Söluminnkun hjá Volkswagen í júlí Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2016 09:25 Höfuðstöðvar Volkswagen í Wolfsburg. Sala Volkswagen bílafjölskyldan féll um 1% í júlí þrátt fyrir 16% söluaukningu í Kína. Sala Volkswagen í Evrópu féll um 4,7% og um 5,1% í Bandaríkjunum, en mest var söluminnkunin í Brasilíu, eða um 30%. Volkswagen bílafjölskyldan seldi alls 787.300 bíla í júlí. Sala Volswagen bíla eingöngu féll um 1,8% í heiminum í júlí og var júlí sjötti mánuðurinn í röð sem salan minnkar hjá Volkswagen merkinu og er líklega um að kenna dísilvélahneyksli fyrirtækisins. Þó svo sala Volkswagen merkisins hafi minnkað í júlí er ekki það sama að segja um undirmerkin Skoda, Audi og Seat. Audi seldi 2,3% meira, Skoda 1% meira og Seat 0,2% meira. Sala Porsche minnkaði hinsvegar um 6,3% og er sjaldgæft að sjá minnkun í sölu Porsche bíla á milli ára. Sala Volkswagen bílasamstæðunnar er þó ennþá yfir sölunni í fyrra á sama tíma, eða sem nemur 1,3% og heildarsalan 5,9 milljón bílar. Ef salan hvern mánuð ársins sem eftir er verður ámóta og á fyrstu 7 mánuðum ársins verður heildarsala Volkswagen bílasamstæðunnar í ár 10,1 milljónir bíla. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent
Sala Volkswagen bílafjölskyldan féll um 1% í júlí þrátt fyrir 16% söluaukningu í Kína. Sala Volkswagen í Evrópu féll um 4,7% og um 5,1% í Bandaríkjunum, en mest var söluminnkunin í Brasilíu, eða um 30%. Volkswagen bílafjölskyldan seldi alls 787.300 bíla í júlí. Sala Volswagen bíla eingöngu féll um 1,8% í heiminum í júlí og var júlí sjötti mánuðurinn í röð sem salan minnkar hjá Volkswagen merkinu og er líklega um að kenna dísilvélahneyksli fyrirtækisins. Þó svo sala Volkswagen merkisins hafi minnkað í júlí er ekki það sama að segja um undirmerkin Skoda, Audi og Seat. Audi seldi 2,3% meira, Skoda 1% meira og Seat 0,2% meira. Sala Porsche minnkaði hinsvegar um 6,3% og er sjaldgæft að sjá minnkun í sölu Porsche bíla á milli ára. Sala Volkswagen bílasamstæðunnar er þó ennþá yfir sölunni í fyrra á sama tíma, eða sem nemur 1,3% og heildarsalan 5,9 milljón bílar. Ef salan hvern mánuð ársins sem eftir er verður ámóta og á fyrstu 7 mánuðum ársins verður heildarsala Volkswagen bílasamstæðunnar í ár 10,1 milljónir bíla.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent