Keyrðu niður að flugvélaflakinu í leyfisleysi og þurftu að borga 100 þúsund krónur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 11:47 Vegurinn niður að flugvélaflakinu var illa farinn þegar landeigendur lokuðu honum síðasta vetur. mynd/benedikt bragason og magnús már byron Landeigendur á Sólheimasandi rukka ferðamenn um 100 þúsund krónur vilji þeir aka niður á sandinn en þar er flugvélaflak sem er vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Þetta segir Benedikt Bragason bóndi á Ytri-Sólheimum I og landeigandi í samtali við Vísi en í gær rukkaði hann ferðamenn sem farið höfðu á bíl niður að flakinu um 800 evrur sem samsvarar 100 þúsund krónum. Landeigendur lokuðu veginum að flakinu fyrr á árinu. Fyrst var greint frá málinu á Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar en þar segir Kjartan Magnússon, sem rekur MK bílaleigu, frá viðskiptavini sínum sem fór á bíl niður á sandinn: „Viðskiptavinur minn, sem er með bíl á leigu hjá mér, sendi mér sérstök skilaboð í kvöld. Hann fór að skoða þetta fræga flugvélaflak Ameríska hersins og lagði víst innan girðingar áður en gangan hófst. Þegar hann kom til baka var búið að læsa hliðinu að jörðinni með hengilás. Eftir nokkra leit fannst eigandinn sem sagði honum að hann fengi ekki að fara án þess að hann borgaði 800 evrur! Þetta gerði greyið og fékk að fara. Ég sagði honum að tilkynna þetta til lögreglunnar, sem er núna að rannsaka málið og fannst afar skrítið. Ég skil vissulega að landeigandinn hljóti að vera þreyttur á ágangi ferðamanna, sem ég hef heyrt að sé mikill og grófur. En fjárkúgun? Það er of langt gengið.“Öllum frjálst að labba niður að flakinu Kjartan vildi ekki tjá sig um málið við Vísi þegar eftir því var leitað og sagði málið komið til lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er málið komið inn á borð þar en hefur ekkert verið skoðað. Lögreglan gat því ekki svarað spurningum um það. Benedikt segir að ferðamennirnir sem hann hafi rukkað í gær hafi elt aðra niður á sandinn sem voru með leyfi til að aka niður eftir og höfðu greitt fyrir það. „Ef að fólk vill fara niður eftir á bílum þá höfum við verið að rukka 100 þúsund krónur fyrir það en það er auðvitað öllum frjálst að labba niður eftir,“ segir Benedikt en landeigendurnir eru ellefu talsins og ákváðu þetta á fundi sínum í vor. Aðspurður hvort að það sé vel merkt að ekki megi fara niður eftir á bíl segir Benedikt svo vera. Þá séu stór skilti sem gefi það til kynna að um einkaland sé að ræða. Fólkið læstist inni á landareigninni eins og greint er frá í Facebook-færslunni en þegar ferðamenn keyra niður að sandinum fara þeir á bílunum nánast alveg að flakinu að sögn Benedikts.Báðust afsökunar og borguðu „Ferðamennirnir sem þetta fólk elti reyndi að segja þeim að þau þyrftu leyfi til að fara á sandinn á bíl en þau skildu víst litla ensku þá. Þegar þau læstust inni þá hringdu þau eftir hjálp, ég veit ekki í hvern þau hringdu, en lögreglan hringdi í mig og lét mig vita. Ég fór því og opnaði fyrir þeim en þau töluðu mjög góða ensku við mig, sögðust alveg skilja þetta, borguðu og báðust afsökunar. Það fór ekkert illa á með okkur en ég gerði þeim grein fyrir því að ég væri bara einn af ellefu landeigendum þarna og þetta væri mitt verkefni. Þetta er auðvitað ekkert skemmtilegt en svona er þetta,“ segir Benedikt. Í frétt um málið á vef RÚV er haft eftir Jóhanni Fannari Guðjónssyni lögfræðingi að landeigendur hafi nokkuð ríkar heimildir til að loka einkavegum fyrir umferð en heimildir til gjaldtöku fari eftir eðli þess svæðis sem um er að ræða í hvert sinn. Benedikt segir að það gerist varla að fólk keyri niður að flakinu án þess að hafa leyfi til þess frá landeigendum. Þá segir hann ástandið á landinu hafa batnað mikið eftir að brugðið var á það ráð að loka veginum. Það er um þriggja kílómetra gangur niður á Sólheimasand svo það getur tekið fólk dágóðan tíma að labba niður að flakinu. Það virðist þó ekki hafa áhrif á það hversu margir fari niður á sandinn.Mörg hundruð manns á sandinum á hverjum degi „Það eru mörg hundruð manns sem eru að labba á sandinum á hverjum degi og vanalega tugir bíla sem er lagt hérna í vegkantinum á þjóðveginum,“ segir Benedikt en það er á dagskrá hjá landeigendum að fara í það að búa til bílastæði í samstarfi við Vegagerðina. Flugvélaflakið er af gamalli Douglas-flugvél Bandaríkjahers. Vélin hefur legið í fjöruborðinu í tugi ára eða allt frá því að hún varð eldsneytislaus í birgðaflutningum á Suðurlandi. Eins og áður segir nýtur vélin mikilla vinsælda á meðal ferðamanna sem hingað koma en í myndbandi Justin Bieber við lagið I‘ll Show You, sem tekið var upp hér á landi, má meðal annars sjá söngvarann dans á þaki vélarinnar. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Landeigendur hafa brugðið á það ráð að loka leiðinni frá þjóðvegi niður á Sólheimasand vegna slæmrar umgengni. 14. mars 2016 15:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Landeigendur á Sólheimasandi rukka ferðamenn um 100 þúsund krónur vilji þeir aka niður á sandinn en þar er flugvélaflak sem er vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Þetta segir Benedikt Bragason bóndi á Ytri-Sólheimum I og landeigandi í samtali við Vísi en í gær rukkaði hann ferðamenn sem farið höfðu á bíl niður að flakinu um 800 evrur sem samsvarar 100 þúsund krónum. Landeigendur lokuðu veginum að flakinu fyrr á árinu. Fyrst var greint frá málinu á Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar en þar segir Kjartan Magnússon, sem rekur MK bílaleigu, frá viðskiptavini sínum sem fór á bíl niður á sandinn: „Viðskiptavinur minn, sem er með bíl á leigu hjá mér, sendi mér sérstök skilaboð í kvöld. Hann fór að skoða þetta fræga flugvélaflak Ameríska hersins og lagði víst innan girðingar áður en gangan hófst. Þegar hann kom til baka var búið að læsa hliðinu að jörðinni með hengilás. Eftir nokkra leit fannst eigandinn sem sagði honum að hann fengi ekki að fara án þess að hann borgaði 800 evrur! Þetta gerði greyið og fékk að fara. Ég sagði honum að tilkynna þetta til lögreglunnar, sem er núna að rannsaka málið og fannst afar skrítið. Ég skil vissulega að landeigandinn hljóti að vera þreyttur á ágangi ferðamanna, sem ég hef heyrt að sé mikill og grófur. En fjárkúgun? Það er of langt gengið.“Öllum frjálst að labba niður að flakinu Kjartan vildi ekki tjá sig um málið við Vísi þegar eftir því var leitað og sagði málið komið til lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er málið komið inn á borð þar en hefur ekkert verið skoðað. Lögreglan gat því ekki svarað spurningum um það. Benedikt segir að ferðamennirnir sem hann hafi rukkað í gær hafi elt aðra niður á sandinn sem voru með leyfi til að aka niður eftir og höfðu greitt fyrir það. „Ef að fólk vill fara niður eftir á bílum þá höfum við verið að rukka 100 þúsund krónur fyrir það en það er auðvitað öllum frjálst að labba niður eftir,“ segir Benedikt en landeigendurnir eru ellefu talsins og ákváðu þetta á fundi sínum í vor. Aðspurður hvort að það sé vel merkt að ekki megi fara niður eftir á bíl segir Benedikt svo vera. Þá séu stór skilti sem gefi það til kynna að um einkaland sé að ræða. Fólkið læstist inni á landareigninni eins og greint er frá í Facebook-færslunni en þegar ferðamenn keyra niður að sandinum fara þeir á bílunum nánast alveg að flakinu að sögn Benedikts.Báðust afsökunar og borguðu „Ferðamennirnir sem þetta fólk elti reyndi að segja þeim að þau þyrftu leyfi til að fara á sandinn á bíl en þau skildu víst litla ensku þá. Þegar þau læstust inni þá hringdu þau eftir hjálp, ég veit ekki í hvern þau hringdu, en lögreglan hringdi í mig og lét mig vita. Ég fór því og opnaði fyrir þeim en þau töluðu mjög góða ensku við mig, sögðust alveg skilja þetta, borguðu og báðust afsökunar. Það fór ekkert illa á með okkur en ég gerði þeim grein fyrir því að ég væri bara einn af ellefu landeigendum þarna og þetta væri mitt verkefni. Þetta er auðvitað ekkert skemmtilegt en svona er þetta,“ segir Benedikt. Í frétt um málið á vef RÚV er haft eftir Jóhanni Fannari Guðjónssyni lögfræðingi að landeigendur hafi nokkuð ríkar heimildir til að loka einkavegum fyrir umferð en heimildir til gjaldtöku fari eftir eðli þess svæðis sem um er að ræða í hvert sinn. Benedikt segir að það gerist varla að fólk keyri niður að flakinu án þess að hafa leyfi til þess frá landeigendum. Þá segir hann ástandið á landinu hafa batnað mikið eftir að brugðið var á það ráð að loka veginum. Það er um þriggja kílómetra gangur niður á Sólheimasand svo það getur tekið fólk dágóðan tíma að labba niður að flakinu. Það virðist þó ekki hafa áhrif á það hversu margir fari niður á sandinn.Mörg hundruð manns á sandinum á hverjum degi „Það eru mörg hundruð manns sem eru að labba á sandinum á hverjum degi og vanalega tugir bíla sem er lagt hérna í vegkantinum á þjóðveginum,“ segir Benedikt en það er á dagskrá hjá landeigendum að fara í það að búa til bílastæði í samstarfi við Vegagerðina. Flugvélaflakið er af gamalli Douglas-flugvél Bandaríkjahers. Vélin hefur legið í fjöruborðinu í tugi ára eða allt frá því að hún varð eldsneytislaus í birgðaflutningum á Suðurlandi. Eins og áður segir nýtur vélin mikilla vinsælda á meðal ferðamanna sem hingað koma en í myndbandi Justin Bieber við lagið I‘ll Show You, sem tekið var upp hér á landi, má meðal annars sjá söngvarann dans á þaki vélarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Landeigendur hafa brugðið á það ráð að loka leiðinni frá þjóðvegi niður á Sólheimasand vegna slæmrar umgengni. 14. mars 2016 15:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37
Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Landeigendur hafa brugðið á það ráð að loka leiðinni frá þjóðvegi niður á Sólheimasand vegna slæmrar umgengni. 14. mars 2016 15:58