Sigmundur Davíð: „Svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2016 15:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir/ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist vera „svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ og leggur til að sé vilji fyrir að halda slíkt þing sé rétt að gera það sem fyrst. Óvíst sé þó hvort það henti flokknum best að eyða tíma og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar. Sigmundur ritar færslu á Facebook þar sem hann segist hafa orðið var við umræðu um að betra sé fyrir formann flokks að hafa flokksþing eftir kosningar frekar en fyrir en boðað hefur verið til kosninga 29. október næstkomandi. Sigmundur blæs á slíkt tal. „Augljóslega er best fyrir formann sem mæti málið einungis út frá eigin stöðu að halda flokksþing fyrir kosningar og fara í kosningabaráttu með nýendurnýjað umboð fremur en að fara í kosningar,“ segir Sigmundur Davíð. „Það á alveg sérstaklega við þegar annað forystufólk í sama flokki hefur gefið fyrirheit um að það ætli ekki að fara gegn formanninum.“ Vísar Sigmundur Davíð þar í yfirlýsingar helstu forystumannaflokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og varaformanns flokksins, Gunnars Braga Sveinssonar atvinnuvegaráðherra og Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra sem öll hafa sagst ekki ætla að bjóða sig fram í formannsembætti flokksins komi til flokksþings. Sigmundur Davíð er þó ekki viss um að tíma flokksins sé best varið í að halda flokksþing svo skömmu fyrir kosningar. Fyrir liggur að þrjú kjördæmisþing Framsóknarflokksins hafa óskað eftir því að flokksþing yrði haldið og því þarf, lögum flokksins samkvæmt, að halda flokksþing á næstunni. „Það er hins vegar meira álitamál hvort það hentar flokknum að verja kröftum og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar, sérstaklega ef grunur reynist réttur um það að áhugafólk um flokksþing utan flokks hafi takmarkaðan áhuga á árangri og málefnavinnu flokksins.“ Hyggst Sigmundur Davíð tryggja að búið verði að vinna þá undirbúningsvinnu sem þarf svo hægt sé að halda flokksþing á þeim degi sem verði fyrir valinu. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20 Lilja býður sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. 10. júlí 2016 13:06 Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58 Enginn einhugur um Sigmund í þingflokki Framsóknar Skiptar skoðanir eru um það meðal þingmanna Framsóknarflokksins hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að leiða flokkinn í kosningunum í haust. 5. ágúst 2016 19:06 Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist vera „svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ og leggur til að sé vilji fyrir að halda slíkt þing sé rétt að gera það sem fyrst. Óvíst sé þó hvort það henti flokknum best að eyða tíma og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar. Sigmundur ritar færslu á Facebook þar sem hann segist hafa orðið var við umræðu um að betra sé fyrir formann flokks að hafa flokksþing eftir kosningar frekar en fyrir en boðað hefur verið til kosninga 29. október næstkomandi. Sigmundur blæs á slíkt tal. „Augljóslega er best fyrir formann sem mæti málið einungis út frá eigin stöðu að halda flokksþing fyrir kosningar og fara í kosningabaráttu með nýendurnýjað umboð fremur en að fara í kosningar,“ segir Sigmundur Davíð. „Það á alveg sérstaklega við þegar annað forystufólk í sama flokki hefur gefið fyrirheit um að það ætli ekki að fara gegn formanninum.“ Vísar Sigmundur Davíð þar í yfirlýsingar helstu forystumannaflokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og varaformanns flokksins, Gunnars Braga Sveinssonar atvinnuvegaráðherra og Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra sem öll hafa sagst ekki ætla að bjóða sig fram í formannsembætti flokksins komi til flokksþings. Sigmundur Davíð er þó ekki viss um að tíma flokksins sé best varið í að halda flokksþing svo skömmu fyrir kosningar. Fyrir liggur að þrjú kjördæmisþing Framsóknarflokksins hafa óskað eftir því að flokksþing yrði haldið og því þarf, lögum flokksins samkvæmt, að halda flokksþing á næstunni. „Það er hins vegar meira álitamál hvort það hentar flokknum að verja kröftum og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar, sérstaklega ef grunur reynist réttur um það að áhugafólk um flokksþing utan flokks hafi takmarkaðan áhuga á árangri og málefnavinnu flokksins.“ Hyggst Sigmundur Davíð tryggja að búið verði að vinna þá undirbúningsvinnu sem þarf svo hægt sé að halda flokksþing á þeim degi sem verði fyrir valinu.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20 Lilja býður sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. 10. júlí 2016 13:06 Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58 Enginn einhugur um Sigmund í þingflokki Framsóknar Skiptar skoðanir eru um það meðal þingmanna Framsóknarflokksins hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að leiða flokkinn í kosningunum í haust. 5. ágúst 2016 19:06 Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20
Lilja býður sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. 10. júlí 2016 13:06
Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58
Enginn einhugur um Sigmund í þingflokki Framsóknar Skiptar skoðanir eru um það meðal þingmanna Framsóknarflokksins hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að leiða flokkinn í kosningunum í haust. 5. ágúst 2016 19:06
Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20