Segja Trump fáfróðan og hættulegan Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. ágúst 2016 07:00 Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, í ræðustól á mánudag. nordicphotos/AFP Í gær birtu fimmtíu lykilmenn innan Repúblikanaflokksins, allir sérfróðir í öryggismálum, opið bréf þar sem þeir segja að Trump yrði öryggi Bandaríkjanna hættulegur, kæmist hann í forsetaembættið. Hann skorti bæði þann persónuleika, það gildismat og þá reynslu sem þarf til að gegna æðsta embætti þjóðarinnar. „Ólíkt fyrri forsetum, sem hafa haft takmarkaða reynslu af utanríkismálum, þá hefur Trump ekki sýnt neinn áhuga á að afla sér þekkingar,“ segir í bréfinu. „Hann heldur áfram að sýna skelfilega fáfræði hvað varðar grundvallarstaðreyndir alþjóðastjórnmála í samtímanum.“ Trump svarar því til að þessi hópur manna tilheyri „misheppnaðri elítu“ sem vilji vinna allt til að halda völdum í Washington. Í gær sagðist Susan Collins, sem er öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Maine, að hún muni alls ekki kjósa Trump í forsetakosningunum í nóvember. Hann muni gera heiminn enn hættulegri en hann þó sé nú þegar, auk þess sem hann grafi undan Repúblikanaflokknum. Í lok síðustu viku sendi Repúblikanaklúbburinn í Harvard, sem er elsti og einn virtasti klúbbur stuðningsmanna flokksins, frá sér yfirlýsingu um að félagar hans treysti sér ekki í fyrsta sinn frá stofnun hans árið 1888 til þess að greiða forsetaefni flokksins atkvæði sitt. Þá birti bandaríska dagblaðið The New York Times í gær frétt um að mormónar, sem búa flestir í Utah og nágrannaríkjum þess, séu flestir afar ósáttir við Trump. Þar með sé vel mögulegt að Clinton sigri í Utah og jafnvel einnig í nágrannaríkjunum Arizona, Idaho og Nevada, þótt repúblikanar hafi lengi átt sigur nánast vísan á þessum slóðum. Á mánudaginn hélt Trump ræðu þar sem hann gerði grein fyrir stefnu sinni í efnahagsmálum. Þar kom einkum fram að hann styður í meginatriðum skattalækkunarstefnu repúblikana, en er ósáttur við ýmsa fríverslunarsamninga við önnur ríki. Mótframbjóðandinn Hillary Clinton var fljót að bregðast við. Hún segir efnahagsstefnu Trumps einkum gagnast honum sjálfum og auðugum vinum hans. Donald Trump Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Í gær birtu fimmtíu lykilmenn innan Repúblikanaflokksins, allir sérfróðir í öryggismálum, opið bréf þar sem þeir segja að Trump yrði öryggi Bandaríkjanna hættulegur, kæmist hann í forsetaembættið. Hann skorti bæði þann persónuleika, það gildismat og þá reynslu sem þarf til að gegna æðsta embætti þjóðarinnar. „Ólíkt fyrri forsetum, sem hafa haft takmarkaða reynslu af utanríkismálum, þá hefur Trump ekki sýnt neinn áhuga á að afla sér þekkingar,“ segir í bréfinu. „Hann heldur áfram að sýna skelfilega fáfræði hvað varðar grundvallarstaðreyndir alþjóðastjórnmála í samtímanum.“ Trump svarar því til að þessi hópur manna tilheyri „misheppnaðri elítu“ sem vilji vinna allt til að halda völdum í Washington. Í gær sagðist Susan Collins, sem er öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Maine, að hún muni alls ekki kjósa Trump í forsetakosningunum í nóvember. Hann muni gera heiminn enn hættulegri en hann þó sé nú þegar, auk þess sem hann grafi undan Repúblikanaflokknum. Í lok síðustu viku sendi Repúblikanaklúbburinn í Harvard, sem er elsti og einn virtasti klúbbur stuðningsmanna flokksins, frá sér yfirlýsingu um að félagar hans treysti sér ekki í fyrsta sinn frá stofnun hans árið 1888 til þess að greiða forsetaefni flokksins atkvæði sitt. Þá birti bandaríska dagblaðið The New York Times í gær frétt um að mormónar, sem búa flestir í Utah og nágrannaríkjum þess, séu flestir afar ósáttir við Trump. Þar með sé vel mögulegt að Clinton sigri í Utah og jafnvel einnig í nágrannaríkjunum Arizona, Idaho og Nevada, þótt repúblikanar hafi lengi átt sigur nánast vísan á þessum slóðum. Á mánudaginn hélt Trump ræðu þar sem hann gerði grein fyrir stefnu sinni í efnahagsmálum. Þar kom einkum fram að hann styður í meginatriðum skattalækkunarstefnu repúblikana, en er ósáttur við ýmsa fríverslunarsamninga við önnur ríki. Mótframbjóðandinn Hillary Clinton var fljót að bregðast við. Hún segir efnahagsstefnu Trumps einkum gagnast honum sjálfum og auðugum vinum hans.
Donald Trump Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira