyrir því að Gunnar er kominn í tíunda sætið er sú að búið er að taka Rory McDonald af listanum.
McDonald hefur verið með bestu mönnunum í veltivigtinni en samningur hans við UFC var búinn. Hann var ekki sáttur við það sem UFC hafði að bjóða og ætlar því að semja við Bellator-bardagasambandið.
Nýr listi er svo væntanlegur en bardagi Rick Story og Donald Cerrone um síðustu helgi mun breyta einhverju.
Story er í áttunda sæti en Cerrone því þrettánda. Í ljósi þess að Cerrone pakkaði Story saman má búast við stóru stökki hjá honum og spurning hversu langt niður Story fer.
Uppfært 25. ágúst kl. 09.30: UFC birti nýjan styrkleikalista í nótt og þar var Gunnar færður niður í tólfta sæti eftir að Lorenz Larkin kom nýr inn í listann í níunda sæti. Larkin vann Neil Magny á UFC 202 um helgina.