ESB sektar vörubílaframleiðendur um 398 milljarða vegna samráðs Finnur Thorlacius skrifar 20. júlí 2016 13:33 Samráðið evrópskra vörubílaframleiðenda er talið hafa staðið yfir í meira en 14 ár. Í janúar 2011 hóf Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins rannsókn á meintu ólöglegu verðsamráði fimm stærstu vörubílaframleiðenda Evrópu. Fyrirtækin sem um ræðir eru Daimler, DAF, Iveco, MAN og Volvo/Renault. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að fyrirtækin hafi auk verðsamráðs verið samtaka um að fara svig við reglur um eldsneytissparnað og mengun. Samráðið er talið hafa staðið yfir í meira en 14 ár. Í dag tilkynnti Margarethe Vestager samkeppnismálastjóri ESB um 2,94 milljarða evru sekt á fyrirtækin vegna þessara alvarlegu brota, eða sem nemur 398 milljörðum króna. ,,Það er óásættanlegt að MAN, Volvo/Renault, Daimler, Iveco og DAF, sem samanlagt framleiða 9 af hverjum 10 miðlungs- og stærri vörubílum í Evrópu, hafi myndað með sér ólögmætan samráðshring til að komast undan samkeppni á markaði,” sagði Margarethe Vestager í yfirlýsingu. Þetta er lang hæsta samkeppnissekt sem lögð hefur verið á fyrirtæki innan ESB en gamla metið var 1,4 milljarðar evra vegna ólögmæts samráðs framleiðenda sjónvarps- og tölvuskjáa frá 2012. Þýska fyrirtækið MAN sem er hluti af Volkswagen samsteypunni var þátttakandi í þessum samráðshring en komst undan sektum þar sem fyrirtækið tikynnti upphaflega um samráðið til yfirvalda og aðstoðaði við rannsóknina. Hæsta sektin leggst á Daimler eða 1,01 milljarður evra, DAF á að borga um 753 milljónir evra, Volvo/Renault er sektað um 670 milljónir evra og Iveco á að greiða um 495 milljónir evra. Þessi frétt er fengin af vef Félags Íslenskra Bifreiðaeigenda, fib.is. Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent
Í janúar 2011 hóf Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins rannsókn á meintu ólöglegu verðsamráði fimm stærstu vörubílaframleiðenda Evrópu. Fyrirtækin sem um ræðir eru Daimler, DAF, Iveco, MAN og Volvo/Renault. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að fyrirtækin hafi auk verðsamráðs verið samtaka um að fara svig við reglur um eldsneytissparnað og mengun. Samráðið er talið hafa staðið yfir í meira en 14 ár. Í dag tilkynnti Margarethe Vestager samkeppnismálastjóri ESB um 2,94 milljarða evru sekt á fyrirtækin vegna þessara alvarlegu brota, eða sem nemur 398 milljörðum króna. ,,Það er óásættanlegt að MAN, Volvo/Renault, Daimler, Iveco og DAF, sem samanlagt framleiða 9 af hverjum 10 miðlungs- og stærri vörubílum í Evrópu, hafi myndað með sér ólögmætan samráðshring til að komast undan samkeppni á markaði,” sagði Margarethe Vestager í yfirlýsingu. Þetta er lang hæsta samkeppnissekt sem lögð hefur verið á fyrirtæki innan ESB en gamla metið var 1,4 milljarðar evra vegna ólögmæts samráðs framleiðenda sjónvarps- og tölvuskjáa frá 2012. Þýska fyrirtækið MAN sem er hluti af Volkswagen samsteypunni var þátttakandi í þessum samráðshring en komst undan sektum þar sem fyrirtækið tikynnti upphaflega um samráðið til yfirvalda og aðstoðaði við rannsóknina. Hæsta sektin leggst á Daimler eða 1,01 milljarður evra, DAF á að borga um 753 milljónir evra, Volvo/Renault er sektað um 670 milljónir evra og Iveco á að greiða um 495 milljónir evra. Þessi frétt er fengin af vef Félags Íslenskra Bifreiðaeigenda, fib.is.
Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent