Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: Þróttur 1 - Stjarnan 1 | Stjarnan missti af tækifærinu til að komast á toppinn Ingvar Haraldsson skrifar 8. ágúst 2016 18:15 Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar. vísir/hanna Stjarnan og Þróttur gerðu 1-1 jafntefli í Laugardalnum í kvöld. Stjörnumenn lágu á Þrótti mest allan leikinn. Þróttarar sköpðu þó oft hættu með flottum skyndisóknum. Sörensen kom Þrótti yfir eftir flottan sprett Acoff upp kantinn á 18. mínútu. Hilmar Árni jafnaði metin úr vítaspyrnu á 33. mínútu og þar við sat. Stjarnan hefði komist á toppinn með sigri FH í kvöld. Stjarnan tekur á móti KR á Samsung vellinum á mánudaginn en Þróttur fer á Kópavogsvöll þar sem Breiðablik verður andstæðingurinn.Af hverju endaði leikurinn með jafntefli?Stjörnumenn lágu á Þrótti mest allan leikinn en tókst ekki að nýta sér góðar stöður sem liðið komst í oft á tíðum. Fjöldi hornspyrna og aukaspyrna Hilmars Árna endaði annað hvort í fanginu á Arnari Darra eða var skallaður í burtu. Þá fengu Stjörnumenn nokkur stórhættuleg færi sem ekki tókst að nýta. Þróttarar áttu fjölda hættulegra skyndisóknar og hin líflegi Acoff olli miklum usla í vörn Stjörnunnar, og lagði upp mark sinna manna. Fótbolti er yfirleitt sanngjörn íþrótt og Stjörnumenn geta ekki kvartað á meðan þeir skora ekki úr þeim færum sem þeir fá.Hvað gekk vel? Arnar Darri var frábær í markinu og greip hverja fyrirgjöfina og hvert skotið á fætur öðru í leiknum. Varnarleikur Þróttar gekk á heildina litið ágætlega þó Stjörnumenn hafi oft komist í ágætis stöður á vellinum. Acoff og Sörensen voru hættulegri þegar Þrótti tókst að sækja hratt, þegar lið Stjörnunnar var mest allt komið fram völlinn. Hjá Stjörnunni spilaði Heiðar Ægisson einna best djúpur á miðjunni enda gáfu Þróttarar honum mikið pláss til að athafna sig í. Honum tókst að dreifa boltanum ágætlega milli kanta. Liði Stjörnunnar tókst oft á tíðum að láta boltann ganga vel en mistókst að gera sér mat úr fínum færum.Hvað gekk illa?Stjörnunni tókst ekki að nýta sín færi í kvöld, Guðjón Baldvinsson fékk nokkur og Hólmbert Aron að minnsta kosti eitt dauðafæri eftir að hann kom inn á. Þá fór Dion Acoff oft illa með Hörð Árnason á kantinum. Kollegi Harðar í bakverði Þróttar Baldvin Sturluson missti boltann líka oft klaufalega í vörninni. Hins vegar voru aukaspyrnur og hornspyrnur Hilmars Árna vonbrigði kvöldsins, enda varð sjaldan eitthvað úr þeim.Hvað gerist næst? Stjarnan heldur áfram í toppbaráttunni. Liðið er stigi á eftir FH og tekur á móti KR á Samsung vellinum á mánudaginn. Þróttur er hins vegar enn límt við botninn, 9 stigum frá öruggu sæti. Þróttarar fara á Kópavogsvöll þar sem Breiðablik verður andstæðingurinn.Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, var þokkalega sáttur með sína menn í kvöld.Vísir/ErnirGreg Ryder: Dómarnir hljóta að fara að falla með okkur„Við spiluðum vel, líkt og gegn KR og Víkingi. Í þeim leikjum náðum við ekki úrslitum en í kvöld náðum við þeim úrslitum sem við áttum skilið,” segir Greg Ryder þjálfari Þróttar, sem enn er fullviss um að liðinu takist að halda sér uppi. Björgvin Stefánsson framherji Þróttar skoraði mark sem dæmt var af vegna rangstöðu við mikil mótmæli leikmanna Þróttar. Ryder segist ekki hafa séð atvikið nógu vel. Hann segir að honum hafi í síðust leikjum fundið dómara á köflum hafa farið illa með sína menn, dómararnir hljóti að fara að falla með hans mönnum.Rúnar Páll: Ekki nógu góðir fyrir framan markiðRúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segir frammistaða liðsins hafi verið ágæt út á velli en ekki nógu góð fyrir framan markið. Þá hafi liðið ekki nýtt nógu vel aukaspyrnur, hornspyrnur og fyrirgjafir í leiknum.Jóhann Laxdal segir Stjörnuna ætla að vera á toppnum á réttum tíma, þegar deildinni lýkur.Rúnar Páll segir það hafa verið viss vonbrigði að hafa ekki unnið leikinni. „Það eru alltaf vonbrigði að vinna ekki leiki.“ En liðið hafi fengið fjölda tækifæra til að skora. „En því miður gekk það ekki í dag“Jóhann Laxdal: Þarf bara að vera á réttum tíma á toppnumJóhann Laxdal, varnarjaxl Stjörnunnar, segir að lið hans hafi verið ágætt á köflum í kvöld en smá ákefð hefði vantað inn í teignum eftir 1-1 jafntefli við Þrótt í kvöld. Liðið hafi hins vegar misst dampinn í seinni hálfleik eftir að hafa látið hann ganga vel framan af leik. Ekki hafi gengið nógu vel að opna vörn Þróttar til að fá afgerandi færi. Jóhann segir það viss vonbrigði að hafa ekki náð toppsætinu eftir tap FH í kvöld en sigur hefði fleytt Stjörnunni í efsta sæti deildarinnar. „Það eru alltaf vonbrigði að komast ekki á toppi þegar tækifæri er til en það þarf bara að vera á réttum tíma á toppnum og það er það sem við ætlum okkur að gera.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Stjarnan og Þróttur gerðu 1-1 jafntefli í Laugardalnum í kvöld. Stjörnumenn lágu á Þrótti mest allan leikinn. Þróttarar sköpðu þó oft hættu með flottum skyndisóknum. Sörensen kom Þrótti yfir eftir flottan sprett Acoff upp kantinn á 18. mínútu. Hilmar Árni jafnaði metin úr vítaspyrnu á 33. mínútu og þar við sat. Stjarnan hefði komist á toppinn með sigri FH í kvöld. Stjarnan tekur á móti KR á Samsung vellinum á mánudaginn en Þróttur fer á Kópavogsvöll þar sem Breiðablik verður andstæðingurinn.Af hverju endaði leikurinn með jafntefli?Stjörnumenn lágu á Þrótti mest allan leikinn en tókst ekki að nýta sér góðar stöður sem liðið komst í oft á tíðum. Fjöldi hornspyrna og aukaspyrna Hilmars Árna endaði annað hvort í fanginu á Arnari Darra eða var skallaður í burtu. Þá fengu Stjörnumenn nokkur stórhættuleg færi sem ekki tókst að nýta. Þróttarar áttu fjölda hættulegra skyndisóknar og hin líflegi Acoff olli miklum usla í vörn Stjörnunnar, og lagði upp mark sinna manna. Fótbolti er yfirleitt sanngjörn íþrótt og Stjörnumenn geta ekki kvartað á meðan þeir skora ekki úr þeim færum sem þeir fá.Hvað gekk vel? Arnar Darri var frábær í markinu og greip hverja fyrirgjöfina og hvert skotið á fætur öðru í leiknum. Varnarleikur Þróttar gekk á heildina litið ágætlega þó Stjörnumenn hafi oft komist í ágætis stöður á vellinum. Acoff og Sörensen voru hættulegri þegar Þrótti tókst að sækja hratt, þegar lið Stjörnunnar var mest allt komið fram völlinn. Hjá Stjörnunni spilaði Heiðar Ægisson einna best djúpur á miðjunni enda gáfu Þróttarar honum mikið pláss til að athafna sig í. Honum tókst að dreifa boltanum ágætlega milli kanta. Liði Stjörnunnar tókst oft á tíðum að láta boltann ganga vel en mistókst að gera sér mat úr fínum færum.Hvað gekk illa?Stjörnunni tókst ekki að nýta sín færi í kvöld, Guðjón Baldvinsson fékk nokkur og Hólmbert Aron að minnsta kosti eitt dauðafæri eftir að hann kom inn á. Þá fór Dion Acoff oft illa með Hörð Árnason á kantinum. Kollegi Harðar í bakverði Þróttar Baldvin Sturluson missti boltann líka oft klaufalega í vörninni. Hins vegar voru aukaspyrnur og hornspyrnur Hilmars Árna vonbrigði kvöldsins, enda varð sjaldan eitthvað úr þeim.Hvað gerist næst? Stjarnan heldur áfram í toppbaráttunni. Liðið er stigi á eftir FH og tekur á móti KR á Samsung vellinum á mánudaginn. Þróttur er hins vegar enn límt við botninn, 9 stigum frá öruggu sæti. Þróttarar fara á Kópavogsvöll þar sem Breiðablik verður andstæðingurinn.Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, var þokkalega sáttur með sína menn í kvöld.Vísir/ErnirGreg Ryder: Dómarnir hljóta að fara að falla með okkur„Við spiluðum vel, líkt og gegn KR og Víkingi. Í þeim leikjum náðum við ekki úrslitum en í kvöld náðum við þeim úrslitum sem við áttum skilið,” segir Greg Ryder þjálfari Þróttar, sem enn er fullviss um að liðinu takist að halda sér uppi. Björgvin Stefánsson framherji Þróttar skoraði mark sem dæmt var af vegna rangstöðu við mikil mótmæli leikmanna Þróttar. Ryder segist ekki hafa séð atvikið nógu vel. Hann segir að honum hafi í síðust leikjum fundið dómara á köflum hafa farið illa með sína menn, dómararnir hljóti að fara að falla með hans mönnum.Rúnar Páll: Ekki nógu góðir fyrir framan markiðRúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segir frammistaða liðsins hafi verið ágæt út á velli en ekki nógu góð fyrir framan markið. Þá hafi liðið ekki nýtt nógu vel aukaspyrnur, hornspyrnur og fyrirgjafir í leiknum.Jóhann Laxdal segir Stjörnuna ætla að vera á toppnum á réttum tíma, þegar deildinni lýkur.Rúnar Páll segir það hafa verið viss vonbrigði að hafa ekki unnið leikinni. „Það eru alltaf vonbrigði að vinna ekki leiki.“ En liðið hafi fengið fjölda tækifæra til að skora. „En því miður gekk það ekki í dag“Jóhann Laxdal: Þarf bara að vera á réttum tíma á toppnumJóhann Laxdal, varnarjaxl Stjörnunnar, segir að lið hans hafi verið ágætt á köflum í kvöld en smá ákefð hefði vantað inn í teignum eftir 1-1 jafntefli við Þrótt í kvöld. Liðið hafi hins vegar misst dampinn í seinni hálfleik eftir að hafa látið hann ganga vel framan af leik. Ekki hafi gengið nógu vel að opna vörn Þróttar til að fá afgerandi færi. Jóhann segir það viss vonbrigði að hafa ekki náð toppsætinu eftir tap FH í kvöld en sigur hefði fleytt Stjörnunni í efsta sæti deildarinnar. „Það eru alltaf vonbrigði að komast ekki á toppi þegar tækifæri er til en það þarf bara að vera á réttum tíma á toppnum og það er það sem við ætlum okkur að gera.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira