Falleg hátíð fyrir fallegt fólk Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2016 09:00 Nóg var um að vera þegar ljósmyndara bar að garði. Innipúkatorgið var allt að smella saman í gær og nóg verður um dýrðir þar í dag og kvöld. Vísir/Eyþór „Þetta er að mínu mati eina tónlistarhátíðin um helgina. Hér erum við ekkert að djóka og hingað er fólk komið til þess að hafa það náðugt, vera saman, ræða við gamla vini og hitta nýja. Uppgötva nýja tónlist og hlusta á það sem það hefur verið að hlusta á mörg ár og fílar í botn. Vera saman, njóta þess og bera virðingu hvert fyrir öðru því það er engin þolinmæði hjá skipuleggjendum Innipúkans eða gestum hátíðarinnar fyrir ofbeldi af einhverri sort. Þetta er falleg hátíð, á hana kemur bara fallegt fólk að innan sem og utan og ég vonast til þess að helgin verði eftir því falleg,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn af skipuleggjendum tónlistar- og götuhátíðarinnar Innipúkans sem fer fram venju samkvæmt í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði á hátíðinni og auk ýmiss konar tónlistaratriða er skemmtileg dagskrá á Innipúkatorginu sem er fyrir utan skemmtistaðina Húrra og Gaukinn. „Á torginu verða plötusnúðar, í dag er fatamarkaður og á morgun myndlistarmarkaður, svo verður pub-quiz og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Ásgeir eldhress og mælir sterklega með því að þeir sem ætla að halda sig í bænum kíki á hátíðina en torgið hefur verið tyrft og hægt verður að kaupa ýmsar veitingar og veigar þar um helgina og ættu öll skilningarvitin því að vera vel nærð á Innipúkanum. Dagskráin á torginu hefst klukkan 14.00 í dag og tónleikadagskrá kvöldsins hefst klukkan 20.00. Meðal þeirra tónlistaratriða sem fram koma í kvöld eru Helgi Björnsson & Boogie Trouble, Kött Grá Pje, Hildur og Friðrik Dór. Annað kvöld koma meðal annars fram Aron Can, Emmsjé Gauti, Grísalappalísa og Karó. Miða á hátíðina má nálgast á staðnum þótt aðstandendur hennar mæli með því að fjárfesta í miða á vefsíðunni Tix.is. Dagspassar kosta 3.990 og miði á alla daga hátíðarinnar kostar 7.990 krónur. Dagskráin fer fram á skemmtistöðunum Húrra og Gauknum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tónlist Tengdar fréttir Svona verður dagskráin á Innipúkanum Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. 27. júlí 2016 14:23 Diskó útgáfur af smellum Helga Björns Helgi Björns og diskóboltarnir í Boogie Trouble munu sameinast í eina kvöldstund á Innipúkanum og ætla að taka diskó-rokk bræðingsútgáfur af nokkrum af þeim ótal smellum sem er að finna í smiðju Helga Björns 14. júlí 2016 08:00 Mest lesið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
„Þetta er að mínu mati eina tónlistarhátíðin um helgina. Hér erum við ekkert að djóka og hingað er fólk komið til þess að hafa það náðugt, vera saman, ræða við gamla vini og hitta nýja. Uppgötva nýja tónlist og hlusta á það sem það hefur verið að hlusta á mörg ár og fílar í botn. Vera saman, njóta þess og bera virðingu hvert fyrir öðru því það er engin þolinmæði hjá skipuleggjendum Innipúkans eða gestum hátíðarinnar fyrir ofbeldi af einhverri sort. Þetta er falleg hátíð, á hana kemur bara fallegt fólk að innan sem og utan og ég vonast til þess að helgin verði eftir því falleg,“ segir Ásgeir Guðmundsson, einn af skipuleggjendum tónlistar- og götuhátíðarinnar Innipúkans sem fer fram venju samkvæmt í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði á hátíðinni og auk ýmiss konar tónlistaratriða er skemmtileg dagskrá á Innipúkatorginu sem er fyrir utan skemmtistaðina Húrra og Gaukinn. „Á torginu verða plötusnúðar, í dag er fatamarkaður og á morgun myndlistarmarkaður, svo verður pub-quiz og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Ásgeir eldhress og mælir sterklega með því að þeir sem ætla að halda sig í bænum kíki á hátíðina en torgið hefur verið tyrft og hægt verður að kaupa ýmsar veitingar og veigar þar um helgina og ættu öll skilningarvitin því að vera vel nærð á Innipúkanum. Dagskráin á torginu hefst klukkan 14.00 í dag og tónleikadagskrá kvöldsins hefst klukkan 20.00. Meðal þeirra tónlistaratriða sem fram koma í kvöld eru Helgi Björnsson & Boogie Trouble, Kött Grá Pje, Hildur og Friðrik Dór. Annað kvöld koma meðal annars fram Aron Can, Emmsjé Gauti, Grísalappalísa og Karó. Miða á hátíðina má nálgast á staðnum þótt aðstandendur hennar mæli með því að fjárfesta í miða á vefsíðunni Tix.is. Dagspassar kosta 3.990 og miði á alla daga hátíðarinnar kostar 7.990 krónur. Dagskráin fer fram á skemmtistöðunum Húrra og Gauknum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tónlist Tengdar fréttir Svona verður dagskráin á Innipúkanum Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. 27. júlí 2016 14:23 Diskó útgáfur af smellum Helga Björns Helgi Björns og diskóboltarnir í Boogie Trouble munu sameinast í eina kvöldstund á Innipúkanum og ætla að taka diskó-rokk bræðingsútgáfur af nokkrum af þeim ótal smellum sem er að finna í smiðju Helga Björns 14. júlí 2016 08:00 Mest lesið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Svona verður dagskráin á Innipúkanum Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. 27. júlí 2016 14:23
Diskó útgáfur af smellum Helga Björns Helgi Björns og diskóboltarnir í Boogie Trouble munu sameinast í eina kvöldstund á Innipúkanum og ætla að taka diskó-rokk bræðingsútgáfur af nokkrum af þeim ótal smellum sem er að finna í smiðju Helga Björns 14. júlí 2016 08:00