Audi fangar orku með dempurunum Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2016 15:05 Búnaðaur Audi er hugvitssamur. Að fanga orku með bremsubúnaði bíla er þekkt tækni og bílar með slíkum búnaði eru af flestum bílaframleiðendum kallaðir Hybrid bílar. Minna þekkt er að reyna að fanga þá orku sem ójafnir vegir skapa með dempurunum, en þó er Audi að prófa slíka dempara í bílum sínum og það með ágætum árangri. Ekki fæst eins mikil orka með þessum hætti og með bremsun, en það er samt þess virði og lækkar til að mynda CO2 mengunargildi Audi bíla um 3 grömm af CO2 á hvern ekinn kílómetra. Að sjálfsögðu lækkar líka eyðsla bílanna með þessari aukaorku og Audi telur að með frekari þróun þessa búnaðar megi lækka eyðslu bíla sinna um 0,7 lítra á hverja 100 ekna kílómetra. Orku sem verður til í dempurunum er veitt til smávaxinnar 0,5 kWh, 48 volta rafhlöðu og er orkan notuð í rafmótora sem knýja bílana, auk brunavélar. Mismikil orka skapast í dempurunum eftir undirlaginu og ætti hún að vera einna mest á holóttum malarvegum í íslenskra þjóðvegakerfinu, svo ef til vill er þetta kjörinn búnaður hérlendis. Þessi nýja tækni er enn á tilraunastiginu og Audi hefur ekki enn gefið upp hvenær vænta megi fjöldaframleiddra bíla með þessum búnaði. Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent
Að fanga orku með bremsubúnaði bíla er þekkt tækni og bílar með slíkum búnaði eru af flestum bílaframleiðendum kallaðir Hybrid bílar. Minna þekkt er að reyna að fanga þá orku sem ójafnir vegir skapa með dempurunum, en þó er Audi að prófa slíka dempara í bílum sínum og það með ágætum árangri. Ekki fæst eins mikil orka með þessum hætti og með bremsun, en það er samt þess virði og lækkar til að mynda CO2 mengunargildi Audi bíla um 3 grömm af CO2 á hvern ekinn kílómetra. Að sjálfsögðu lækkar líka eyðsla bílanna með þessari aukaorku og Audi telur að með frekari þróun þessa búnaðar megi lækka eyðslu bíla sinna um 0,7 lítra á hverja 100 ekna kílómetra. Orku sem verður til í dempurunum er veitt til smávaxinnar 0,5 kWh, 48 volta rafhlöðu og er orkan notuð í rafmótora sem knýja bílana, auk brunavélar. Mismikil orka skapast í dempurunum eftir undirlaginu og ætti hún að vera einna mest á holóttum malarvegum í íslenskra þjóðvegakerfinu, svo ef til vill er þetta kjörinn búnaður hérlendis. Þessi nýja tækni er enn á tilraunastiginu og Audi hefur ekki enn gefið upp hvenær vænta megi fjöldaframleiddra bíla með þessum búnaði.
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent