Sigmundur Davíð: „Svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2016 15:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir/ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist vera „svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ og leggur til að sé vilji fyrir að halda slíkt þing sé rétt að gera það sem fyrst. Óvíst sé þó hvort það henti flokknum best að eyða tíma og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar. Sigmundur ritar færslu á Facebook þar sem hann segist hafa orðið var við umræðu um að betra sé fyrir formann flokks að hafa flokksþing eftir kosningar frekar en fyrir en boðað hefur verið til kosninga 29. október næstkomandi. Sigmundur blæs á slíkt tal. „Augljóslega er best fyrir formann sem mæti málið einungis út frá eigin stöðu að halda flokksþing fyrir kosningar og fara í kosningabaráttu með nýendurnýjað umboð fremur en að fara í kosningar,“ segir Sigmundur Davíð. „Það á alveg sérstaklega við þegar annað forystufólk í sama flokki hefur gefið fyrirheit um að það ætli ekki að fara gegn formanninum.“ Vísar Sigmundur Davíð þar í yfirlýsingar helstu forystumannaflokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og varaformanns flokksins, Gunnars Braga Sveinssonar atvinnuvegaráðherra og Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra sem öll hafa sagst ekki ætla að bjóða sig fram í formannsembætti flokksins komi til flokksþings. Sigmundur Davíð er þó ekki viss um að tíma flokksins sé best varið í að halda flokksþing svo skömmu fyrir kosningar. Fyrir liggur að þrjú kjördæmisþing Framsóknarflokksins hafa óskað eftir því að flokksþing yrði haldið og því þarf, lögum flokksins samkvæmt, að halda flokksþing á næstunni. „Það er hins vegar meira álitamál hvort það hentar flokknum að verja kröftum og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar, sérstaklega ef grunur reynist réttur um það að áhugafólk um flokksþing utan flokks hafi takmarkaðan áhuga á árangri og málefnavinnu flokksins.“ Hyggst Sigmundur Davíð tryggja að búið verði að vinna þá undirbúningsvinnu sem þarf svo hægt sé að halda flokksþing á þeim degi sem verði fyrir valinu. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20 Lilja býður sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. 10. júlí 2016 13:06 Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58 Enginn einhugur um Sigmund í þingflokki Framsóknar Skiptar skoðanir eru um það meðal þingmanna Framsóknarflokksins hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að leiða flokkinn í kosningunum í haust. 5. ágúst 2016 19:06 Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20 Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist vera „svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ og leggur til að sé vilji fyrir að halda slíkt þing sé rétt að gera það sem fyrst. Óvíst sé þó hvort það henti flokknum best að eyða tíma og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar. Sigmundur ritar færslu á Facebook þar sem hann segist hafa orðið var við umræðu um að betra sé fyrir formann flokks að hafa flokksþing eftir kosningar frekar en fyrir en boðað hefur verið til kosninga 29. október næstkomandi. Sigmundur blæs á slíkt tal. „Augljóslega er best fyrir formann sem mæti málið einungis út frá eigin stöðu að halda flokksþing fyrir kosningar og fara í kosningabaráttu með nýendurnýjað umboð fremur en að fara í kosningar,“ segir Sigmundur Davíð. „Það á alveg sérstaklega við þegar annað forystufólk í sama flokki hefur gefið fyrirheit um að það ætli ekki að fara gegn formanninum.“ Vísar Sigmundur Davíð þar í yfirlýsingar helstu forystumannaflokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og varaformanns flokksins, Gunnars Braga Sveinssonar atvinnuvegaráðherra og Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra sem öll hafa sagst ekki ætla að bjóða sig fram í formannsembætti flokksins komi til flokksþings. Sigmundur Davíð er þó ekki viss um að tíma flokksins sé best varið í að halda flokksþing svo skömmu fyrir kosningar. Fyrir liggur að þrjú kjördæmisþing Framsóknarflokksins hafa óskað eftir því að flokksþing yrði haldið og því þarf, lögum flokksins samkvæmt, að halda flokksþing á næstunni. „Það er hins vegar meira álitamál hvort það hentar flokknum að verja kröftum og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar, sérstaklega ef grunur reynist réttur um það að áhugafólk um flokksþing utan flokks hafi takmarkaðan áhuga á árangri og málefnavinnu flokksins.“ Hyggst Sigmundur Davíð tryggja að búið verði að vinna þá undirbúningsvinnu sem þarf svo hægt sé að halda flokksþing á þeim degi sem verði fyrir valinu.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20 Lilja býður sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. 10. júlí 2016 13:06 Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58 Enginn einhugur um Sigmund í þingflokki Framsóknar Skiptar skoðanir eru um það meðal þingmanna Framsóknarflokksins hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að leiða flokkinn í kosningunum í haust. 5. ágúst 2016 19:06 Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20 Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20
Lilja býður sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. 10. júlí 2016 13:06
Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58
Enginn einhugur um Sigmund í þingflokki Framsóknar Skiptar skoðanir eru um það meðal þingmanna Framsóknarflokksins hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að leiða flokkinn í kosningunum í haust. 5. ágúst 2016 19:06
Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20