Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - FH 1-3 | Meistararnir stöðvuðu sigurgöngu Skagamanna | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson á Skipaskaga skrifar 3. ágúst 2016 22:00 Atli Viðar Björnsson skoraði tvö mörk þegar FH bar sigurorð af ÍA, 1-3, í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. FH-ingar stöðvuðu þar með sigurgöngu Skagamanna sem voru búnir að vinna fimm leiki í röð fyrir leikinn í kvöld. FH-ingar voru sterkari aðilinn allan tímann en þrátt fyrir það skoruðu Skagamenn fyrsta markið. Það gerði Þórður Þorsteinn Þórðarson með þrumuskoti á 16. mínútu. Pressa FH-inga skilaði loks árangri á 34. mínútu þegar Atli Viðar skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. Hann var svo aftur á ferðinni á 51. mínútu þegar hann skallaði fyrirgjöf Bergsveins Ólafssonar í netið. Jeremy Serwy kláraði svo leikinn þegar hann skoraði þriðja mark Íslandsmeistaranna á 62. mínútu. Lokatölur 1-3, FH í vil.Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. FH hefur nú unnið 10 leiki í röð gegn ÍA með markatölunni 36-12. Síðasti sigur Skagamanna á FH-ingum kom árið 2005.Af hverju vann FH? Eftir tapið fyrir ÍBV í undanúrslitum Borgunarbikarsins á fimmtudaginn sýndu FH-ingar styrk sinn í leiknum í kvöld. Þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks voru þeir alltaf með undirtökin. FH-ingar héldu boltanum vel og voru duglegir að skipta honum hratt á milli kanta. Þeir náðu oft og iðulega að slíta Skagaliðið í sundur og skapa sér færi eftir gott spil. Það var einfaldlega talsverður munur á liðunum í leiknum í kvöld. Skagamenn voru ekki jafn beittir og þeir hafa verið í síðustu leikjum á meðan FH-ingar spiluðu einn af sínum bestu leikjum í sumar.Þessir stóðu upp úr Allt FH-liðið átti góðan leik í kvöld en það voru nokkrir sem stóðu upp úr. Bergsveinn Ólafsson var frábær í stöðu hægri bakvarðar, lagði upp mark og var mjög duglegur að hjálpa til í sókninni. Steven Lennon var síógnandi og klókur að finna sér pláss milli varnar og miðju Skagamanna. Jeremy Serwy og Sam Hewson voru góðir á köntunum og svo er það auðvitað Atli Viðar sem virðist hafa einstaklega gaman að því að kvelja Akurnesinga. Hann hefur nú skorað sex mörk í síðustu fjórum leikjum sínum gegn ÍA. Atli Viðar er kominn með fimm mörk í aðeins átta leikjum í sumar og sannar mikilvægi sitt fyrir FH-liðið aftur og aftur.Hvað gekk illa? Skagamenn voru ekki nálægt því jafn þéttir og í síðustu leikjum og FH-ingar áttu full auðvelt með að spila sig í gegnum vörn heimamanna. Allir þeir góðu spilkaflar sem ÍA sýndi í heimaleikjunum gegn Stjörnunni og ÍBV voru svo fjarverandi í kvöld. Skagamönnum virtist alltaf liggja mjög mikið á þegar þeir voru með boltann og töpuðu honum því oftast fljótt aftur. Þá náðu FH-ingar að loka á framherjana Garðar Gunnlaugsson og Tryggva Hrafn Haraldsson sem hafa spilað svo vel í síðustu leikjum. Þeir félagar komust lítt áleiðis gegn sterkri FH-vörn í kvöld.Hvað gerist næst? FH-ingar eru komnir með fimm stiga forskot á toppnum, þótt Stjarnan geti minnkað það í tvö stig með sigri á Víkingi R. á morgun. FH mætir KR í næsta leik sínum á mánudaginn. Þrátt fyrir tapið halda Skagamenn 5. sætinu, allavega fram til morguns en fái Víkingar stig gegn Stjörnunni fara þeir upp fyrir ÍA. Næsti leikur Skagamanna er gegn Fjölni á útivelli á sunnudaginn.Heimir: Fyrirgjafirnar voru betri en oft áður í sumar Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með sína menn eftir sigurinn á ÍA í kvöld. „Mér fannst við spila mjög vel, sköpuðum góð færi og skoruðum þrjú mörk. Og það sem ég er ánægðastur með er að við sýndum góðan karakter eftir að hafa lent undir á erfiðum útivelli á móti liði sem var búið að vinna fimm leiki í röð,“ sagði Heimir í leikslok. „Við héldum skipulaginu og unnum okkur aftur inn í leikinn og spiluðum vel í þessum leik.“ Heimir kvaðst ánægður með sóknarleik sinna manna í leiknum en FH-ingar áttu auðvelt með að opna Skagavörnina. „Við vissum að við þyrftum að hreyfa Skagamennina. Þeir eru sterkir varnarlega og voru með gott varnarskipulag í þessum leik. „Við þurftum að hreyfa boltann milli kanta, bæði með löngum og stuttum sendingum, og mér fannst það ganga nokkuð vel. Og fyrirgjafirnar voru betri en þær hafa oft verið í sumar,“ sagði Heimir sem var einnig sáttur með varnarleik sinna manna sem héldu Garðari Gunnlaugssyni, heitasta leikmanni deildarinnar, alveg niðri. „Varnarleikurinn hefur verið góður í sumar. Það sem hefur vantað er að vera betri á síðasta þriðjungum. Við höfum þó aldrei haft neinar áhyggjur af því og vissum að það myndi koma,“ sagði Heimir að lokum.Gunnlaugur: Gáfum ódýr mörk Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, sagði að það hefði vantað neista í sitt lið í leiknum í kvöld. „Við vissum að við þyrftum að vera áfram mjög þéttir og þessi neisti, sem hefur verið í síðustu leikjum, þurfti að vera til staðar. Það náðist því miður ekki í dag,“ sagði Gunnlaugur eftir leik „Við komumst reyndar yfir með góðu marki og maður hélt að þetta myndi halda áfram. En við gáfum ódýr mörk, vorum ekki jafn einbeittir og við höfum verið og því fór sem fór,“ bætti þjálfarinn við. FH-ingar voru duglegir að skipta boltanum hratt á milli kanta í leiknum og Skagamenn áttu í erfiðleikum með að leysa það. „Við vorum ekki nógu þéttir í þessum leik. Færslurnar voru hægari en í síðustu leikjum. Þeir áttu kannski auðveldara með að opna okkur en mörkin voru þess eðlis að við áttum að koma í veg fyrir þau,“ sagði Gunnlaugur. Hans bíður nú það verkefni að reisa sína stráka við á ný en tapið í kvöld kom eftir fimm sigurleiki í röð. „Við höfum ekki unnið fimm leiki í röð og þurft að koma til baka áður á þessu tímabili. Nú er það okkar að koma liðinu aftur í gang og sem betur fer er leikur aftur á sunnudaginn gegn Fjölni,“ sagði Gunnlaugur að lokum.Atli Viðar: Gaman að spila í góðu liði eins og FH Atli Viðar Björnsson kann fáar skýringar á því af hverju honum gengur svona vel að skora á móti ÍA en hann hefur nú gert sex mörk í síðustu fjórum leikjum gegn Skagamönnum. „Ég hef enga sérstaka skýringu á þessu. Það er gaman að spila hérna og gaman að spila í góðu liði eins og FH. Þetta var hörkuleikur og við erum ánægðir að fara í burtu með þrjú stig,“ sagði Atli Viðar eftir 1-3 sigur FH á ÍA í kvöld. Dalvíkingurinn fékk tækifæri í byrjunarliðinu í kvöld og var líklegur allt frá upphafsflautinu. „Við sköpuðum okkur stöður og færi áður en fyrsta markið kom. Mér fannst vera tímaspursmál hvenær við myndum skora,“ sagði Atli Viðar sem viðurkennir að fyrra markið sé ekki með þeim fallegri sem hann hefur skorað á ferlinum. „Það er rétt að þetta var ekki fallegt mark en það fallega við það er að það telur alveg jafn mikið og öll hin. Ég er ánægður með það.“ Atli Viðar kveðst ánægður með hvernig FH-ingar svöruðu tapinu fyrir Eyjamönnum í undanúrslitum Borgunarbikarsins í síðustu viku. „Það var svekkjandi að tapa þeim leik og missa af möguleikanum á að vinna bikarinn. En það er bara búið. Við fórum í örlítið frí um Verslunarmannahelgina og komum endurnærðir til baka, ákveðnir að gera þetta að góðu tímabili,“ sagði Atli Viðar að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Atli Viðar Björnsson skoraði tvö mörk þegar FH bar sigurorð af ÍA, 1-3, í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. FH-ingar stöðvuðu þar með sigurgöngu Skagamanna sem voru búnir að vinna fimm leiki í röð fyrir leikinn í kvöld. FH-ingar voru sterkari aðilinn allan tímann en þrátt fyrir það skoruðu Skagamenn fyrsta markið. Það gerði Þórður Þorsteinn Þórðarson með þrumuskoti á 16. mínútu. Pressa FH-inga skilaði loks árangri á 34. mínútu þegar Atli Viðar skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. Hann var svo aftur á ferðinni á 51. mínútu þegar hann skallaði fyrirgjöf Bergsveins Ólafssonar í netið. Jeremy Serwy kláraði svo leikinn þegar hann skoraði þriðja mark Íslandsmeistaranna á 62. mínútu. Lokatölur 1-3, FH í vil.Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. FH hefur nú unnið 10 leiki í röð gegn ÍA með markatölunni 36-12. Síðasti sigur Skagamanna á FH-ingum kom árið 2005.Af hverju vann FH? Eftir tapið fyrir ÍBV í undanúrslitum Borgunarbikarsins á fimmtudaginn sýndu FH-ingar styrk sinn í leiknum í kvöld. Þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks voru þeir alltaf með undirtökin. FH-ingar héldu boltanum vel og voru duglegir að skipta honum hratt á milli kanta. Þeir náðu oft og iðulega að slíta Skagaliðið í sundur og skapa sér færi eftir gott spil. Það var einfaldlega talsverður munur á liðunum í leiknum í kvöld. Skagamenn voru ekki jafn beittir og þeir hafa verið í síðustu leikjum á meðan FH-ingar spiluðu einn af sínum bestu leikjum í sumar.Þessir stóðu upp úr Allt FH-liðið átti góðan leik í kvöld en það voru nokkrir sem stóðu upp úr. Bergsveinn Ólafsson var frábær í stöðu hægri bakvarðar, lagði upp mark og var mjög duglegur að hjálpa til í sókninni. Steven Lennon var síógnandi og klókur að finna sér pláss milli varnar og miðju Skagamanna. Jeremy Serwy og Sam Hewson voru góðir á köntunum og svo er það auðvitað Atli Viðar sem virðist hafa einstaklega gaman að því að kvelja Akurnesinga. Hann hefur nú skorað sex mörk í síðustu fjórum leikjum sínum gegn ÍA. Atli Viðar er kominn með fimm mörk í aðeins átta leikjum í sumar og sannar mikilvægi sitt fyrir FH-liðið aftur og aftur.Hvað gekk illa? Skagamenn voru ekki nálægt því jafn þéttir og í síðustu leikjum og FH-ingar áttu full auðvelt með að spila sig í gegnum vörn heimamanna. Allir þeir góðu spilkaflar sem ÍA sýndi í heimaleikjunum gegn Stjörnunni og ÍBV voru svo fjarverandi í kvöld. Skagamönnum virtist alltaf liggja mjög mikið á þegar þeir voru með boltann og töpuðu honum því oftast fljótt aftur. Þá náðu FH-ingar að loka á framherjana Garðar Gunnlaugsson og Tryggva Hrafn Haraldsson sem hafa spilað svo vel í síðustu leikjum. Þeir félagar komust lítt áleiðis gegn sterkri FH-vörn í kvöld.Hvað gerist næst? FH-ingar eru komnir með fimm stiga forskot á toppnum, þótt Stjarnan geti minnkað það í tvö stig með sigri á Víkingi R. á morgun. FH mætir KR í næsta leik sínum á mánudaginn. Þrátt fyrir tapið halda Skagamenn 5. sætinu, allavega fram til morguns en fái Víkingar stig gegn Stjörnunni fara þeir upp fyrir ÍA. Næsti leikur Skagamanna er gegn Fjölni á útivelli á sunnudaginn.Heimir: Fyrirgjafirnar voru betri en oft áður í sumar Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með sína menn eftir sigurinn á ÍA í kvöld. „Mér fannst við spila mjög vel, sköpuðum góð færi og skoruðum þrjú mörk. Og það sem ég er ánægðastur með er að við sýndum góðan karakter eftir að hafa lent undir á erfiðum útivelli á móti liði sem var búið að vinna fimm leiki í röð,“ sagði Heimir í leikslok. „Við héldum skipulaginu og unnum okkur aftur inn í leikinn og spiluðum vel í þessum leik.“ Heimir kvaðst ánægður með sóknarleik sinna manna í leiknum en FH-ingar áttu auðvelt með að opna Skagavörnina. „Við vissum að við þyrftum að hreyfa Skagamennina. Þeir eru sterkir varnarlega og voru með gott varnarskipulag í þessum leik. „Við þurftum að hreyfa boltann milli kanta, bæði með löngum og stuttum sendingum, og mér fannst það ganga nokkuð vel. Og fyrirgjafirnar voru betri en þær hafa oft verið í sumar,“ sagði Heimir sem var einnig sáttur með varnarleik sinna manna sem héldu Garðari Gunnlaugssyni, heitasta leikmanni deildarinnar, alveg niðri. „Varnarleikurinn hefur verið góður í sumar. Það sem hefur vantað er að vera betri á síðasta þriðjungum. Við höfum þó aldrei haft neinar áhyggjur af því og vissum að það myndi koma,“ sagði Heimir að lokum.Gunnlaugur: Gáfum ódýr mörk Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, sagði að það hefði vantað neista í sitt lið í leiknum í kvöld. „Við vissum að við þyrftum að vera áfram mjög þéttir og þessi neisti, sem hefur verið í síðustu leikjum, þurfti að vera til staðar. Það náðist því miður ekki í dag,“ sagði Gunnlaugur eftir leik „Við komumst reyndar yfir með góðu marki og maður hélt að þetta myndi halda áfram. En við gáfum ódýr mörk, vorum ekki jafn einbeittir og við höfum verið og því fór sem fór,“ bætti þjálfarinn við. FH-ingar voru duglegir að skipta boltanum hratt á milli kanta í leiknum og Skagamenn áttu í erfiðleikum með að leysa það. „Við vorum ekki nógu þéttir í þessum leik. Færslurnar voru hægari en í síðustu leikjum. Þeir áttu kannski auðveldara með að opna okkur en mörkin voru þess eðlis að við áttum að koma í veg fyrir þau,“ sagði Gunnlaugur. Hans bíður nú það verkefni að reisa sína stráka við á ný en tapið í kvöld kom eftir fimm sigurleiki í röð. „Við höfum ekki unnið fimm leiki í röð og þurft að koma til baka áður á þessu tímabili. Nú er það okkar að koma liðinu aftur í gang og sem betur fer er leikur aftur á sunnudaginn gegn Fjölni,“ sagði Gunnlaugur að lokum.Atli Viðar: Gaman að spila í góðu liði eins og FH Atli Viðar Björnsson kann fáar skýringar á því af hverju honum gengur svona vel að skora á móti ÍA en hann hefur nú gert sex mörk í síðustu fjórum leikjum gegn Skagamönnum. „Ég hef enga sérstaka skýringu á þessu. Það er gaman að spila hérna og gaman að spila í góðu liði eins og FH. Þetta var hörkuleikur og við erum ánægðir að fara í burtu með þrjú stig,“ sagði Atli Viðar eftir 1-3 sigur FH á ÍA í kvöld. Dalvíkingurinn fékk tækifæri í byrjunarliðinu í kvöld og var líklegur allt frá upphafsflautinu. „Við sköpuðum okkur stöður og færi áður en fyrsta markið kom. Mér fannst vera tímaspursmál hvenær við myndum skora,“ sagði Atli Viðar sem viðurkennir að fyrra markið sé ekki með þeim fallegri sem hann hefur skorað á ferlinum. „Það er rétt að þetta var ekki fallegt mark en það fallega við það er að það telur alveg jafn mikið og öll hin. Ég er ánægður með það.“ Atli Viðar kveðst ánægður með hvernig FH-ingar svöruðu tapinu fyrir Eyjamönnum í undanúrslitum Borgunarbikarsins í síðustu viku. „Það var svekkjandi að tapa þeim leik og missa af möguleikanum á að vinna bikarinn. En það er bara búið. Við fórum í örlítið frí um Verslunarmannahelgina og komum endurnærðir til baka, ákveðnir að gera þetta að góðu tímabili,“ sagði Atli Viðar að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira