Fangar á Kvíabryggju hlaupa maraþon á laugardaginn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Æfingar eru í fullum gangi, Mynd/Afstaða Fangar í fangelsinu á Kvíabryggju munu hlaupa maraþon á Menningarnótt á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram. Fangarnir munu hlaupa 42,2 kílómetra í boðhlaupi. Um tíu fangar taka þátt en 23 fangar eru á Kvíabryggju. Markmið fanganna er að safna peningum til styrktar Afstöðu, félagi fanga. Afstaða er fræðslu- og hagsmunafélag fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál. Markmið félagsins er að stuðla að betrun í afplánun og upplýsa fanga, aðstandendur, almenning og stjórnvöld um framgang í forvarnarstarfi og nýjungar í betrunarmálum. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og fangi á Kvíabryggju, segir fangana spennta fyrir komandi áskorun. Þeir hafi margir hverjir æft stíft um nokkurn tíma. „Það verður mismunandi hvað hver fangi mun hlaupa mikið því þeir eru auðvitað í misjöfnu formi,“ segir hann.Fangar hafa æft stíft fyrir maraþonið á Menningarnótt.Hann segir góða aðstöðu fyrir fanga á Kvíabryggju til að hreyfa sig úti. Það sama gildi um fangelsið að Sogni. „Ýmsu er hins vegar mjög ábótavant í lokuðu fangelsunum og við myndum vilja sjá breytingar á því,“ segir Guðmundur og á við Litla-Hraun og fangelsið á Akureyri. „Það er ekki bara aðstaðan sem er slæm heldur er útivistartíminn einnig stuttur og því erfitt að nýta hann í hreyfingu.“ Guðmundur segir að Afstaða vilji að hreyfing og líkamsrækt fanga verði sett á hærra plan og notuð sem tæki í betrun. „Það hefur auðvitað áhrif og kemur mönnum í betra andlegt og líkamlegt form.“ Afstaða reiðir sig eingöngu á frjáls framlög og fara allir fjármunir til daglegs reksturs félagsins. Félagið fær engin fjárframlög frá Fangelsismálastofnun eða ríkinu. „Við ákváðum að slá til. Allar upplýsingar um styrktarreikninginn eru á Facebook-síðu Afstöðu og er þar hægt að heita á okkur. Öll framlög eru hjartanlega vel þegin.“ Fangaverðir á Kvíabryggju munu keyra á eftir föngunum í maraþoninu. „Við hlaupum bara innan svæðisins og förum ekki upp á þjóðveginn. Við þurfum því að fara nokkra hringi en hver hringur er ellefu kílómetrar. Ég held að það sé gríðarleg spenna hjá fangavörðunum að fá að keyra á eftir okkur þarna,“ segir Guðmundur og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Grundarfjörður Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fangar í fangelsinu á Kvíabryggju munu hlaupa maraþon á Menningarnótt á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram. Fangarnir munu hlaupa 42,2 kílómetra í boðhlaupi. Um tíu fangar taka þátt en 23 fangar eru á Kvíabryggju. Markmið fanganna er að safna peningum til styrktar Afstöðu, félagi fanga. Afstaða er fræðslu- og hagsmunafélag fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál. Markmið félagsins er að stuðla að betrun í afplánun og upplýsa fanga, aðstandendur, almenning og stjórnvöld um framgang í forvarnarstarfi og nýjungar í betrunarmálum. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og fangi á Kvíabryggju, segir fangana spennta fyrir komandi áskorun. Þeir hafi margir hverjir æft stíft um nokkurn tíma. „Það verður mismunandi hvað hver fangi mun hlaupa mikið því þeir eru auðvitað í misjöfnu formi,“ segir hann.Fangar hafa æft stíft fyrir maraþonið á Menningarnótt.Hann segir góða aðstöðu fyrir fanga á Kvíabryggju til að hreyfa sig úti. Það sama gildi um fangelsið að Sogni. „Ýmsu er hins vegar mjög ábótavant í lokuðu fangelsunum og við myndum vilja sjá breytingar á því,“ segir Guðmundur og á við Litla-Hraun og fangelsið á Akureyri. „Það er ekki bara aðstaðan sem er slæm heldur er útivistartíminn einnig stuttur og því erfitt að nýta hann í hreyfingu.“ Guðmundur segir að Afstaða vilji að hreyfing og líkamsrækt fanga verði sett á hærra plan og notuð sem tæki í betrun. „Það hefur auðvitað áhrif og kemur mönnum í betra andlegt og líkamlegt form.“ Afstaða reiðir sig eingöngu á frjáls framlög og fara allir fjármunir til daglegs reksturs félagsins. Félagið fær engin fjárframlög frá Fangelsismálastofnun eða ríkinu. „Við ákváðum að slá til. Allar upplýsingar um styrktarreikninginn eru á Facebook-síðu Afstöðu og er þar hægt að heita á okkur. Öll framlög eru hjartanlega vel þegin.“ Fangaverðir á Kvíabryggju munu keyra á eftir föngunum í maraþoninu. „Við hlaupum bara innan svæðisins og förum ekki upp á þjóðveginn. Við þurfum því að fara nokkra hringi en hver hringur er ellefu kílómetrar. Ég held að það sé gríðarleg spenna hjá fangavörðunum að fá að keyra á eftir okkur þarna,“ segir Guðmundur og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Grundarfjörður Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira