Íslenski boltinn

Ólafur: Frábært að fá fyrsta markið snemma

Ingvi Þór Sæmundsson á Laugardalsvelli skrifar
Ólafur er nú búinn að vinna þrjá bikarúrslitaleiki í röð sem þjálfari.
Ólafur er nú búinn að vinna þrjá bikarúrslitaleiki í röð sem þjálfari. vísir/anton
Ólafur Jóhannesson vann sinn þriðja bikarúrslitaleik í röð sem þjálfari þegar Valur bar sigurorð af ÍBV, 2-0, á Laugaradalsvellinum í dag.

„Þetta var frábærlega gert hjá okkur. Við komum vel inn í leikinn eins og við töluðum um að gera,“ sagði Ólafur í samtali við Tómas Þór Þórðarson eftir leik.

Valsmenn skoruðu tvö mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins og eftir það var eftirleikurinn auðveldur.

„Það var frábært að fá fyrsta markið snemma og ég tala nú ekki um annað markið. Þá snerist þetta um að opna sig ekki mikið og það gekk frábærlega,“ sagði Ólafur. En bjóst hann við meiru frá ÍBV í seinni hálfleiknum?

„Ég veit það ekki, ég er ekkert að pæla í því. Við vissum að þeir myndu koma hærra á okkur og senda langa bolta.

„En við töluðum um það í hálfleik og hvernig við ættum að verjast því,“ sagði Ólafur alsæll enda búinn að gera Val að bikarmeisturum tvö ár í röð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×