Benz og BMW draga á Audi í Kína Finnur Thorlacius skrifar 16. ágúst 2016 11:20 Samkeppni lúxusbílaframleiðendanna þýsku er hörð í Kína Audi hefur lengi verið það þýska lúxusbílamerki sem selt hefur flesta bíla í Kína. Audi bar gæfu til þess að hefja fyrst þeirra öfluga markaðssókn í þessu stærsta bílalandi heims nú og reisti fyrst þeirra þriggja bílaverksmiðju þar. Mercedes Benz og BMW hafa hinsvegar verið að sækja sig mjög í sölu í Kína og vöxtur þeirra beggja er umtalsvert meiri þar en hjá Audi undanfarið. Í síðasta mánuði var vöxtur Mercedes Benz 26% á kínverska bílamarkaðinum, 19% hjá BMW en 9,9% hjá Audi. Audi selur ennþá fleiri bíla en hinir tveir, eða 46.454 í síðasta mánuði á meðan Benz seldi 37.277 og BMW 40.200 bíla. Á fyrstu 7 mánuðum ársins hefur Audi selt 335.580 bíla í Kína en BMW 287.753 og Mercedes Benz 257.276 bíla. Vöxtur Audi á árinu nemur 6,5%, BMW 8,5% en heil 32% hjá Mercedes Benz, sem sækir hraðast á í sölu í Kína. Öll fyrirtækin hafa uppi mikil áform um aukna sölu með kynningu á nýjum bílgerðum. BMW kynnti fyrst X1 jeppling sinn í maí á þessu ári, Audi bætir við A4 í lengri gerð en grunngerðin og Benz ætlar að kynna lengri gerð E-Class bíls síns í haust. Ekkert þessara fyrirtækja er með allar sínar bílgerðir á markaði í Kína, en þeim mun fjölga mjög á næstunni. Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent
Audi hefur lengi verið það þýska lúxusbílamerki sem selt hefur flesta bíla í Kína. Audi bar gæfu til þess að hefja fyrst þeirra öfluga markaðssókn í þessu stærsta bílalandi heims nú og reisti fyrst þeirra þriggja bílaverksmiðju þar. Mercedes Benz og BMW hafa hinsvegar verið að sækja sig mjög í sölu í Kína og vöxtur þeirra beggja er umtalsvert meiri þar en hjá Audi undanfarið. Í síðasta mánuði var vöxtur Mercedes Benz 26% á kínverska bílamarkaðinum, 19% hjá BMW en 9,9% hjá Audi. Audi selur ennþá fleiri bíla en hinir tveir, eða 46.454 í síðasta mánuði á meðan Benz seldi 37.277 og BMW 40.200 bíla. Á fyrstu 7 mánuðum ársins hefur Audi selt 335.580 bíla í Kína en BMW 287.753 og Mercedes Benz 257.276 bíla. Vöxtur Audi á árinu nemur 6,5%, BMW 8,5% en heil 32% hjá Mercedes Benz, sem sækir hraðast á í sölu í Kína. Öll fyrirtækin hafa uppi mikil áform um aukna sölu með kynningu á nýjum bílgerðum. BMW kynnti fyrst X1 jeppling sinn í maí á þessu ári, Audi bætir við A4 í lengri gerð en grunngerðin og Benz ætlar að kynna lengri gerð E-Class bíls síns í haust. Ekkert þessara fyrirtækja er með allar sínar bílgerðir á markaði í Kína, en þeim mun fjölga mjög á næstunni.
Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent