Lýsa yfir neyðarástandi á Puerto Rico vegna útbreiðslu zika-veirunnar Atli Ísleifsson skrifar 12. ágúst 2016 23:24 Veiran getur valdið fósturskaða þannig að börn fæðast vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð. Vísir/AFP Bandarísk heilbrigðismálayfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á Puerto Rico vegna mikillar útbreiðslu zika-veirunnar. Útbreiðslan er sögð ógna lýðheilsu íbúa eyjunnar. Alejandro García Padilla, ríkisstjóri sambandssvæðisins, hafði áður óskað eftir auknum heimildum til að bregðast við útbreiðslunni og var í kjölfarið ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi. Zikaveiran er sögð ógna heilsu mörg hundruð barnshafandi kvenna, ófæddra barna og kvenna á barnseignaraldri á eyjunni. Með ákvörðuninni geta yfirvöld meðal annars sóst eftir auknu fjármagni til að ráða og þjálfa atvinnulausa til að aðstoða í baráttu gegn útbreiðslunni og efla nauðsynlegt fræðslustarf. Í frétt Reuters kemur fram að alls hafi 10.690 tilfelli zikaveiru nú verið skráð á Puerto Rico, þar á meðal 1.035 í barnshafandi konum. Líklegt er talið að raunverulegur fjöldi sýktra sé í raun mun meiri þar sem flestir þeir sem sýkjast fái engin sérstök einkenni og sækist ekki eftir að fara í rannsókn. Zika-veiran berst með moskítóflugum af tegundinni Aedes. Helstu einkennin eru vægur hiti, útbrot, tárubólga, vöðva- eða liðverkir og almennur slappleiki, en þau gera oftast vart við sig tveimur til sjö dögum eftir bit og standa yfir í jafn langan tíma. Einungis einn af hverjum fjórum finnur fyrir einkennum. Þá eru jafnframt vísbendingar um að veiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð. Zíka Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Bandarísk heilbrigðismálayfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á Puerto Rico vegna mikillar útbreiðslu zika-veirunnar. Útbreiðslan er sögð ógna lýðheilsu íbúa eyjunnar. Alejandro García Padilla, ríkisstjóri sambandssvæðisins, hafði áður óskað eftir auknum heimildum til að bregðast við útbreiðslunni og var í kjölfarið ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi. Zikaveiran er sögð ógna heilsu mörg hundruð barnshafandi kvenna, ófæddra barna og kvenna á barnseignaraldri á eyjunni. Með ákvörðuninni geta yfirvöld meðal annars sóst eftir auknu fjármagni til að ráða og þjálfa atvinnulausa til að aðstoða í baráttu gegn útbreiðslunni og efla nauðsynlegt fræðslustarf. Í frétt Reuters kemur fram að alls hafi 10.690 tilfelli zikaveiru nú verið skráð á Puerto Rico, þar á meðal 1.035 í barnshafandi konum. Líklegt er talið að raunverulegur fjöldi sýktra sé í raun mun meiri þar sem flestir þeir sem sýkjast fái engin sérstök einkenni og sækist ekki eftir að fara í rannsókn. Zika-veiran berst með moskítóflugum af tegundinni Aedes. Helstu einkennin eru vægur hiti, útbrot, tárubólga, vöðva- eða liðverkir og almennur slappleiki, en þau gera oftast vart við sig tveimur til sjö dögum eftir bit og standa yfir í jafn langan tíma. Einungis einn af hverjum fjórum finnur fyrir einkennum. Þá eru jafnframt vísbendingar um að veiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð.
Zíka Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira