Ferðabloggarar lýsa reynslu sinni af Íslandi: "Reykjavík er fölsk og of túristaleg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2016 13:35 Hjónakornin Cris og Caroline voru hrifinn af ferð sinni til Íslands en fannst Reykjavík ekki heillandi vegna gríðarlegs fjölda ferðamanna. PTS Breskir ferðabloggarar sem komu nýverið hingað til lands í brúðkaupsferð sinni virðast ekki hafa heillast af Reykjavík ef marka má færslu þeirra um heimsókn þeirra til landsins. Þau segjast bæði hafa dreymt að koma til Reykjavíkur um árabil og loksins látið verða af því en fengið áfall þegar hingað var komið vegna „gríðarlegs fjölda ferðamanna“ í borginni. Hjónakornin Caroline og Chris stofnuðu nýlega ferðabloggið Pack The Suitcases þar sem þau skrásetja upplifun sína af ferðalögum sínum. Var Reykjavík þriðji áfangastaðurinn á brúðkaupsferðalagi þeirra. Voru þau hér á landi í fjóra daga og þar af tvo í Reykjavík. „Við eyddum þessum tveimur dögum í Reykjavík umkringd ferðamönnum. Gríðarlegur fjöldi breskra, nýsjálenskra, ástralskra og bandarískra ferðamanna var töluvert áfall,“ segir í færslunni. „Reykjavík er frekar lítil borg og því var ómögulegt að forðast fjöldann.“Sjá einnig: „Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“Segja þau að svo virðist sem að ferðaþjónustan hafi algjörlega tekið yfir miðbæ Reykjavíkur og að hver einasti veitingastaður hafi verið mjög nýtískulegur en á sama tíma nokkuð gervilegur. „Við vorum alls ekki undirbúin undir það hversu túristaleg og „ameríkuvædd“ hver einasta arða af miðbænum myndi vera,“ segja þau og bæta við að þau hafi verið mjög feginn að komast út úr borginni þegar þau fóru hinn fræga gullna hring og sáu Gullfoss, Geysi og Þingvelli sem þau tala mjög fallega um. Caroline og Chris segja að heilt yfir hafi þeim líkað vel við Ísland og segja það vel þess virði að heimsækja Ísland. Hér sé hægt að sjá einstakt landslag sem þau muni aldrei gleyma. Þau telja þó ólíklegt að þau muni snúa aftur til Íslands vegna gríðarlegs fjölda ferðamanna hér á landi.Sjá einnig: Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“„Reykjavík er fölsk og of túristaleg. Okkur fannst við ekki geta tengst íslensku fólki eða menningu vegna þess að hér var allt stílað inn á ferðamenn,“ segja þau og bæta við að þau hafi orðið vör við að umræðu í fjölmiðlum og á meðal innfæddra hér á landi um áhrif ferðamanna á Reykjavík. Algjör sprenging hefur orðið á komu ferðamanna til landsins á síðustu árum en á síðasta ári komu tæplega 1,3 milljón ferðamanna hingað til lands. Er ljóst að Chris og Caroline hafa orðið vör við þessa aukningu og ljúka þau færslu sinni um dvöl sína í Reykjavík á orðunum „Þetta er ef til vill orðinn of vinsæll ferðamannastaður.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“ Bandarísku ferðabloggararnir Jaqueline og Shannon eru lítið hrifnar af Bláa lóninu ef marka má bloggfærslu þeirra frá því á föstudag. 6. mars 2016 13:26 Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“ - myndband Fögnuðu með Íslendingum á EM-torginu og elskuðu íslenskan bjór. 19. júlí 2016 08:08 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Breskir ferðabloggarar sem komu nýverið hingað til lands í brúðkaupsferð sinni virðast ekki hafa heillast af Reykjavík ef marka má færslu þeirra um heimsókn þeirra til landsins. Þau segjast bæði hafa dreymt að koma til Reykjavíkur um árabil og loksins látið verða af því en fengið áfall þegar hingað var komið vegna „gríðarlegs fjölda ferðamanna“ í borginni. Hjónakornin Caroline og Chris stofnuðu nýlega ferðabloggið Pack The Suitcases þar sem þau skrásetja upplifun sína af ferðalögum sínum. Var Reykjavík þriðji áfangastaðurinn á brúðkaupsferðalagi þeirra. Voru þau hér á landi í fjóra daga og þar af tvo í Reykjavík. „Við eyddum þessum tveimur dögum í Reykjavík umkringd ferðamönnum. Gríðarlegur fjöldi breskra, nýsjálenskra, ástralskra og bandarískra ferðamanna var töluvert áfall,“ segir í færslunni. „Reykjavík er frekar lítil borg og því var ómögulegt að forðast fjöldann.“Sjá einnig: „Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“Segja þau að svo virðist sem að ferðaþjónustan hafi algjörlega tekið yfir miðbæ Reykjavíkur og að hver einasti veitingastaður hafi verið mjög nýtískulegur en á sama tíma nokkuð gervilegur. „Við vorum alls ekki undirbúin undir það hversu túristaleg og „ameríkuvædd“ hver einasta arða af miðbænum myndi vera,“ segja þau og bæta við að þau hafi verið mjög feginn að komast út úr borginni þegar þau fóru hinn fræga gullna hring og sáu Gullfoss, Geysi og Þingvelli sem þau tala mjög fallega um. Caroline og Chris segja að heilt yfir hafi þeim líkað vel við Ísland og segja það vel þess virði að heimsækja Ísland. Hér sé hægt að sjá einstakt landslag sem þau muni aldrei gleyma. Þau telja þó ólíklegt að þau muni snúa aftur til Íslands vegna gríðarlegs fjölda ferðamanna hér á landi.Sjá einnig: Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“„Reykjavík er fölsk og of túristaleg. Okkur fannst við ekki geta tengst íslensku fólki eða menningu vegna þess að hér var allt stílað inn á ferðamenn,“ segja þau og bæta við að þau hafi orðið vör við að umræðu í fjölmiðlum og á meðal innfæddra hér á landi um áhrif ferðamanna á Reykjavík. Algjör sprenging hefur orðið á komu ferðamanna til landsins á síðustu árum en á síðasta ári komu tæplega 1,3 milljón ferðamanna hingað til lands. Er ljóst að Chris og Caroline hafa orðið vör við þessa aukningu og ljúka þau færslu sinni um dvöl sína í Reykjavík á orðunum „Þetta er ef til vill orðinn of vinsæll ferðamannastaður.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“ Bandarísku ferðabloggararnir Jaqueline og Shannon eru lítið hrifnar af Bláa lóninu ef marka má bloggfærslu þeirra frá því á föstudag. 6. mars 2016 13:26 Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“ - myndband Fögnuðu með Íslendingum á EM-torginu og elskuðu íslenskan bjór. 19. júlí 2016 08:08 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
„Veistu hvað Bláa lónið er? Manngerð sundlaug“ Bandarísku ferðabloggararnir Jaqueline og Shannon eru lítið hrifnar af Bláa lóninu ef marka má bloggfærslu þeirra frá því á föstudag. 6. mars 2016 13:26
Ferðabloggarar kolféllu fyrir Íslandi: „Ég trúi ekki eigin augum“ - myndband Fögnuðu með Íslendingum á EM-torginu og elskuðu íslenskan bjór. 19. júlí 2016 08:08