Frankenstein og Greppibarnið sýnd í sundbíói RIFF Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 09:30 Aude sér um skipulag sundbíósins í ár en í þetta skiptið ákvað hún að leita langt aftur í tímann í leit að hinni réttu kvikmynd til að sýna. Frankenstein er frá árinu 1931. Vísir/Stefán Þann 1. október næstkomandi fer fram árlegt sundbíó á kvikmyndahátíðinni RIFF. Þetta árið verða samtals sex sýningar en þeim er skipt upp í barna- og fullorðins sýningar. Sundbíóið fer fram í Sundhöll Reykjavíkur í ár. Myndirnar sem verða sýndar eru Greppibarnið fyrir börnin og svo Frankenstein sem sýnd verður um kvöldið fyrir fullorðna. Miðasala hefst í dag en æskilegt er að áhugasamir næli sér strax í miða enda seldist upp á örskömmum tíma á seinasta ári. Sundlaugin í Sundhöllinni rúmar aðeins 50 manns á hverri sýningu. Aude Busson sér um skipulagningu viðburðarins en hann verður með öðru sniði en síðustu ár. „Núna verðum við með allt í Sundhöllinni og einnig með fjórar sýningar fyrir börn og fjölskyldur. Í ár ætlum við að sýna teiknimyndina Greppibarnið. Þá mun barnalaugin breytast í snjóþungan skóg í nokkrar klukkustundir á meðan fylgst er með ævintýrum greppibarnsins sem stelst út í stóra dimma skóginn. Svo munu óma skógarhljóð um Sundhöllina og hver veit nema stóra vonda músin gæti birst á veggjunum. Þetta er falleg saga um hugrekki og það er gaman að búa til þetta andrúmsloft til þess að örva ímyndunarafl barnanna.“ Tvær sýningar verða fyrir fullorðna en þá verður Frankenstein sýnd. „Við reynum alltaf að hafa klassískar myndir í sundbíóinu. Í ár leituðum við í aðeins eldri mynd, en Frankenstein er frá árinu 1931. Hún er í svarthvítu en er samt með tali. Það má segja að sú mynd hafi verið upphafið að hryllingsmyndum og okkur langaði að sýna það. Það verða leikarar og alls konar leikmunir á bakkanum til þess að koma gestum inn í andrúmsloft myndarinnar.“ Miðasala hefst í dag á riff.is en miðarnir á Frankenstein kosta 2.000 krónur. Á barnasýninguna kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna, 500 krónur fyrir börn og það er frítt inn fyrir tveggja ára og yngri. Sýningartímar á Greppibarninu eru klukkan 13.00, 14.00, 15.00 og 16.00. Frankenstein verður sýnd klukkan 20.00 og 22.00. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Þann 1. október næstkomandi fer fram árlegt sundbíó á kvikmyndahátíðinni RIFF. Þetta árið verða samtals sex sýningar en þeim er skipt upp í barna- og fullorðins sýningar. Sundbíóið fer fram í Sundhöll Reykjavíkur í ár. Myndirnar sem verða sýndar eru Greppibarnið fyrir börnin og svo Frankenstein sem sýnd verður um kvöldið fyrir fullorðna. Miðasala hefst í dag en æskilegt er að áhugasamir næli sér strax í miða enda seldist upp á örskömmum tíma á seinasta ári. Sundlaugin í Sundhöllinni rúmar aðeins 50 manns á hverri sýningu. Aude Busson sér um skipulagningu viðburðarins en hann verður með öðru sniði en síðustu ár. „Núna verðum við með allt í Sundhöllinni og einnig með fjórar sýningar fyrir börn og fjölskyldur. Í ár ætlum við að sýna teiknimyndina Greppibarnið. Þá mun barnalaugin breytast í snjóþungan skóg í nokkrar klukkustundir á meðan fylgst er með ævintýrum greppibarnsins sem stelst út í stóra dimma skóginn. Svo munu óma skógarhljóð um Sundhöllina og hver veit nema stóra vonda músin gæti birst á veggjunum. Þetta er falleg saga um hugrekki og það er gaman að búa til þetta andrúmsloft til þess að örva ímyndunarafl barnanna.“ Tvær sýningar verða fyrir fullorðna en þá verður Frankenstein sýnd. „Við reynum alltaf að hafa klassískar myndir í sundbíóinu. Í ár leituðum við í aðeins eldri mynd, en Frankenstein er frá árinu 1931. Hún er í svarthvítu en er samt með tali. Það má segja að sú mynd hafi verið upphafið að hryllingsmyndum og okkur langaði að sýna það. Það verða leikarar og alls konar leikmunir á bakkanum til þess að koma gestum inn í andrúmsloft myndarinnar.“ Miðasala hefst í dag á riff.is en miðarnir á Frankenstein kosta 2.000 krónur. Á barnasýninguna kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna, 500 krónur fyrir börn og það er frítt inn fyrir tveggja ára og yngri. Sýningartímar á Greppibarninu eru klukkan 13.00, 14.00, 15.00 og 16.00. Frankenstein verður sýnd klukkan 20.00 og 22.00. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira