Mazda RX-9 með Rotary vél árið 2019 Finnur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2016 08:57 Mazda Vision tilraunbíllinn. Enginn bílaframleiðandi framleiðir nú bíl með Rotary vél. Sá sem það síðast gerði var Mazda með RX-8 bílnum, en framleiðslu hans var hætt árið 2012. Þar með héldu margir að dagar Rotary vélanna væru taldir, en svo virðist sem Mazda hafi aldrei alveg hætt þróun Rotary véla. Fréttir herma að Mazda muni setja á markað RX-9 bíl árið 2019 og að hann verði með Rotary vél. Þessar vélar hafa einnig verið nefndar Wankel vélar eftir Felix Wankel upphafsmanni Rotary vélanna. Á næsta ári eru einmitt liðin 50 ár síðan Wankel fann upp þessa vélargerð og því ætlar Mazda að fagna með því að sýna almenningi RX-9 bílinn á bílasýningunni í Tokyo, en hann kemur þó ekki á markað fyrr en árið 2019. Vélin í Mazda RX-9 verður með 1,6 lítra sprengirými en tvo „rotora“ og forþjöppu og það skilar 400 hestöflum. Rotary vélar hafa einmitt verið þekktar fyrir mikil afl úr litlu sprengirými. Þar sem bíllinn verður aðeins 1.300 kíló verður þetta sprækur fákur. Bíllinn verður afturhjóladrifinn og með jafna þyngdardreifingu á milli öxla. Þessi óvenjulegi bíll verður þó ekki ódýr og mun kosta rétt undir 80.000 dollurum, eða 9,4 milljónir króna. Það er 2,5 sinnum hærra verð en var á Mazda RX-8. Mazda kynnti tilraunabílinn Vision með Rotary vél fyrir örfáum árum og það styrkir menn í trúnni að af þessum bíl verði. Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent
Enginn bílaframleiðandi framleiðir nú bíl með Rotary vél. Sá sem það síðast gerði var Mazda með RX-8 bílnum, en framleiðslu hans var hætt árið 2012. Þar með héldu margir að dagar Rotary vélanna væru taldir, en svo virðist sem Mazda hafi aldrei alveg hætt þróun Rotary véla. Fréttir herma að Mazda muni setja á markað RX-9 bíl árið 2019 og að hann verði með Rotary vél. Þessar vélar hafa einnig verið nefndar Wankel vélar eftir Felix Wankel upphafsmanni Rotary vélanna. Á næsta ári eru einmitt liðin 50 ár síðan Wankel fann upp þessa vélargerð og því ætlar Mazda að fagna með því að sýna almenningi RX-9 bílinn á bílasýningunni í Tokyo, en hann kemur þó ekki á markað fyrr en árið 2019. Vélin í Mazda RX-9 verður með 1,6 lítra sprengirými en tvo „rotora“ og forþjöppu og það skilar 400 hestöflum. Rotary vélar hafa einmitt verið þekktar fyrir mikil afl úr litlu sprengirými. Þar sem bíllinn verður aðeins 1.300 kíló verður þetta sprækur fákur. Bíllinn verður afturhjóladrifinn og með jafna þyngdardreifingu á milli öxla. Þessi óvenjulegi bíll verður þó ekki ódýr og mun kosta rétt undir 80.000 dollurum, eða 9,4 milljónir króna. Það er 2,5 sinnum hærra verð en var á Mazda RX-8. Mazda kynnti tilraunabílinn Vision með Rotary vél fyrir örfáum árum og það styrkir menn í trúnni að af þessum bíl verði.
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent