Nýjar bjöllutegundir fundust í árvissum leiðangri vísindamanna Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2016 08:00 Tvær tegundir jötunuxa eru meðal nýrra smádýra í Surtsey. Mynd/Erling Ólafsson Ný smádýr fundust í árvissum leiðangri vísindamanna út í Surtsey, að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar. Þá kom í ljós að háplöntum hafði fækkað í eyjunni. Leiðangurinn stóð 18. til 22. júlí síðastliðinn. Í leiðangrinum var reglubundnum verkum í eyjunni sinnt en eitt markmiða hans var að fjarlægja ýmsa aðskotahluti sem rekið hafði á fjörur eyjunnar og restar byggingarefnis frá því að hús Surtseyjarfélagsins, Pálsbær, var lagfært síðastliðið haust. Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum og myndaðist í neðansjávareldgosi sem fyrst varð vart 14. nóvember 1963. Gosið stóð til 5. júní 1967. Surtsey er á heimsminjaskrá UNESCO og er friðlýst frá árinu 1965. Sagt er frá leiðangrinum á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ekki viðraði vel til athugana á smádýrum sem bitnaði á árangri söfnunar. Þó uppgötvuðust fjórar nýjar bjöllutegundir sem ekki hafa fundist á eyjunni áður. Bjöllurnar voru fjallasmiður, steinvarta og tvær tegundir jötunuxa sem þó þarf að staðfesta betur. Báðar tegundirnar eru þó fágætar og önnur ný fyrir Ísland ef rétt reynist. Varp máfa var með albesta móti. Varppörum hafði fjölgað og afkoma unga var betri. Sílamáfurinn hefur flúið svartbakinn sem styrkst hefur mjög en allt að þrjátíu pör hafa orpið á tanga eyjunnar en að jafnaði hafa þau verið þrjú talsins. Einnig er sagt frá því að háplöntutegundum hafi fækkað um fjórar frá síðasta ári. Alls fannst 61 tegund háplantna en frá upphafi hafa alls fundist 73 tegundir á eyjunni. Tegundir sem ekki sáust í ár voru gleym-mér-ei, beringspuntur, maríustakkur, lækjagrýta og heiðardúnurt. Veðurofsi virðist hafa verið töluverður síðasta vetur og voru ummerki hans augljós á nokkrum stöðum.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Surtsey Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Ný smádýr fundust í árvissum leiðangri vísindamanna út í Surtsey, að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar. Þá kom í ljós að háplöntum hafði fækkað í eyjunni. Leiðangurinn stóð 18. til 22. júlí síðastliðinn. Í leiðangrinum var reglubundnum verkum í eyjunni sinnt en eitt markmiða hans var að fjarlægja ýmsa aðskotahluti sem rekið hafði á fjörur eyjunnar og restar byggingarefnis frá því að hús Surtseyjarfélagsins, Pálsbær, var lagfært síðastliðið haust. Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum og myndaðist í neðansjávareldgosi sem fyrst varð vart 14. nóvember 1963. Gosið stóð til 5. júní 1967. Surtsey er á heimsminjaskrá UNESCO og er friðlýst frá árinu 1965. Sagt er frá leiðangrinum á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ekki viðraði vel til athugana á smádýrum sem bitnaði á árangri söfnunar. Þó uppgötvuðust fjórar nýjar bjöllutegundir sem ekki hafa fundist á eyjunni áður. Bjöllurnar voru fjallasmiður, steinvarta og tvær tegundir jötunuxa sem þó þarf að staðfesta betur. Báðar tegundirnar eru þó fágætar og önnur ný fyrir Ísland ef rétt reynist. Varp máfa var með albesta móti. Varppörum hafði fjölgað og afkoma unga var betri. Sílamáfurinn hefur flúið svartbakinn sem styrkst hefur mjög en allt að þrjátíu pör hafa orpið á tanga eyjunnar en að jafnaði hafa þau verið þrjú talsins. Einnig er sagt frá því að háplöntutegundum hafi fækkað um fjórar frá síðasta ári. Alls fannst 61 tegund háplantna en frá upphafi hafa alls fundist 73 tegundir á eyjunni. Tegundir sem ekki sáust í ár voru gleym-mér-ei, beringspuntur, maríustakkur, lækjagrýta og heiðardúnurt. Veðurofsi virðist hafa verið töluverður síðasta vetur og voru ummerki hans augljós á nokkrum stöðum.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Surtsey Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira