Annie Mist missti toppsætið eftir sjósundið | Sara synti hraðast af Íslendingunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2016 16:32 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Vísir/Daníel Íslenska crossfit fólkið fékk að glíma við sjósund í fyrstu grein dagsins á heimsleikunum í crossfit og þar gekk mikið á. Allir keppendurnir, 40 karlar og 40 konur, kepptu á sama tíma þannig að þau voru að synda í einum hnapp og á móti ágætis öldum.Að neðan má sjá upptöku frá keppni í sjósundinu.Þetta snérist því ekki aðeins um að synda þessa fjarlægð heldur einnig um að þora og hafa betur í baráttu um stöðu í sjónum. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark af íslensku keppendunum og var bæði á undan Björgvini Karli Guðmundssyni og hinum þremur íslensku stelpunum, þeim Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Þuríði Erlu Helgadóttur og Annie Mist Þórisdóttur. Eftir fyrstu grein dagsins eru allar íslensku stelpurnar meðal þeirra tuttugu fremstu í heildarkeppninni. Annie Mist hefur tvívegis sigrað á heimsleikunum en þurfti að hætta keppni á leikunum í fyrra.Vísir/StefánAnnie Mist Þórisdóttir var í efsta sæti í kvennaflokki eftir fyrsta daginn í gær en hún varð í 22. sæti í sjósundinu og datt niður um fjögur sæti. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark af íslensku stelpunum. Hún varð í fjórða sæti í sjósundinu og hækkaði sig úr 5. sæti í heildarkeppninni upp í sæti fjögur. Ragnheiður Sara ef því efst af íslensku keppendunum eftir fyrstu fjórar greinarnar. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði ellefta besta tímanum og er nú komin upp í tíunda sæti eftir að hafa klikkað í annarri greininni í gær. Þuríður Erla Helgadóttir og Lilja Lind Helgadóttir sjást hér á æfingu í gær.Vísir/ValliÞuríður Erla Helgadóttir varð í 17. sæti í sjósundinu og það skilar henni í 19. sæti í heildarkeppninni. Tia-Clair Toomey kom fyrst í mark á 7:28.23 mínútum en Ragnheiður Sara kom í mark á 7:38.22 mínútum eða aðeins tíu sekúndum seinna. Tími Katrínar Tönju var 8:42.78 mínútur, Þuríður Erla kom í mark á 8:54.95 mínútum og tími Annie Mist var 9:07.82 mínútur. Björgvin Karl Guðmundsson varð í sautjánda sæti hjá körlunum en hann kom í mark á 8:12.01 mínútum og var því hálfri mínútu á eftir Ragnheiði Söru. Björgvin Karl hækkaði sig um tvö sæti og er nú í fimmta sæti í heildarkeppninni. CrossFit Tengdar fréttir Annie Mist komin í toppsætið eftir frábæra þriðju grein Annie Mist Þórisdóttir er í fyrsta sæti í keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit eftir fyrsta daginn en þrjár fyrstu greinarnar fóru fram í dag. 20. júlí 2016 21:57 Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45 Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
Íslenska crossfit fólkið fékk að glíma við sjósund í fyrstu grein dagsins á heimsleikunum í crossfit og þar gekk mikið á. Allir keppendurnir, 40 karlar og 40 konur, kepptu á sama tíma þannig að þau voru að synda í einum hnapp og á móti ágætis öldum.Að neðan má sjá upptöku frá keppni í sjósundinu.Þetta snérist því ekki aðeins um að synda þessa fjarlægð heldur einnig um að þora og hafa betur í baráttu um stöðu í sjónum. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark af íslensku keppendunum og var bæði á undan Björgvini Karli Guðmundssyni og hinum þremur íslensku stelpunum, þeim Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Þuríði Erlu Helgadóttur og Annie Mist Þórisdóttur. Eftir fyrstu grein dagsins eru allar íslensku stelpurnar meðal þeirra tuttugu fremstu í heildarkeppninni. Annie Mist hefur tvívegis sigrað á heimsleikunum en þurfti að hætta keppni á leikunum í fyrra.Vísir/StefánAnnie Mist Þórisdóttir var í efsta sæti í kvennaflokki eftir fyrsta daginn í gær en hún varð í 22. sæti í sjósundinu og datt niður um fjögur sæti. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark af íslensku stelpunum. Hún varð í fjórða sæti í sjósundinu og hækkaði sig úr 5. sæti í heildarkeppninni upp í sæti fjögur. Ragnheiður Sara ef því efst af íslensku keppendunum eftir fyrstu fjórar greinarnar. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði ellefta besta tímanum og er nú komin upp í tíunda sæti eftir að hafa klikkað í annarri greininni í gær. Þuríður Erla Helgadóttir og Lilja Lind Helgadóttir sjást hér á æfingu í gær.Vísir/ValliÞuríður Erla Helgadóttir varð í 17. sæti í sjósundinu og það skilar henni í 19. sæti í heildarkeppninni. Tia-Clair Toomey kom fyrst í mark á 7:28.23 mínútum en Ragnheiður Sara kom í mark á 7:38.22 mínútum eða aðeins tíu sekúndum seinna. Tími Katrínar Tönju var 8:42.78 mínútur, Þuríður Erla kom í mark á 8:54.95 mínútum og tími Annie Mist var 9:07.82 mínútur. Björgvin Karl Guðmundsson varð í sautjánda sæti hjá körlunum en hann kom í mark á 8:12.01 mínútum og var því hálfri mínútu á eftir Ragnheiði Söru. Björgvin Karl hækkaði sig um tvö sæti og er nú í fimmta sæti í heildarkeppninni.
CrossFit Tengdar fréttir Annie Mist komin í toppsætið eftir frábæra þriðju grein Annie Mist Þórisdóttir er í fyrsta sæti í keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit eftir fyrsta daginn en þrjár fyrstu greinarnar fóru fram í dag. 20. júlí 2016 21:57 Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45 Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
Annie Mist komin í toppsætið eftir frábæra þriðju grein Annie Mist Þórisdóttir er í fyrsta sæti í keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit eftir fyrsta daginn en þrjár fyrstu greinarnar fóru fram í dag. 20. júlí 2016 21:57
Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Ballið byrjað hjá skyttunum fjórum í kvennaflokki og Björgvini Guðmundssyni. 20. júlí 2016 17:45