Svíar komust í dag í úrslit í fótboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sigur á Brasilíu í vítaspyrnukeppni. Þettta er í fyrsta skipti sem Svíar komast í úrslit í fótboltakeppni kvenna á Ólympíuleikum frá upphafi.
Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin á vítapunktinum.
Marta, aðalstjarna brasilíska liðsins, skoraði úr fyrstu spyrnu Brasilíu en Lotta Schelin jafnaði um hæl fyrir Svía. Í næstu umferð vörðu markverðirnir, Bárbara hjá Brasilíu og Hedvig Lindahl hjá Svíþjóð.
Bæði lið skoruðu úr næstu tveimur spyrnum sínum en í lokaumferðinni varði Lindahl frá Andressu. Lisa Dahlkvist átti því möguleika á að tryggja Svíum sæti í úrslitaleiknum með því skora úr síðustu spyrnu þeirra sem og hún gerði.
Svíar, sem slógu Bandaríkin út í 8-liða úrslitum, einnig eftir vítakeppni, mæta annað hvort Kanada eða Þýskalandi í úrslitaleiknum á föstudaginn.
Leikur Kanda og Þýskalands er hafinn en hann má sjá í beinni sjónvarpsútsendingu með því að smella hér.
Svíar í úrslit í fyrsta sinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið






Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september
Enski boltinn

Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri
Íslenski boltinn

Ekkert mark í grannaslagnum
Enski boltinn

