Úr berjatínslu í björgunaraðgerðir: Björguðu pari og barni þeirra úr sjónum Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 19. ágúst 2016 14:41 Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. Vísir/Loftmyndir Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. Af frásögn Bryndísar u.m málið á Facebook má ráða að Einar hafi komið auga á hreyfingu í flæðarmálinu. Í ljós kom að bíll hafði farið í sjóinn og var kominn í kaf. Bryndís segir Einar hafa náð fólkinu úr sjónum en aðstæður hafi verið erfiðar, ekki síst sökum þess að símasamband var afar lélegt. Hjónin óku með parið og litla barnið á móti sjúkrabíl sem kom á móti þeim frá Búðardal. „Ótrúleg lukka að þau séu heil á húfi,“ segir Bryndís. Læknir á Búðardal staðfestir í samtali við Vísi að um erlenda ferðamenn hafi verið að ræða og þau hafi sloppið ótrúlega vel. Þau vörðu nóttinni á Búðardal og héldu ferðalagi sínu áfram í morgun eftir skoðun læknis. Í samtali við Mbl segir Einar að hann hafi tekið eftir manni í flæðarmálinu með lítið barn liggjandi ofan á sér. Stökk Einar út úr bílnum og í fjöruna til þess að aðstoða manninn. Konu mannsins tókst einnig að koma sér úr bílnum og aðstoðaði Einar hana síðustu metrana í land. Með hjálp vörubílstjóra sem stöðvað hafði bíl sinn við slysstað tekist að ná sambandi við Neyðarlínuna og var ákveðið að Einar og Bryndís myndu keyra parið og barn þeirra til móts við sjúkrabíl sem var á leiðinni frá Búðardal þar sem þau hlutu aðhlynningu. Bryndís og Einar, sem eru við berjatínslu á Vestfjörðum, eru utan þjónustusvæðis í augnablikinu en stefnan hafði verið að tína ber í dag, „en ekki fólk“ eins og Bryndís kemst að orði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. Af frásögn Bryndísar u.m málið á Facebook má ráða að Einar hafi komið auga á hreyfingu í flæðarmálinu. Í ljós kom að bíll hafði farið í sjóinn og var kominn í kaf. Bryndís segir Einar hafa náð fólkinu úr sjónum en aðstæður hafi verið erfiðar, ekki síst sökum þess að símasamband var afar lélegt. Hjónin óku með parið og litla barnið á móti sjúkrabíl sem kom á móti þeim frá Búðardal. „Ótrúleg lukka að þau séu heil á húfi,“ segir Bryndís. Læknir á Búðardal staðfestir í samtali við Vísi að um erlenda ferðamenn hafi verið að ræða og þau hafi sloppið ótrúlega vel. Þau vörðu nóttinni á Búðardal og héldu ferðalagi sínu áfram í morgun eftir skoðun læknis. Í samtali við Mbl segir Einar að hann hafi tekið eftir manni í flæðarmálinu með lítið barn liggjandi ofan á sér. Stökk Einar út úr bílnum og í fjöruna til þess að aðstoða manninn. Konu mannsins tókst einnig að koma sér úr bílnum og aðstoðaði Einar hana síðustu metrana í land. Með hjálp vörubílstjóra sem stöðvað hafði bíl sinn við slysstað tekist að ná sambandi við Neyðarlínuna og var ákveðið að Einar og Bryndís myndu keyra parið og barn þeirra til móts við sjúkrabíl sem var á leiðinni frá Búðardal þar sem þau hlutu aðhlynningu. Bryndís og Einar, sem eru við berjatínslu á Vestfjörðum, eru utan þjónustusvæðis í augnablikinu en stefnan hafði verið að tína ber í dag, „en ekki fólk“ eins og Bryndís kemst að orði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira