Starfsmaður Mitsubishi varaði stjórnendur við eyðslutölusvindli fyrir 11 árum Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2016 16:18 Frá höfuðstöðvum Mitsubishi í Japan. Fyrir ellefu árum síðan varaði nýráðinn starfsmaður stjórnendur Mitsubishi við því að ljúga til um eyðslutölur bíla sinna. Nú, 11 árum síðar er japanski bílaframleiðandinn í djúpum skít vegna þess að þeir létu viðvaranir hans eins og vind um eyru þjóta. Eftir að eyðslutölusvindl Mitsubishi uppgötvaðist í ár var sett á fót rannsóknarnefnd sem hafði það með höndum að finna út hvað varð til þess að þessar tölur voru ranglega fram settar og komst hún meðal annars að þessu. Þessi nýi starfmaður rak augun í það að Mitsubishi notaðist við aðrar aðferðir en viðurkenndar voru af japöskum yfirvöldum við mælingu á eyðslu bíla. Margir af yfirmönnunum sem starfmaðurinn varaði við þessum röngu tölum eru ennþá að störfum þó sumir þeirra hafi verið látnir fjúka. Rannsóknarnefndin komst að því að þeir sem enn eru í starfi þykjast ekkert muna eftir viðvörunum starfmannsins, en það keypti nefndin einfaldlega ekki og telur þá segja ósatt. Það var svo árið 2011 sem nefndin komst einnig að að nokkrir aðrir starfsmenn Mitsubishi vöruðu stjórnendur aftur við þessum tölum en ekki var heldur á þá hlustað og því fór sem fór. Mitsubishi hefur nú viðurkennt að hafa gefið upp rangar eyðslutölur allt frá árinu 1991, eða í 25 ár. Það hlaut að taka einhverntíma enda. Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent
Fyrir ellefu árum síðan varaði nýráðinn starfsmaður stjórnendur Mitsubishi við því að ljúga til um eyðslutölur bíla sinna. Nú, 11 árum síðar er japanski bílaframleiðandinn í djúpum skít vegna þess að þeir létu viðvaranir hans eins og vind um eyru þjóta. Eftir að eyðslutölusvindl Mitsubishi uppgötvaðist í ár var sett á fót rannsóknarnefnd sem hafði það með höndum að finna út hvað varð til þess að þessar tölur voru ranglega fram settar og komst hún meðal annars að þessu. Þessi nýi starfmaður rak augun í það að Mitsubishi notaðist við aðrar aðferðir en viðurkenndar voru af japöskum yfirvöldum við mælingu á eyðslu bíla. Margir af yfirmönnunum sem starfmaðurinn varaði við þessum röngu tölum eru ennþá að störfum þó sumir þeirra hafi verið látnir fjúka. Rannsóknarnefndin komst að því að þeir sem enn eru í starfi þykjast ekkert muna eftir viðvörunum starfmannsins, en það keypti nefndin einfaldlega ekki og telur þá segja ósatt. Það var svo árið 2011 sem nefndin komst einnig að að nokkrir aðrir starfsmenn Mitsubishi vöruðu stjórnendur aftur við þessum tölum en ekki var heldur á þá hlustað og því fór sem fór. Mitsubishi hefur nú viðurkennt að hafa gefið upp rangar eyðslutölur allt frá árinu 1991, eða í 25 ár. Það hlaut að taka einhverntíma enda.
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent