Welcome to Iceland: Allt á ensku í miðbænum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2016 07:00 Flest skilti og gluggamerkingar í miðbænum eru á ensku. Á síðustu árum hefur orðið hröð þróun í miðbæ Reykjavíkur. Verslanir og veitingastaðir hafa lifnað við og fjölmenni er þar frá morgni til kvölds. Það er þó ekki fyrr en því er gefinn sérstakur gaumur að maður tekur eftir því að flestöll skilti og gluggaskraut, hádegistilboð og útsöluauglýsingar eru á ensku. „Það er orðið svo sjálfgefið að þetta sé á ensku að maður hættir að taka eftir því,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, þegar hann er spurður um hvaða áhrif þessi þróun hefur á tungumálið. „Það er alls konar aukið áreiti á tungumálið, þetta er eitt af því,“ segir hann og bendir á að annað áreiti sé meðal annars snjallsímanotkun og áhorf á Netflix.Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræðiEiríkur segir lágmark að merkingar séu einnig á íslensku. „Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að hafa merkingar á ensku. En það er ótækt ef þær ýta íslenskunni í burtu.“ Því er Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, sammála. „Mikill meirihluti þeirra sem eiga leið um miðborg Reykjavíkur eru erlendir ferðamenn og því leitast fyrirtæki í ferðaþjónustu eftir að upplýsa þá eftir bestu getu. Við megum hins vegar ekki glata okkar sérkennum og því kann hinn gullni meðalvegur að vera góður, að upplýsa bæði á íslensku og erlendum tungumálum. Það eru annars engin lög eða reglur um þetta annað en að menn verða að greina satt og rétt frá,“ segir Skapti Örn.Skapti Örn ÓlafssonJakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, hefur skýra skoðun á málinu. „Merkingar ættu að vera bæði á íslensku og ensku,“ segir hann. „Jafnvel þótt sexfalt fleiri enskumælandi fari um bæinn en íslenskumælandi þá þarf að standa dyggan vörð um íslenskuna.“ Jakob bendir á að reynt sé að vera íslenskumegin í miðborginni. „Við höfum til dæmis innleitt Föstudag til fjár, í stað Black Friday. Einnig tölum við um Októberhátíð en ekki Octoberfest.“ Miðborgin okkar er með tilmæli til verslunareigenda um að skilti séu á íslensku og ensku en engar reglur eru til um það. „Við mælum með því enda er áhugavert fyrir útlendinga að rýna í muninn á tungumálunum og sjá hvað til dæmis rúnstykki þýðir.“Jakob Frímann MagnússonJakob segir umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hafa það vald að ákvarða reglur um skilti og merkingar. Eftir að svokölluð rekstrarleyfi voru tekin úr gildi sé í raun lítið regluverk í kringum svona hluti. „En með regluverki væri auðveldara að koma á fót stýringu sem sporna myndi við of mikilli einsleitni í rekstri og hægt væri að standa vörð um sérkennin og séríslenska sjarmann sem miðast við innlendan smekk og þarfir.“Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuHér má sjá enskan texta á klukkuturninum á Lækjartorgi Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Á síðustu árum hefur orðið hröð þróun í miðbæ Reykjavíkur. Verslanir og veitingastaðir hafa lifnað við og fjölmenni er þar frá morgni til kvölds. Það er þó ekki fyrr en því er gefinn sérstakur gaumur að maður tekur eftir því að flestöll skilti og gluggaskraut, hádegistilboð og útsöluauglýsingar eru á ensku. „Það er orðið svo sjálfgefið að þetta sé á ensku að maður hættir að taka eftir því,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, þegar hann er spurður um hvaða áhrif þessi þróun hefur á tungumálið. „Það er alls konar aukið áreiti á tungumálið, þetta er eitt af því,“ segir hann og bendir á að annað áreiti sé meðal annars snjallsímanotkun og áhorf á Netflix.Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræðiEiríkur segir lágmark að merkingar séu einnig á íslensku. „Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því að hafa merkingar á ensku. En það er ótækt ef þær ýta íslenskunni í burtu.“ Því er Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, sammála. „Mikill meirihluti þeirra sem eiga leið um miðborg Reykjavíkur eru erlendir ferðamenn og því leitast fyrirtæki í ferðaþjónustu eftir að upplýsa þá eftir bestu getu. Við megum hins vegar ekki glata okkar sérkennum og því kann hinn gullni meðalvegur að vera góður, að upplýsa bæði á íslensku og erlendum tungumálum. Það eru annars engin lög eða reglur um þetta annað en að menn verða að greina satt og rétt frá,“ segir Skapti Örn.Skapti Örn ÓlafssonJakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, hefur skýra skoðun á málinu. „Merkingar ættu að vera bæði á íslensku og ensku,“ segir hann. „Jafnvel þótt sexfalt fleiri enskumælandi fari um bæinn en íslenskumælandi þá þarf að standa dyggan vörð um íslenskuna.“ Jakob bendir á að reynt sé að vera íslenskumegin í miðborginni. „Við höfum til dæmis innleitt Föstudag til fjár, í stað Black Friday. Einnig tölum við um Októberhátíð en ekki Octoberfest.“ Miðborgin okkar er með tilmæli til verslunareigenda um að skilti séu á íslensku og ensku en engar reglur eru til um það. „Við mælum með því enda er áhugavert fyrir útlendinga að rýna í muninn á tungumálunum og sjá hvað til dæmis rúnstykki þýðir.“Jakob Frímann MagnússonJakob segir umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hafa það vald að ákvarða reglur um skilti og merkingar. Eftir að svokölluð rekstrarleyfi voru tekin úr gildi sé í raun lítið regluverk í kringum svona hluti. „En með regluverki væri auðveldara að koma á fót stýringu sem sporna myndi við of mikilli einsleitni í rekstri og hægt væri að standa vörð um sérkennin og séríslenska sjarmann sem miðast við innlendan smekk og þarfir.“Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuHér má sjá enskan texta á klukkuturninum á Lækjartorgi
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira