Segja Trump fáfróðan og hættulegan Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. ágúst 2016 07:00 Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, í ræðustól á mánudag. nordicphotos/AFP Í gær birtu fimmtíu lykilmenn innan Repúblikanaflokksins, allir sérfróðir í öryggismálum, opið bréf þar sem þeir segja að Trump yrði öryggi Bandaríkjanna hættulegur, kæmist hann í forsetaembættið. Hann skorti bæði þann persónuleika, það gildismat og þá reynslu sem þarf til að gegna æðsta embætti þjóðarinnar. „Ólíkt fyrri forsetum, sem hafa haft takmarkaða reynslu af utanríkismálum, þá hefur Trump ekki sýnt neinn áhuga á að afla sér þekkingar,“ segir í bréfinu. „Hann heldur áfram að sýna skelfilega fáfræði hvað varðar grundvallarstaðreyndir alþjóðastjórnmála í samtímanum.“ Trump svarar því til að þessi hópur manna tilheyri „misheppnaðri elítu“ sem vilji vinna allt til að halda völdum í Washington. Í gær sagðist Susan Collins, sem er öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Maine, að hún muni alls ekki kjósa Trump í forsetakosningunum í nóvember. Hann muni gera heiminn enn hættulegri en hann þó sé nú þegar, auk þess sem hann grafi undan Repúblikanaflokknum. Í lok síðustu viku sendi Repúblikanaklúbburinn í Harvard, sem er elsti og einn virtasti klúbbur stuðningsmanna flokksins, frá sér yfirlýsingu um að félagar hans treysti sér ekki í fyrsta sinn frá stofnun hans árið 1888 til þess að greiða forsetaefni flokksins atkvæði sitt. Þá birti bandaríska dagblaðið The New York Times í gær frétt um að mormónar, sem búa flestir í Utah og nágrannaríkjum þess, séu flestir afar ósáttir við Trump. Þar með sé vel mögulegt að Clinton sigri í Utah og jafnvel einnig í nágrannaríkjunum Arizona, Idaho og Nevada, þótt repúblikanar hafi lengi átt sigur nánast vísan á þessum slóðum. Á mánudaginn hélt Trump ræðu þar sem hann gerði grein fyrir stefnu sinni í efnahagsmálum. Þar kom einkum fram að hann styður í meginatriðum skattalækkunarstefnu repúblikana, en er ósáttur við ýmsa fríverslunarsamninga við önnur ríki. Mótframbjóðandinn Hillary Clinton var fljót að bregðast við. Hún segir efnahagsstefnu Trumps einkum gagnast honum sjálfum og auðugum vinum hans. Donald Trump Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Í gær birtu fimmtíu lykilmenn innan Repúblikanaflokksins, allir sérfróðir í öryggismálum, opið bréf þar sem þeir segja að Trump yrði öryggi Bandaríkjanna hættulegur, kæmist hann í forsetaembættið. Hann skorti bæði þann persónuleika, það gildismat og þá reynslu sem þarf til að gegna æðsta embætti þjóðarinnar. „Ólíkt fyrri forsetum, sem hafa haft takmarkaða reynslu af utanríkismálum, þá hefur Trump ekki sýnt neinn áhuga á að afla sér þekkingar,“ segir í bréfinu. „Hann heldur áfram að sýna skelfilega fáfræði hvað varðar grundvallarstaðreyndir alþjóðastjórnmála í samtímanum.“ Trump svarar því til að þessi hópur manna tilheyri „misheppnaðri elítu“ sem vilji vinna allt til að halda völdum í Washington. Í gær sagðist Susan Collins, sem er öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Maine, að hún muni alls ekki kjósa Trump í forsetakosningunum í nóvember. Hann muni gera heiminn enn hættulegri en hann þó sé nú þegar, auk þess sem hann grafi undan Repúblikanaflokknum. Í lok síðustu viku sendi Repúblikanaklúbburinn í Harvard, sem er elsti og einn virtasti klúbbur stuðningsmanna flokksins, frá sér yfirlýsingu um að félagar hans treysti sér ekki í fyrsta sinn frá stofnun hans árið 1888 til þess að greiða forsetaefni flokksins atkvæði sitt. Þá birti bandaríska dagblaðið The New York Times í gær frétt um að mormónar, sem búa flestir í Utah og nágrannaríkjum þess, séu flestir afar ósáttir við Trump. Þar með sé vel mögulegt að Clinton sigri í Utah og jafnvel einnig í nágrannaríkjunum Arizona, Idaho og Nevada, þótt repúblikanar hafi lengi átt sigur nánast vísan á þessum slóðum. Á mánudaginn hélt Trump ræðu þar sem hann gerði grein fyrir stefnu sinni í efnahagsmálum. Þar kom einkum fram að hann styður í meginatriðum skattalækkunarstefnu repúblikana, en er ósáttur við ýmsa fríverslunarsamninga við önnur ríki. Mótframbjóðandinn Hillary Clinton var fljót að bregðast við. Hún segir efnahagsstefnu Trumps einkum gagnast honum sjálfum og auðugum vinum hans.
Donald Trump Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira