Erlent

Styttur af nöktum Donald Trump spretta upp um Bandaríkin

Birgir Olgeirsson skrifar
Ein af styttunum af nöktum Donald Trump.
Ein af styttunum af nöktum Donald Trump. Vísir/EPA
Styttur af nöktum Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, hafa nú sprottið upp í fimm ríkjum Bandaríkjanna. Snemma í morgun sáu íbúar Cincinnati, New York, San Francisco, Los Angeles, Cleveland og Seattle stórar styttur af Trump sem búið var að koma fyrir ýmist á torgum eða í almenningsgörðum en anarkistahópurinn Indecline segist bera ábyrgð á þessum gjörningi.  

Titill gjörningsins, The Emperor has no balls, er vísun í ævintýri H.C. Andersen um Nýju fötin keisarans, en lausleg þýðing myndi vera: Keisarann skortir hreðjar. Stytturnar eru stórar og eru sagðar gera Trump lítinn greiða, þá sérstaklega í ljósi þess að á styttuna vantar pung.

Þær voru hannaðar af listamanni frá Las Vegas sem gengur undir nafninu Ginger. Hann hefur hingað til einblínt á að búa til skrímsli og sagðist glaður taka þátt í að gera styttu af Trump því hann væri sjálfur enn eitt skrímslið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×