Vinnustöðvun í verksmiðjum Volkswagen vegna deilna við birgja Finnur Thorlacius skrifar 19. ágúst 2016 10:36 Í verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg. Vinna við samsetningu Volkswagen Golf bíla hefur verið hætt í stærstu verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg í Þýskalandi. Ásæða stöðvunarinnar er sú að Volkswagen á í deilum við tvo af birgjum sínum sem ekki sætta sig við það lægra verð sem Volkswagen hefur farið framá fyrir íhluti frá framleiðendunum. Volkswagen hefur einnig þurft að stytta vinnutíma í öðrum verksmiðjum sínum af sömu ástæðu. Volkswagen leitar nú allra leiða til að spara í framleiðslu sinni og er ástæða þess þær þungu fjársektir sem bíða fyrirtækisins vegna dísilvélasvindlsins sem uppgötvaðist í fyrra. Volkswagen hefur ákveðið að leggja niður framleiðslu Volkswagen Golf bíla í Wolfsburg alla næstu viku og mun það hafa áhrif á 10.000 af 60.000 starfsmönnum í Wolfsburg. Þar eru einnig framleiddir bílarnir Tiguan og Touran. Vinnutími verður einnig styttur í verksmiðjum Volkswagen í Kassel, Emden og Zwickau, en þar eru smíðaðir Golf og Passat bílar. Volkswagen verður af framleiðslu á 6.250 Passat bílum fyrir vikið. Þessar stöðvanir gætu minnkað veltu Volkswagen um 5,4 milljarða króna. Volkswagen seldi samtals 261.776 Golf bíla á fyrri helmingi þessa árs og var það 1% meira en á sama tíma í fyrra. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent
Vinna við samsetningu Volkswagen Golf bíla hefur verið hætt í stærstu verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg í Þýskalandi. Ásæða stöðvunarinnar er sú að Volkswagen á í deilum við tvo af birgjum sínum sem ekki sætta sig við það lægra verð sem Volkswagen hefur farið framá fyrir íhluti frá framleiðendunum. Volkswagen hefur einnig þurft að stytta vinnutíma í öðrum verksmiðjum sínum af sömu ástæðu. Volkswagen leitar nú allra leiða til að spara í framleiðslu sinni og er ástæða þess þær þungu fjársektir sem bíða fyrirtækisins vegna dísilvélasvindlsins sem uppgötvaðist í fyrra. Volkswagen hefur ákveðið að leggja niður framleiðslu Volkswagen Golf bíla í Wolfsburg alla næstu viku og mun það hafa áhrif á 10.000 af 60.000 starfsmönnum í Wolfsburg. Þar eru einnig framleiddir bílarnir Tiguan og Touran. Vinnutími verður einnig styttur í verksmiðjum Volkswagen í Kassel, Emden og Zwickau, en þar eru smíðaðir Golf og Passat bílar. Volkswagen verður af framleiðslu á 6.250 Passat bílum fyrir vikið. Þessar stöðvanir gætu minnkað veltu Volkswagen um 5,4 milljarða króna. Volkswagen seldi samtals 261.776 Golf bíla á fyrri helmingi þessa árs og var það 1% meira en á sama tíma í fyrra.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent