Ferðasumarið í Rifi: „Ferðamenn eru margir gjörsamlega úti á þekju þegar kemur að vegalengdum“ Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2016 09:00 Kári Viðarsson hefur starfrækt leikhús í Frystiklefanum í Rifi frá árinu 2010. Gistiheimilið opnaði hann svo fyrir tveimur árum. „Sumarið er búið að vera alveg frábært - mikið af fólki og mikil gleði,“ segir Kári Viðarsson, eigandi og framkvæmdastjóri Frystiklefans í Rifi á Snæfellsnesi, aðspurður um hvernig sumarið hafi verið. Kári segist hafa tekið eftir mikilli aukningu á gestum milli ára. „Maður finnur það bara á álaginu. Við bættum við gistipláttum fyrr í ár og eru þau nú helmingi fleiri en í fyrra. Þrátt fyrir það svakalega mikið bókað og eftirspurnin mikil.“ Hann segir haustið einnig líta mjög vel út þó að það sé aldrei sama umferðin og á sumrin. „Það er samt líka mjög gott fyrir mitt fyrirtæki að fá smá lægð í bókunum því við förum svo að vinna meira að gerð leiksýninga. Þá er mjög gott að fá aðeins færri gesti.“Mikið að gera í leikhúsinu Í Frystiklefanum er starfrækt leikhús og hefur verið allt frá árinu 2010. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í leikhúsinu og við erum búin að vera með viðburði á hverju kvöldi síðan í byrjun júní. Þar með talið eru fimm leiksýningar sem að húsið á. Leikárið klárast sem slíkt nú í ágúst. Eftir það verður farið í að búa til nýjar sýningar, þó að leikhúsið sé starfrækt allan ársins hring.“Eitt gistirýma í Frystiklefanum.Mynd/frystiklefinnAðallega erlendir ferðamenn Kári segir það aðallega vera erlenda ferðamenn sem nýti sér gistinguna í Frystiklefanum, en miðar á leiksýningarnar eru þar innifaldir í verðinu. „95 prósent minna gesta eru erlendir. Þeir koma alls staðar að en Þjóðverjar, Frakkar, Kanadamenn og Bandaríkjamenn eru fjölmennastir.“ Hann segir gestina sem sæki í Frystiklefann velja staðinn til að sjá sýningarnar sem eru þar settar upp. „Svo vilja þeir líka skoða svæðið, þjóðgarðinn, fara upp á jökul, Djúpalónssand og alla þessa frábæru staði sem nesið hefur upp á að bjóða.“Úr Frystiklefanum.Mynd/frystiklefinnFerðamenn í ruglinu Kári segir að reglulega komi upp skondin atvik þegar ferðamennirnir eru annars vegar. „Það er alltaf svolítið fyndið að hlusta á ferðamenn sem eru gjörsamlega úti á þekju þegar kemur að vegalengdum. Þeir halda kannski að þeir geti keyrt frá Rifi og á Ísafjörð á einum og hálfum tíma og eru svo alla nóttina í ruglinu.Sjá einnig: Birna á Breiðavík kom til bjargar: Tók ekki í mál að niðurbrotin hollensk ferðakona sæi enga lunda Svo lenda þeir í því að hlusta of mikið á GPS-tæki, keyrandi upp á jökla og þannig háttar. Það er auðvitað ekki gott mál en mér finnst það svolítið fyndið - svo lengi sem engin hætta sé á ferðum.“Barinn í Frystiklefanum.Mynd/frystiklefinnGistiheimilið opnaði fyrir tveimur árum Kári, sem sjálfur er frá Hellissandi, hefur starfrækt leikhúsið í Frystiklefanum í Rifi frá árinu 2010. Sýningar hússins eru nú orðnar átta talsins og eru margar þeirra búnar að ganga í mörg ár. „Þær eru flestar í einhvers konar róteringu þar sem þær liggja kannski í dvala í einhvern tíma og svo teknar upp að nýju. Það er auðvitað frábært fyrir mig þar sem ég fæ að leika mjög mikið og leika í mínum eigin verkum. Mér finnst það mjög skemmtilegt,“ en Kári er leikari að mennt.Sjá einnig: Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Gistiheimilið opnaði svo fyrir tveimur árum þegar Kári keypti húsnæðið. „Fyrstu árin var þetta í raun bara leikhús á sumrin og ég bjó mestmegnis fyrir sunnan og var líka í öðrum verkefnum. Nú er þetta fullt starf sem er auðvitað alveg geggjað.“ Kári segir að hann geti alls tekið á móti 34 gestum - tuttugu í gistiaðstöðinni í Frystiklefanum og svo er hann með tvö hús á Hellissandi þar sem aðstaða er fyrir tólf til viðbótar.Snæfellsjökull.Vísir/Pjetur„Residensía“ fyrir erlenda listamenn Fjöldi erlendra listamanna hafa sóst eftir að dvelja um tíma í Frystiklefanum þar sem þeir geta unnið í list sinni. „Þetta er líka það sem kallað er „residensía“. Það er stöðugur straumur af erlendum listamönnum sem eru að koma í eins konar vinnubúðir. Það eru því mun fleiri verk sem hafa orðið til hér en bara verkin mín og er því mun meira að koma út úr húsinu en Íslendingar kannski átta sig á. Það eru erlendir listamenn sem koma kannski í mánuð og vinna mikið í sínum verkum og frumsýna þau hér í Rifi og fara svo aftur heim til sinna heimalanda og sýna verkin þar,“ segir Kári. Fjórir leikarar hafa unnið í Frystiklefanum í sumar og hafa þar bæði unnið í list sinni og unnið við gistiheimilið. „Svo erum við öll að leika líka, á kvöldin.“Ú sýningunni Mar.Mynd/frystiklefinn.Sýningarnar fara ekki suður Kári segir að hann hafi oft fengið boð og fyrirspurnir um að koma með sýningar Frystiklefans suður til Reykjavíkur. Hann segist þó ekki hafa áhuga á því. „Það er eins og það sé gert ráð fyrir því að ef sýningar eru góðar, þá eigi þær að fara til Reykjavíkur. Ég er oft spurður hvenær ég komi með sýningar í bæinn, en ég er búinn að ákveða það að sýningarnar mínar ferðast ekki innanlands þar sem mér er rosalega umhugað um að landsmenn komi í þetta leikhús. Það er margt sérstakt við þetta leikhús og rýmin eru skemmtileg.Kári Viðarsson.Markaðurinn minn hérna heima er kannski ekki stærsti markaður í heimi en svo hefur það verið þannig með sýningarnar að fólk hefur verið að koma alls staðar af landinu til að sjá þær hér í Rifi. Því finnst það alveg skemmtilegt, finnst það „extra spicy“ að taka smá ferðalag og fara í leikhús. Auðvitað átta ég mig á því að ekki séu allir tilbúnir að ferðast í Rif til að sjá leiksýningu. Það er hins vegar bara þannig. Þá missir það fólk af sýningunum mínum. So be it,“ segir Kári sem segist heldur ekki hrifinn af því að færa sýningar úr einu rými í annað, „þegar þær hafa verið hannaðar með þetta ákveðna rými í huga, eins og ég geri sýningarnar mínar.“Sýning Völu Kristínar Eiríksdóttur, Genesis, er nú til sýninga í Frystiklefanum í Rifi.Vísir/Anton BrinkTvær vikur eftir af leikárinu Kári segist ekki vilja að fólk venjist því að sýningarnar verði að koma til Reykjavíkur. Það drepur þennan hvata hjá fólkinu sem er að fara hingað, ef það fer að taka eftir að sýningarnar koma alltaf til Reykjavíkur. Þá hugsar það bara: „Ég bíð þá bara.““ Hann vill hvetja fólk til að nýta tækifærið og missa ekki af sýningum leikhússins, þar sem einungis tvær vikur séu eftir af leikárinu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Sjá meira
„Sumarið er búið að vera alveg frábært - mikið af fólki og mikil gleði,“ segir Kári Viðarsson, eigandi og framkvæmdastjóri Frystiklefans í Rifi á Snæfellsnesi, aðspurður um hvernig sumarið hafi verið. Kári segist hafa tekið eftir mikilli aukningu á gestum milli ára. „Maður finnur það bara á álaginu. Við bættum við gistipláttum fyrr í ár og eru þau nú helmingi fleiri en í fyrra. Þrátt fyrir það svakalega mikið bókað og eftirspurnin mikil.“ Hann segir haustið einnig líta mjög vel út þó að það sé aldrei sama umferðin og á sumrin. „Það er samt líka mjög gott fyrir mitt fyrirtæki að fá smá lægð í bókunum því við förum svo að vinna meira að gerð leiksýninga. Þá er mjög gott að fá aðeins færri gesti.“Mikið að gera í leikhúsinu Í Frystiklefanum er starfrækt leikhús og hefur verið allt frá árinu 2010. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í leikhúsinu og við erum búin að vera með viðburði á hverju kvöldi síðan í byrjun júní. Þar með talið eru fimm leiksýningar sem að húsið á. Leikárið klárast sem slíkt nú í ágúst. Eftir það verður farið í að búa til nýjar sýningar, þó að leikhúsið sé starfrækt allan ársins hring.“Eitt gistirýma í Frystiklefanum.Mynd/frystiklefinnAðallega erlendir ferðamenn Kári segir það aðallega vera erlenda ferðamenn sem nýti sér gistinguna í Frystiklefanum, en miðar á leiksýningarnar eru þar innifaldir í verðinu. „95 prósent minna gesta eru erlendir. Þeir koma alls staðar að en Þjóðverjar, Frakkar, Kanadamenn og Bandaríkjamenn eru fjölmennastir.“ Hann segir gestina sem sæki í Frystiklefann velja staðinn til að sjá sýningarnar sem eru þar settar upp. „Svo vilja þeir líka skoða svæðið, þjóðgarðinn, fara upp á jökul, Djúpalónssand og alla þessa frábæru staði sem nesið hefur upp á að bjóða.“Úr Frystiklefanum.Mynd/frystiklefinnFerðamenn í ruglinu Kári segir að reglulega komi upp skondin atvik þegar ferðamennirnir eru annars vegar. „Það er alltaf svolítið fyndið að hlusta á ferðamenn sem eru gjörsamlega úti á þekju þegar kemur að vegalengdum. Þeir halda kannski að þeir geti keyrt frá Rifi og á Ísafjörð á einum og hálfum tíma og eru svo alla nóttina í ruglinu.Sjá einnig: Birna á Breiðavík kom til bjargar: Tók ekki í mál að niðurbrotin hollensk ferðakona sæi enga lunda Svo lenda þeir í því að hlusta of mikið á GPS-tæki, keyrandi upp á jökla og þannig háttar. Það er auðvitað ekki gott mál en mér finnst það svolítið fyndið - svo lengi sem engin hætta sé á ferðum.“Barinn í Frystiklefanum.Mynd/frystiklefinnGistiheimilið opnaði fyrir tveimur árum Kári, sem sjálfur er frá Hellissandi, hefur starfrækt leikhúsið í Frystiklefanum í Rifi frá árinu 2010. Sýningar hússins eru nú orðnar átta talsins og eru margar þeirra búnar að ganga í mörg ár. „Þær eru flestar í einhvers konar róteringu þar sem þær liggja kannski í dvala í einhvern tíma og svo teknar upp að nýju. Það er auðvitað frábært fyrir mig þar sem ég fæ að leika mjög mikið og leika í mínum eigin verkum. Mér finnst það mjög skemmtilegt,“ en Kári er leikari að mennt.Sjá einnig: Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Gistiheimilið opnaði svo fyrir tveimur árum þegar Kári keypti húsnæðið. „Fyrstu árin var þetta í raun bara leikhús á sumrin og ég bjó mestmegnis fyrir sunnan og var líka í öðrum verkefnum. Nú er þetta fullt starf sem er auðvitað alveg geggjað.“ Kári segir að hann geti alls tekið á móti 34 gestum - tuttugu í gistiaðstöðinni í Frystiklefanum og svo er hann með tvö hús á Hellissandi þar sem aðstaða er fyrir tólf til viðbótar.Snæfellsjökull.Vísir/Pjetur„Residensía“ fyrir erlenda listamenn Fjöldi erlendra listamanna hafa sóst eftir að dvelja um tíma í Frystiklefanum þar sem þeir geta unnið í list sinni. „Þetta er líka það sem kallað er „residensía“. Það er stöðugur straumur af erlendum listamönnum sem eru að koma í eins konar vinnubúðir. Það eru því mun fleiri verk sem hafa orðið til hér en bara verkin mín og er því mun meira að koma út úr húsinu en Íslendingar kannski átta sig á. Það eru erlendir listamenn sem koma kannski í mánuð og vinna mikið í sínum verkum og frumsýna þau hér í Rifi og fara svo aftur heim til sinna heimalanda og sýna verkin þar,“ segir Kári. Fjórir leikarar hafa unnið í Frystiklefanum í sumar og hafa þar bæði unnið í list sinni og unnið við gistiheimilið. „Svo erum við öll að leika líka, á kvöldin.“Ú sýningunni Mar.Mynd/frystiklefinn.Sýningarnar fara ekki suður Kári segir að hann hafi oft fengið boð og fyrirspurnir um að koma með sýningar Frystiklefans suður til Reykjavíkur. Hann segist þó ekki hafa áhuga á því. „Það er eins og það sé gert ráð fyrir því að ef sýningar eru góðar, þá eigi þær að fara til Reykjavíkur. Ég er oft spurður hvenær ég komi með sýningar í bæinn, en ég er búinn að ákveða það að sýningarnar mínar ferðast ekki innanlands þar sem mér er rosalega umhugað um að landsmenn komi í þetta leikhús. Það er margt sérstakt við þetta leikhús og rýmin eru skemmtileg.Kári Viðarsson.Markaðurinn minn hérna heima er kannski ekki stærsti markaður í heimi en svo hefur það verið þannig með sýningarnar að fólk hefur verið að koma alls staðar af landinu til að sjá þær hér í Rifi. Því finnst það alveg skemmtilegt, finnst það „extra spicy“ að taka smá ferðalag og fara í leikhús. Auðvitað átta ég mig á því að ekki séu allir tilbúnir að ferðast í Rif til að sjá leiksýningu. Það er hins vegar bara þannig. Þá missir það fólk af sýningunum mínum. So be it,“ segir Kári sem segist heldur ekki hrifinn af því að færa sýningar úr einu rými í annað, „þegar þær hafa verið hannaðar með þetta ákveðna rými í huga, eins og ég geri sýningarnar mínar.“Sýning Völu Kristínar Eiríksdóttur, Genesis, er nú til sýninga í Frystiklefanum í Rifi.Vísir/Anton BrinkTvær vikur eftir af leikárinu Kári segist ekki vilja að fólk venjist því að sýningarnar verði að koma til Reykjavíkur. Það drepur þennan hvata hjá fólkinu sem er að fara hingað, ef það fer að taka eftir að sýningarnar koma alltaf til Reykjavíkur. Þá hugsar það bara: „Ég bíð þá bara.““ Hann vill hvetja fólk til að nýta tækifærið og missa ekki af sýningum leikhússins, þar sem einungis tvær vikur séu eftir af leikárinu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Sjá meira