Íslenski boltinn

Uppbótartíminn: Dómarar og dómaravæl í sviðsljósinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn þurftu mikið að tala við dómara og þjálfarar töluðu um þá.
Leikmenn þurftu mikið að tala við dómara og þjálfarar töluðu um þá. vísir/eyþór
Þrettánda umferð Pepsi-deildar karla 2016 í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum.

FH heldur toppsæti deildarinnar en liðið náði að stöðva fimm leikja sigurgöngu ÍA. Stjarnan eltir liðið eins og skugginn eftir góðan sigur á Víkingi. Þróttur er sem fyrr í erfiðum málum en Fylkir náði í gott stig.

Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:

ÍBV-Fjölnir  0-2

KR-Þróttur  2-1

Breiðablik-Fylkir  1-1

ÍA-FH  1-3

Valur-Víkingur Ó.  3-1

Stjarnan-Víkingur R.  3-0

Willum andaði léttar.vísir/eyþór
Góð umferð fyrir ...

...KR

KR-ingar hefðu verið komnir í alvarlega fallbaráttu með tapi gegn Þrótti. Eftir að hafa lent undir í leiknum komu drengirnir hans Willums til baka og tóku öll stigin. Menn önduðu léttar í Vesturbænum.

...Atla Viðar Björnsson

Þessi síungi markahrókur frá Dalvík var kominn í stuð fyrir Fiskidaginn mikla í heimabænum og skoraði tvö mörk upp á Akranesi áður en hann hélt áfram norður í land. Gerum við ráð fyrir.

...Fjölni

Fjölnismenn eru ekkert að leika sér og fóru til Vestmannaeyja þar sem þeir tóku þrjú stig. Liðið heldur dampi er í þriðja sæti deildarinnar aðeins fimm stigum á eftir toppliði FH.

Ejub hefur verið duglegur að kvarta yfir dómurum. Hann er ekki einn í þeirri deild.vísir/eyþór
Erfið umferð fyrir ...

... Þróttara

Þróttarar virðast vera dæmdir til þess að falla. Þeir fengu gullið tækifæri til þess að fá eitthvað úr leiknum gegn KR. Komust yfir en fengu á sig tvö mörk rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Það er allt að þrjóta í Laugardalnum og stutt í að menn byrji að fara með bænirnar.

... dómara

Dómarar gera sín mistök eins og leikmenn en þeir gerðu ansi mikið af mistökum í síðastu umferð og það afdrifarík mistök. Kiddi Jak nær vonandi að rífa sína menn í gang.

... bitra þjálfara

Það er eitt að dómarar geri sín mistök en þjálfarar í deildinni mættu oftar líta sér nær í stað þess að skella allri skuldinni á dómara. Æði oft er það leikur liða bitru þjálfaranna sem verður þeim að falli en ekki dómgæslan.

Jeppinn stimplaði sig inn hjá KR.vísir/eyþór
Skemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:

Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli:

„Nú hef ég ekki séð marga leiki Fjölnis í deildinni en þeir eru svoleiðis búnir að múra fyrir vítateiginn sinn. Ellefu menn fyrir aftan boltann nánast allan leikinn.“

Kristinn Páll Teitsson á Alvogen-vellinum:

„Veit ekki hvað Jeppe er búinn að vera að gera þessar 33 mínútur. Hreinn og Karl Brynjar með hann í vasanum hérna á Alvogen-vellinum.“

Smári Jökull Jónsson á Samsung-vellinum:

„Víkingaklappið tekið hér á Samsung. Enginn kominn með leið á því í Garðabænum.“

Umræðan á #pepsi365

Mark 13.umferðar Atvik 13. umferðar Leikmaður 13. umferðar Markasyrpa 13. umferðar

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×