Gamli skólinn í öllu sínu veldi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2016 09:00 Fyrirliðarnir með bikarinn sem verður barist um í dag. vísir/eyþór Valur og ÍBV mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli klukkan 16:00 í dag. Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar en þeir unnu sannfærandi sigur á KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Eyjamenn eru aftur á móti að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan árið 2000. Á hliðarlínunni mætast tveir reynsluboltar og elstu þjálfararnir í Pepsi-deild karla, Ólafur Jóhannesson og Bjarni Jóhannsson. Þeir eru báðir að fara í sinn fimmta bikarúrslitaleik og árangurinn er sá sami; tveir sigrar og tvö töp. Ólafur, sem er 59 ára, fór fyrst í bikarúrslit með FH árið 1991. Tólf árum síðar fór Ólafur aftur með FH í bikarúrslit en það var ekki fyrr en 2007 sem Ólafur vann loks bikarinn með FH, í þriðju tilraun. Í fyrra bætti hann svo öðrum bikarmeistaratitli á ferilskrána. „Þetta er stærsti leikur ársins og það er frábært að taka þátt í honum,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í tilefni af bikarúrslitahelginni. „Við þurfum að eiga góðan leik og leggjum upp með það. Þetta er svona spennustigsleikur og það er spurning hvernig spennustigið hjá leikmönnum verður. Það hefur oft ráðið úrslitum,“ sagði Ólafur. „Við stefnum að því að undirbúa okkar leikmenn þannig að þeir njóti þess að spila.“ Gengi Vals í Pepsi-deildinni í sumar hefur verið brösótt en liðið er í 6. sæti með 19 stig eftir 14 umferðir. Valsmenn hafa hins vegar verið öflugir í bikarkeppninni en þeir fóru erfiða leið í úrslitaleikinn og unnu m.a. Fjölni og Víking R. á útivelli. Sömu sögu er að segja af Eyjamönnum sem fóru á Samsung-völlinn í Garðabæ í 16-liða úrslitunum og á Kópavogsvöllinn í 8-liða úrslitunum og unnu góða sigra á Stjörnunni og Breiðabliki. Í undanúrslitunum bar ÍBV svo sigurorð af Íslandsmeisturum FH á heimavelli. „Við höfum náð upp bikarstemningu, farið á mjög erfiða útivelli og fengum toppliðið í heimsókn í undanúrslitunum,“ sagði Bjarni. „Við þurfum að halda góðu spennustigi og kjarki og krafti í mönnum.“ Bjarni, sem fagnaði 58 ára afmæli sínu á nýársdag, er kominn með Eyjamenn í bikarúrslit í þriðja sinn en hann gerði ÍBV að bikarmeisturum 1998. Eyjamenn unnu þá Leiftur 2-0 í úrslitaleik með mörkum bræðranna Steingríms og Hjalta Jóhannessona. Síðan þá hefur ÍBV ekki unnið bikarinn. „Vonandi verður sama stuðið í kringum þetta núna og var þá. Það er alltaf magnað að komast í bikarúrslit,“ sagði Bjarni sem vann bikarinn með Fylki 2001 og var svo þjálfari Stjörnunnar þegar liðið tapaði fyrir KR í bikarúrslitum fyrir fjórum árum. Aðalvandamál Eyjamanna í sumar hefur verið að skora mörk en þeir hafa aðeins gert 13 mörk í 14 leikjum í Pepsi-deildinni. Það voru þó batamerki á sóknarleiknum í leiknum á móti Víkingi Ó. á sunnudaginn þótt ÍBV hafi einungis skorað eitt mark. Það gerði Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem er að komast á ferðina eftir erfið meiðsli. „Það er vika á milli leikja þannig að ég á von á því að hann verði klár á laugardaginn. Hann hefur spilað lítið í sumar en við sáum í leiknum í Ólafsvík að hann er góður leikmaður og hjálpar okkur klárlega,“ sagði Bjarni að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Valur og ÍBV mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvelli klukkan 16:00 í dag. Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar en þeir unnu sannfærandi sigur á KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Eyjamenn eru aftur á móti að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan árið 2000. Á hliðarlínunni mætast tveir reynsluboltar og elstu þjálfararnir í Pepsi-deild karla, Ólafur Jóhannesson og Bjarni Jóhannsson. Þeir eru báðir að fara í sinn fimmta bikarúrslitaleik og árangurinn er sá sami; tveir sigrar og tvö töp. Ólafur, sem er 59 ára, fór fyrst í bikarúrslit með FH árið 1991. Tólf árum síðar fór Ólafur aftur með FH í bikarúrslit en það var ekki fyrr en 2007 sem Ólafur vann loks bikarinn með FH, í þriðju tilraun. Í fyrra bætti hann svo öðrum bikarmeistaratitli á ferilskrána. „Þetta er stærsti leikur ársins og það er frábært að taka þátt í honum,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í tilefni af bikarúrslitahelginni. „Við þurfum að eiga góðan leik og leggjum upp með það. Þetta er svona spennustigsleikur og það er spurning hvernig spennustigið hjá leikmönnum verður. Það hefur oft ráðið úrslitum,“ sagði Ólafur. „Við stefnum að því að undirbúa okkar leikmenn þannig að þeir njóti þess að spila.“ Gengi Vals í Pepsi-deildinni í sumar hefur verið brösótt en liðið er í 6. sæti með 19 stig eftir 14 umferðir. Valsmenn hafa hins vegar verið öflugir í bikarkeppninni en þeir fóru erfiða leið í úrslitaleikinn og unnu m.a. Fjölni og Víking R. á útivelli. Sömu sögu er að segja af Eyjamönnum sem fóru á Samsung-völlinn í Garðabæ í 16-liða úrslitunum og á Kópavogsvöllinn í 8-liða úrslitunum og unnu góða sigra á Stjörnunni og Breiðabliki. Í undanúrslitunum bar ÍBV svo sigurorð af Íslandsmeisturum FH á heimavelli. „Við höfum náð upp bikarstemningu, farið á mjög erfiða útivelli og fengum toppliðið í heimsókn í undanúrslitunum,“ sagði Bjarni. „Við þurfum að halda góðu spennustigi og kjarki og krafti í mönnum.“ Bjarni, sem fagnaði 58 ára afmæli sínu á nýársdag, er kominn með Eyjamenn í bikarúrslit í þriðja sinn en hann gerði ÍBV að bikarmeisturum 1998. Eyjamenn unnu þá Leiftur 2-0 í úrslitaleik með mörkum bræðranna Steingríms og Hjalta Jóhannessona. Síðan þá hefur ÍBV ekki unnið bikarinn. „Vonandi verður sama stuðið í kringum þetta núna og var þá. Það er alltaf magnað að komast í bikarúrslit,“ sagði Bjarni sem vann bikarinn með Fylki 2001 og var svo þjálfari Stjörnunnar þegar liðið tapaði fyrir KR í bikarúrslitum fyrir fjórum árum. Aðalvandamál Eyjamanna í sumar hefur verið að skora mörk en þeir hafa aðeins gert 13 mörk í 14 leikjum í Pepsi-deildinni. Það voru þó batamerki á sóknarleiknum í leiknum á móti Víkingi Ó. á sunnudaginn þótt ÍBV hafi einungis skorað eitt mark. Það gerði Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem er að komast á ferðina eftir erfið meiðsli. „Það er vika á milli leikja þannig að ég á von á því að hann verði klár á laugardaginn. Hann hefur spilað lítið í sumar en við sáum í leiknum í Ólafsvík að hann er góður leikmaður og hjálpar okkur klárlega,“ sagði Bjarni að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira