Skálavörður í Þórsmörk hrökk upp við óboðinn gest Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. ágúst 2016 16:15 Skálaverðir í Þórsmörk að störfum. vísir/vilhelm „Mér brá svolítið þegar hann kom inn því hingað kemur aldrei nokkur maður á þessum tíma,“ segir Eyrún Ósk Stefánsdóttir, skálavörður í Þórsmörk, í samtali við Vísi. Eyrún lenti í nótt í þeirri áhugaverðu lífreynslu að ókunnugur maður vakti hana upp af værum svefni um miðja nótt.Eyrún Ósk StefánsdóttirStaðarhaldarar á svæðinu sofa í lítilli starfsmannaaðstöðu sem, að sögn Eyrúnar, er nær alltaf ólæst þar sem fáir eru þarna á ferli. Á þriðja tímanum í nótt gerðist það að Eyrún vaknaði við það að yfir henni stóð maður sem hún kunni engin deili á. „Þetta var nokkuð óþægilegt,“ segir Eyrún. Hún bætir því við að hún hafi vaknað nokkuð snöggt og skipað hinum óboðna gesti að fara út. Hann hlýddi því. „Hann var víst bara að leita sér að stað til að sofa á. Þó þetta hafi verið óþægilegt í fyrstu þá er þetta eitthvað sem maður hlær að núna og síðar meir.“ Þetta er þriðja sumar Eyrúnar í skálavörslu en fyrri tvö sumrin var hún á miðjum Laugaveginum. Hún merkir því talsverðan mun í fjölda ferðamanna. „Hingað koma nokkrar rútur á degi hverjum og fjöldi gesta sem kemur hingað en gengur ekki Laugaveginn. Þetta hefur gengið vel fyrir sig. Skondnasta atvikið var sennilega þegar hingað komu ferðamenn að leita að flugvélarbrakinu á Sólheimasandi.“ Það styttist í annan endann á skálavarðarferli Eyrúnar, í það minnsta í sumar, því í haust sest hún á skólabekk og hefur nám í hjúkrunarfræði. „Ég er búin að vera hér síðan 9. júní og tekið tæpa viku í frí. Þetta er flott starf fyrir námsmann enda eyðir maður engu hérna. Ég hlakka samt alltaf til á haustin þegar þetta klárast en eiginlega jafn mikið til á vorin þegar maður kemur aftur,“ segir Eyrún að lokum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
„Mér brá svolítið þegar hann kom inn því hingað kemur aldrei nokkur maður á þessum tíma,“ segir Eyrún Ósk Stefánsdóttir, skálavörður í Þórsmörk, í samtali við Vísi. Eyrún lenti í nótt í þeirri áhugaverðu lífreynslu að ókunnugur maður vakti hana upp af værum svefni um miðja nótt.Eyrún Ósk StefánsdóttirStaðarhaldarar á svæðinu sofa í lítilli starfsmannaaðstöðu sem, að sögn Eyrúnar, er nær alltaf ólæst þar sem fáir eru þarna á ferli. Á þriðja tímanum í nótt gerðist það að Eyrún vaknaði við það að yfir henni stóð maður sem hún kunni engin deili á. „Þetta var nokkuð óþægilegt,“ segir Eyrún. Hún bætir því við að hún hafi vaknað nokkuð snöggt og skipað hinum óboðna gesti að fara út. Hann hlýddi því. „Hann var víst bara að leita sér að stað til að sofa á. Þó þetta hafi verið óþægilegt í fyrstu þá er þetta eitthvað sem maður hlær að núna og síðar meir.“ Þetta er þriðja sumar Eyrúnar í skálavörslu en fyrri tvö sumrin var hún á miðjum Laugaveginum. Hún merkir því talsverðan mun í fjölda ferðamanna. „Hingað koma nokkrar rútur á degi hverjum og fjöldi gesta sem kemur hingað en gengur ekki Laugaveginn. Þetta hefur gengið vel fyrir sig. Skondnasta atvikið var sennilega þegar hingað komu ferðamenn að leita að flugvélarbrakinu á Sólheimasandi.“ Það styttist í annan endann á skálavarðarferli Eyrúnar, í það minnsta í sumar, því í haust sest hún á skólabekk og hefur nám í hjúkrunarfræði. „Ég er búin að vera hér síðan 9. júní og tekið tæpa viku í frí. Þetta er flott starf fyrir námsmann enda eyðir maður engu hérna. Ég hlakka samt alltaf til á haustin þegar þetta klárast en eiginlega jafn mikið til á vorin þegar maður kemur aftur,“ segir Eyrún að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent