Partur af því að vera til Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 10:00 "Ég ætla að hafa eitthvert smáfjör á völdum stað fyrir helstu móðursystur. Aðeins að minna fólk á mig,“ segir afmælisbarn dagsins, Bragi Valdimar. Vísir/Hanna „Mér finnst stórkostlegt að eiga afmæli,“ segir Bragi Valdimar Skúlason sem er fertugur í dag. „Það er partur af því að vera til og að láta minna sig reglulega á það,“ bætir hann við heimspekilega áður en grínið tekur völdin. „Svo fær maður fullt af kveðjum á Fésbók og stóra pakka. Ég er farinn að fá pakka bara á tíu ára fresti og nú er tilefni til að gleðja mig!“ En hvað langar þig helst í? spyr ég og bendi honum á tækifærið til að birta óskalista. „Bara einhverja sjaldgæfa Pokémona, er það ekki það sem alla dreymir um? – Held reyndar að það sé ekki hægt að gefa svoleiðis. Fólk verður bara að gefa mér aðgang að bankareikningunum sínum.“ Dregur svo í land. „Nei annars – mig vantar nú ekki margt.“ Bragi Valdimar ætlar hins vegar að gefa þjóðinni gjöf á næstu dögum því 4. september byrjar ný Orðbragðsþáttaröð í sjónvarpinu sem hann sér um, ásamt Brynju Þorgeirsdóttur. „Þar er bara meira af því sama og síðast, orðbragðið okkar er ótæmandi brunnur og alltaf af nógu að taka,“ segir hann. Ekki kveðst hann punkta hjá sér hugmyndir fyrir þáttinn dagsdaglega heldur poppi þær sjálfkrafa upp þegar þau Brynja byrji að undirbúa þættina. „Við þurfum að henda miklu fleiri hugmyndum en við komum fyrir. Það varð líka eins árs hlé hjá okkur og þá safnaðist í hugmyndabankann.“ En ætlar Bragi Valdimar að halda upp á afmælið í dag? „Ég ætla að hafa eitthvert smáfjör á völdum stað fyrir helstu móðursystur. Aðeins að minna fólk á mig.“ Hann kveðst alltaf hafa átt prýðileg afmæli. „Þriggja ára afmælið hefur örugglega verið hressandi. Ég reyni bara að hafa þetta svipað. Hafa nógu stóra köku – í hlutfalli við mig!“ Þegar Bragi Valdimar er spurður í lokin hvernig hann vilji láta titla sig í viðtalinu vefst það aðeins fyrir honum. „Kallaðu mig bara sumtmúligmann!“ verður niðurstaðan.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst 2016. Lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
„Mér finnst stórkostlegt að eiga afmæli,“ segir Bragi Valdimar Skúlason sem er fertugur í dag. „Það er partur af því að vera til og að láta minna sig reglulega á það,“ bætir hann við heimspekilega áður en grínið tekur völdin. „Svo fær maður fullt af kveðjum á Fésbók og stóra pakka. Ég er farinn að fá pakka bara á tíu ára fresti og nú er tilefni til að gleðja mig!“ En hvað langar þig helst í? spyr ég og bendi honum á tækifærið til að birta óskalista. „Bara einhverja sjaldgæfa Pokémona, er það ekki það sem alla dreymir um? – Held reyndar að það sé ekki hægt að gefa svoleiðis. Fólk verður bara að gefa mér aðgang að bankareikningunum sínum.“ Dregur svo í land. „Nei annars – mig vantar nú ekki margt.“ Bragi Valdimar ætlar hins vegar að gefa þjóðinni gjöf á næstu dögum því 4. september byrjar ný Orðbragðsþáttaröð í sjónvarpinu sem hann sér um, ásamt Brynju Þorgeirsdóttur. „Þar er bara meira af því sama og síðast, orðbragðið okkar er ótæmandi brunnur og alltaf af nógu að taka,“ segir hann. Ekki kveðst hann punkta hjá sér hugmyndir fyrir þáttinn dagsdaglega heldur poppi þær sjálfkrafa upp þegar þau Brynja byrji að undirbúa þættina. „Við þurfum að henda miklu fleiri hugmyndum en við komum fyrir. Það varð líka eins árs hlé hjá okkur og þá safnaðist í hugmyndabankann.“ En ætlar Bragi Valdimar að halda upp á afmælið í dag? „Ég ætla að hafa eitthvert smáfjör á völdum stað fyrir helstu móðursystur. Aðeins að minna fólk á mig.“ Hann kveðst alltaf hafa átt prýðileg afmæli. „Þriggja ára afmælið hefur örugglega verið hressandi. Ég reyni bara að hafa þetta svipað. Hafa nógu stóra köku – í hlutfalli við mig!“ Þegar Bragi Valdimar er spurður í lokin hvernig hann vilji láta titla sig í viðtalinu vefst það aðeins fyrir honum. „Kallaðu mig bara sumtmúligmann!“ verður niðurstaðan.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. ágúst 2016.
Lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira