Tilvistarkreppa Netflix Stjórnarmaðurinn skrifar 20. júlí 2016 09:15 Bréf í streymiþjónustunni Netflix sem skráð er á markað í New York hafa hríðfallið frá vikubyrjun eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung. Einkum voru það áskriftartölur sem skelfdu fjárfesta en Netflix var langt frá því að ná yfirlýstu markmiði um 2,5 milljónir nýrra notenda á fjórðungnum. Það þrátt fyrir að hafa nýverið kynnt þjónustu sína til leiks í 130 nýjum löndum, þar með talið á Íslandi. Netflix hefur um árabil farið með himinskautum á hlutabréfamarkaði. Hátt verð hefur einkum verið réttlætt með væntingum um mikinn tekjuvöxt í náinni framtíð. Streymiþjónustur á borð við Netflix séu framtíðin á meðan hefðbundnari afþreyingarfyrirtæki eigi undir högg að sækja. Þess vegna er Netflix metið á 130x EBIDTA hagnað á meðan hefðbundið sjónvarpsfyrirtæki á borð við Sky er metið á 9 til 10x EBIDTA. Gallinn er bara sá að Netflix á í ákveðinni tilvistarkreppu. Stóru kvikmyndaverin sjá Netflix sem ógn og hafa því dregið verulega úr sölu á efni til þeirra. Af þeim sökum er mikið af gömlu og úr sér gengnu efni á þjónustunni. Þetta hefur líka orðið til þess að Netflix hefur í auknum mæli þurft að stóla á eigin framleiðslu til að halda viðskiptavinum og laða að nýja. Vissulega hefur þeim oft tekist prýðilega til, samanber House of Cards og Narcos, en eigin framleiðsla er gríðarlega kostnaðarsöm. Síðast en ekki síst eru komnar fjölmargar streymiþjónustur sem keppa við Netflix. Má þar nefna Now TV í Bretlandi sem rekið er af Sky og hefur að geyma nýrra og ferskara efni en Netflix. Það er líf í gömlu hundunum og Netflix situr ekki lengur eitt að sínu viðskiptamódeli. Hvað er þá til ráða fyrir Netflix? Einhvern tíma hætta fjárfestar að einblína á framtíðarvöxt og fara að velta fyrir sér tekjum og rekstrarhorfum hér og nú. Í því samhengi er áhugavert að velta því fyrir sér að Sky í Bretlandi hefur aflað meiri nýrra tekna undanfarin ár en Netflix utan Bandaríkjanna. Vandi er um að spá en fyrst áskriftartölur virðast staðnaðar er varla annað að gera en hækka verðið – og umtalsvert ef Netflix ætlar að standast fyrirtækjum á borð við Sky snúning þegar kemur að arðsemi. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Bréf í streymiþjónustunni Netflix sem skráð er á markað í New York hafa hríðfallið frá vikubyrjun eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung. Einkum voru það áskriftartölur sem skelfdu fjárfesta en Netflix var langt frá því að ná yfirlýstu markmiði um 2,5 milljónir nýrra notenda á fjórðungnum. Það þrátt fyrir að hafa nýverið kynnt þjónustu sína til leiks í 130 nýjum löndum, þar með talið á Íslandi. Netflix hefur um árabil farið með himinskautum á hlutabréfamarkaði. Hátt verð hefur einkum verið réttlætt með væntingum um mikinn tekjuvöxt í náinni framtíð. Streymiþjónustur á borð við Netflix séu framtíðin á meðan hefðbundnari afþreyingarfyrirtæki eigi undir högg að sækja. Þess vegna er Netflix metið á 130x EBIDTA hagnað á meðan hefðbundið sjónvarpsfyrirtæki á borð við Sky er metið á 9 til 10x EBIDTA. Gallinn er bara sá að Netflix á í ákveðinni tilvistarkreppu. Stóru kvikmyndaverin sjá Netflix sem ógn og hafa því dregið verulega úr sölu á efni til þeirra. Af þeim sökum er mikið af gömlu og úr sér gengnu efni á þjónustunni. Þetta hefur líka orðið til þess að Netflix hefur í auknum mæli þurft að stóla á eigin framleiðslu til að halda viðskiptavinum og laða að nýja. Vissulega hefur þeim oft tekist prýðilega til, samanber House of Cards og Narcos, en eigin framleiðsla er gríðarlega kostnaðarsöm. Síðast en ekki síst eru komnar fjölmargar streymiþjónustur sem keppa við Netflix. Má þar nefna Now TV í Bretlandi sem rekið er af Sky og hefur að geyma nýrra og ferskara efni en Netflix. Það er líf í gömlu hundunum og Netflix situr ekki lengur eitt að sínu viðskiptamódeli. Hvað er þá til ráða fyrir Netflix? Einhvern tíma hætta fjárfestar að einblína á framtíðarvöxt og fara að velta fyrir sér tekjum og rekstrarhorfum hér og nú. Í því samhengi er áhugavert að velta því fyrir sér að Sky í Bretlandi hefur aflað meiri nýrra tekna undanfarin ár en Netflix utan Bandaríkjanna. Vandi er um að spá en fyrst áskriftartölur virðast staðnaðar er varla annað að gera en hækka verðið – og umtalsvert ef Netflix ætlar að standast fyrirtækjum á borð við Sky snúning þegar kemur að arðsemi.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira