Tesla með 100 kWh rafhlöður Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2016 11:12 Svo virðist sem stutt sé í að Tesla kynni brátt stærri 100 kWh rafhlöður í bíla sína, líklega þá Tesla Model S og Model X. Það myndi þýða meiri drægni og gæti Model S bíllinn með henni geta náð yfir 500 km drægni og Model X nálgast þá tölu verulega. Stærstu rafhlöður sem nú fyrirfinnast í þessum bílum eru 90 kWh og með henni kemst Model S bíllinn 473 km á fullri hleðslu, reyndar við bestu aðstæður. Fréttir af því að 100 kWh rafhlöður Tesla séu á leiðinni í þessa bíla koma frá Tire Rack dekkjasalanum, en á lista þess fyrirtækis eru nú komin dekk sem ætluð eru fyrir Tesla Model S P100D og eru þau bæði stærri og dýrari en þau sem ætluð eru fyrir núverandi Model S P90D. Með því má telja ljóst að þessi enn langdrægari Tesla sé á leiðinni. Nafnið Tesla Model S P100D hefur reyndar sést víðar, t.d. hefur Umferðaröryggisstofnun Hollands samþykkt þann bíl fyrir vegi þarlendis og fleiri dæmi má finna um það að Model S fái þessa stóru rafhlöður. Samkeppnin um langdrægari rafhlöður í rafmagnsbíla hefur líklega aldrei verið harðari en nú og þar sem Volkswagen ætlar brátt að kynna nýjan rafmagnsbíl af millistærð á bílasýningunni í París í næsta mánuði sem ná mun 500 km á fullri hleðslu, verður Tesla náttúrulega að gera betur sem brautryðjandi á sviði rafmagnsbíla. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent
Svo virðist sem stutt sé í að Tesla kynni brátt stærri 100 kWh rafhlöður í bíla sína, líklega þá Tesla Model S og Model X. Það myndi þýða meiri drægni og gæti Model S bíllinn með henni geta náð yfir 500 km drægni og Model X nálgast þá tölu verulega. Stærstu rafhlöður sem nú fyrirfinnast í þessum bílum eru 90 kWh og með henni kemst Model S bíllinn 473 km á fullri hleðslu, reyndar við bestu aðstæður. Fréttir af því að 100 kWh rafhlöður Tesla séu á leiðinni í þessa bíla koma frá Tire Rack dekkjasalanum, en á lista þess fyrirtækis eru nú komin dekk sem ætluð eru fyrir Tesla Model S P100D og eru þau bæði stærri og dýrari en þau sem ætluð eru fyrir núverandi Model S P90D. Með því má telja ljóst að þessi enn langdrægari Tesla sé á leiðinni. Nafnið Tesla Model S P100D hefur reyndar sést víðar, t.d. hefur Umferðaröryggisstofnun Hollands samþykkt þann bíl fyrir vegi þarlendis og fleiri dæmi má finna um það að Model S fái þessa stóru rafhlöður. Samkeppnin um langdrægari rafhlöður í rafmagnsbíla hefur líklega aldrei verið harðari en nú og þar sem Volkswagen ætlar brátt að kynna nýjan rafmagnsbíl af millistærð á bílasýningunni í París í næsta mánuði sem ná mun 500 km á fullri hleðslu, verður Tesla náttúrulega að gera betur sem brautryðjandi á sviði rafmagnsbíla.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent