Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 10:20 Gunnar Bragi Sveinsson telur ekki líklegt að slagur verði um formennsku Framsóknarflokksins. Vísir/GVA Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það glapræði að nefna dagsetningu fyrir kosningar. Þá segir hann engan líklegan til að bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni til formennsku í Framsóknarflokknum. „Ég er sannfærður um að hann verði formaður, enda sé ég engan annan sem ætlar að taka við eða getur tekið við,“ sagði Gunnar Bragi í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. „Ég vil fá Sigmund Davíð af krafti inn í baráttuna á ný til að leiða flokkinn,“ sagði Gunnar Bragi, sem jafnframt sagði stöðu Sigmundar Davíðs innan flokksins mjög góða. „Málið er það að Sigmundur Davíð er formaður flokksins og það er enginn sem er líklegur til að bjóða sig fram gegn honum. Hann hefur verið mjög traustur og góður formaður og ég ber fullt traust til hans. Ég held að hann sé okkur mjög mikilvægur í komandi kosningum. Þannig að ég get ekki séð að það verði endilega farið í eitthvert formannskjör þó við höldum flokksþing,“ segir Gunnar Bragi. „En ef hann ákveður að stíga til hliðar er það annað mál og þá eru eflaust fleiri sem færu að hugsa sig um.“Kjördagur ekki ákveðinn til að koma í veg fyrir málþóf Aðspurður hvers vegna ekki sé búið að ákveða kjördag, segir hann það vera til að koma í veg fyrir málþóf og tafir í þinginu. „Um leið og dagsetning verður komin þá er stjórnarandstaðan komin með ákveðið vopn í hendurnar,“ sagði Gunnar Bragi. „Ef að stjórnarandstaðan er tilbúin að hleypa þeim málum í gegn sem ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á, og ég vil meina að það séu fá umdeild mál þar inni, þá er hægt að nefna þessa dagsetningu. Stjórnarandstaðan hefur ekki verið tilbúin að gera þetta með þessum hætti og þess vegna liggur ekki dagsetningin fyrir. Það er algjört glapræði upp á störf þingsins og fyrir ríkisstjórnina, sem ætlar að ná ákveðnum málum í gegn, að nefna dagsetningu.“ Ráðherrann segir ríkisstjórnina hafa um fimmtíu mál sem hún vilji koma í gegnum þingið áður en gengið verði til kosninga. „Það eru eftir sirka fimmtíu mál, ég man ekki þessa tölu, sem að æskilegt er að verði kláruð. Það er sá rammi sem að ég held að sé nauðsynlegur. Það er óásættanlegt fyrir okkur að taka mál þar út af,“ sagði Gunnar Bragi. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram. Tengdar fréttir Reyna að ákveða dagsetningu þingkosninga á fimmtudag Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram. 10. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það glapræði að nefna dagsetningu fyrir kosningar. Þá segir hann engan líklegan til að bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni til formennsku í Framsóknarflokknum. „Ég er sannfærður um að hann verði formaður, enda sé ég engan annan sem ætlar að taka við eða getur tekið við,“ sagði Gunnar Bragi í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. „Ég vil fá Sigmund Davíð af krafti inn í baráttuna á ný til að leiða flokkinn,“ sagði Gunnar Bragi, sem jafnframt sagði stöðu Sigmundar Davíðs innan flokksins mjög góða. „Málið er það að Sigmundur Davíð er formaður flokksins og það er enginn sem er líklegur til að bjóða sig fram gegn honum. Hann hefur verið mjög traustur og góður formaður og ég ber fullt traust til hans. Ég held að hann sé okkur mjög mikilvægur í komandi kosningum. Þannig að ég get ekki séð að það verði endilega farið í eitthvert formannskjör þó við höldum flokksþing,“ segir Gunnar Bragi. „En ef hann ákveður að stíga til hliðar er það annað mál og þá eru eflaust fleiri sem færu að hugsa sig um.“Kjördagur ekki ákveðinn til að koma í veg fyrir málþóf Aðspurður hvers vegna ekki sé búið að ákveða kjördag, segir hann það vera til að koma í veg fyrir málþóf og tafir í þinginu. „Um leið og dagsetning verður komin þá er stjórnarandstaðan komin með ákveðið vopn í hendurnar,“ sagði Gunnar Bragi. „Ef að stjórnarandstaðan er tilbúin að hleypa þeim málum í gegn sem ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á, og ég vil meina að það séu fá umdeild mál þar inni, þá er hægt að nefna þessa dagsetningu. Stjórnarandstaðan hefur ekki verið tilbúin að gera þetta með þessum hætti og þess vegna liggur ekki dagsetningin fyrir. Það er algjört glapræði upp á störf þingsins og fyrir ríkisstjórnina, sem ætlar að ná ákveðnum málum í gegn, að nefna dagsetningu.“ Ráðherrann segir ríkisstjórnina hafa um fimmtíu mál sem hún vilji koma í gegnum þingið áður en gengið verði til kosninga. „Það eru eftir sirka fimmtíu mál, ég man ekki þessa tölu, sem að æskilegt er að verði kláruð. Það er sá rammi sem að ég held að sé nauðsynlegur. Það er óásættanlegt fyrir okkur að taka mál þar út af,“ sagði Gunnar Bragi. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram.
Tengdar fréttir Reyna að ákveða dagsetningu þingkosninga á fimmtudag Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram. 10. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Reyna að ákveða dagsetningu þingkosninga á fimmtudag Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu hitta þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á fimmtudag og fara meðal annars yfir það hvenær þingkosningar fari fram. 10. ágúst 2016 07:00