Handbolti

Algjört hrun gegn Frökkum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Strákarnir á æfingu fyrir mót.
Strákarnir á æfingu fyrir mót. vísir/stefán
Líkur íslenska U-20 ára liðsins á að komast í undanúrslit á EM eru hverfandi eftir skell gegn Frökkum í dag.

Lokatölur 38-31 fyrir Frakka en staðan í leikhléi var 20-18 fyrir Frakka.

Rétt eins og í leiknum gegn Pólverjum þá byrjuðu strákarnir okkar með látum og komust í 3-0. Þá tóku Frakkar leikhlé og það svínvirkaði.

Þeir náðu þriggja marka forskoti, 8-5, og gáfu það forskot aldrei eftir það sem eftir lifði leiks.

Okkar menn böðluðust allt hvað þeir gátu en náðu ekki Frökkunum sem spiluðu geysilega vel.

Frakkar eru því komnir í undanúrslit og Ísland þarf að treysta á sigur Pólverja gegn Spánverjum á eftir til þess að komast í undanúrslit.

Pólverjar eru neðstir í milliriðlinum án stiga og steinlágu gegn Íslandi í gær. Það eru því ekki miklar líkur á að þeir stríði Spánverjum á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×