Næsti Bentley Mulsanne rafdrifinn? Finnur Thorlacius skrifar 21. júlí 2016 09:49 Bentley Mulsanne. Hjá breska lúxusbílaframleiðandanum Bentley er nú verið hugleiða það að framleiða næstu kynslóð Bentley Mulsanne með rafmagnsdrifrás og yrði hann fyrsti rafdrifni bíll fyrirtækisins. Sífellt strangari kröfur eru nú settar bílaframleiðendum varðandi sparneytnari bíla og þung gjöld leggjast víða á mikið mengandi bíla. Núverandi Bentley Mulsanne er einmitt einn slíkur, með V8 vél sem sturtar niður bensíni, enda er bílinn ríflega 2,7 tonn að þyngd. Bentley horfir einna helst til Kína hvað þessa breytingu á bílnum varðar og myndi hann lækka verulega í verði ef hann væri búinn rafmagnsdrifrás. Í Bandaríkjunum kostar Mulsanne norðanmegin við 300.000 dollara, eða um 37 milljónir króna. Bentley menn segja að það henti einmitt enn betur þungum lúxusbílum að vera búnir rafmagnsdrifrás en þeim léttari þar sem jafnt og snöggt tog rafmótora henti þeim þungu einkar vel. Það myndi þó þýða að bíllinn þyrfti að vera með ógnarmagn rafhlaða sem vega sitt og gætu gert bílinn enn þyngri. Líklegt er talið að Mulsanne verði boðinn á ákveðnum mörkuðum með rafmagnsdrifrás, en með bensínvél á öðrum. Sú vél gæti þá orðið hin nýja 6,0 lítra og 600 hestafla W12 vél sem fer í nokkra bíla hinnar stóru Volkswagen bílafjölskyldu, meðal annars í Audi A8 og Bentley Continental. Þó stór sé þá er þessi vél mun sparneytnari en sú V8 vél sem er í Bentley Mulsanne nú. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Hjá breska lúxusbílaframleiðandanum Bentley er nú verið hugleiða það að framleiða næstu kynslóð Bentley Mulsanne með rafmagnsdrifrás og yrði hann fyrsti rafdrifni bíll fyrirtækisins. Sífellt strangari kröfur eru nú settar bílaframleiðendum varðandi sparneytnari bíla og þung gjöld leggjast víða á mikið mengandi bíla. Núverandi Bentley Mulsanne er einmitt einn slíkur, með V8 vél sem sturtar niður bensíni, enda er bílinn ríflega 2,7 tonn að þyngd. Bentley horfir einna helst til Kína hvað þessa breytingu á bílnum varðar og myndi hann lækka verulega í verði ef hann væri búinn rafmagnsdrifrás. Í Bandaríkjunum kostar Mulsanne norðanmegin við 300.000 dollara, eða um 37 milljónir króna. Bentley menn segja að það henti einmitt enn betur þungum lúxusbílum að vera búnir rafmagnsdrifrás en þeim léttari þar sem jafnt og snöggt tog rafmótora henti þeim þungu einkar vel. Það myndi þó þýða að bíllinn þyrfti að vera með ógnarmagn rafhlaða sem vega sitt og gætu gert bílinn enn þyngri. Líklegt er talið að Mulsanne verði boðinn á ákveðnum mörkuðum með rafmagnsdrifrás, en með bensínvél á öðrum. Sú vél gæti þá orðið hin nýja 6,0 lítra og 600 hestafla W12 vél sem fer í nokkra bíla hinnar stóru Volkswagen bílafjölskyldu, meðal annars í Audi A8 og Bentley Continental. Þó stór sé þá er þessi vél mun sparneytnari en sú V8 vél sem er í Bentley Mulsanne nú.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent