Verið góður en vill gera betur Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2016 08:00 Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, er besti leikmaður fyrri umferðar Pepsídeildar karla samkvæmt einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis en hann er með 6,73 í meðaleinkunn eftir ellefu umferðir. Breiðablik hefur eins og í fyrra aðeins fengið á sig átta mörk í fyrstu ellefu leikjunum. Vísir/Hanna Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, er leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta en hann er efstur í einkunnagjöf blaðsins. Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gefa öllum leikmönnum einkunn frá 1-10 og er Damir með 6,73 í meðaleinkunn. Hann er rétt á undan fyrirliða sínum Oliver Sigurjónssyni sem er í öðru sæti með 6,67 og þriðji Blikinn, Andri Rafn Yeoman, er með 6,55. „Þetta kemur mér aðeins á óvart. Mér finnst ég vera búinn að spila ágætlega en ég get gert miklu betur,“ segir Damir í viðtali við Fréttablaðið. „Ég er búinn að setja markið hátt fyrir sjálfan mig eftir síðasta ár.“Múrað fyrir markið Eins og í fyrra er Breiðablik aðeins búið að fá á sig átta mörk eftir ellefu umferðir. Liðið er nú í fjórða sæti með 19 stig, þremur stigum frá toppsætinu en á sama tíma í fyrra var það með 22 stig í þriðja sæti og tveimur stigum frá toppnum. Liðið er búið að skora fimm mörkum minna en á sama tíma í fyrra. „Ég hef verið ánægður með varnarleikinn. Við getum gert betur fram á við. Það er fínt að fá Árna Vilhjálms inn núna. Hann er mjög góður eins og sást í síðasta leik þar sem hann lagði upp þrjú mörk. Það hefur kannski vantað upp á hjá okkur,“ segir Damir en Blikaliðið er aðeins búið að skora þrettán mörk. Varnarleikur Blika í heild sinni hefur hlotið náð fyrir augum skríbenta Fréttablaðsins og Vísis því félagi hans í miðverðinum Elfar Freyr Helgason er einnig með yfir sex í meðaleinkunn sem og markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson. Þeir eru því miðverðirnir, markvörðurinn, varnarsinnaði miðjumaðurinn og besti pressuleikmaðurinn, Andri Rafn, með yfir sex.Elskar Gulla Damir hefur áður viðurkennt að hafa ekki tekið fótboltann nægilega alvarlega en hann tók sig vel í gegn þegar hann gekk í raðir Leiknis í 1. deildinni 2012. Gott tímabil þar fleytti honum til Ólafsvíkur í Pepsi-deildinni en Ólafur Kristjánsson fékk hann svo til Breiðabliks 2014 þar sem miðvörðurinn hefur blómstrað. Þrátt fyrir að spila mjög vel núna í eitt og hálft tímabil fær Damir ekki alltaf mesta lofið en það truflar hann ekkert. „Alls ekki. Við erum lið. Þetta er liðsíþrótt. Umfjöllunin um mig hefur bara verið fín,“ segir Damir sem bætir við að Blikarnir stefni á titilinn og hafa það sem þarf til þess að vinna mótið. „Ég held að fólk átti sig ekki á hversu góðan hóp við erum með. Við erum með virkilega góða leikmenn, bæði unga og eldri þannig að við setjum stefnuna á titilinn.“ Elsti maður Pepsi-deildarinnar, Gunnleifur Gunnleifsson, stendur vaktina í marki Blika. Reynslan sem hann býr yfir gerir mikið fyrir Blikaliðið en hvað gerir hann svona sérstakan? „Fyrst og fremst hversu góður maður hann er. Hann er yndislegur maður og ég elska hann. Gulli er besti markvörður á Íslandi. Við vitum það og það gefur okkur auka kraft í leikjum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Damir Muminovic, miðvörður Breiðabliks, er leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta en hann er efstur í einkunnagjöf blaðsins. Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gefa öllum leikmönnum einkunn frá 1-10 og er Damir með 6,73 í meðaleinkunn. Hann er rétt á undan fyrirliða sínum Oliver Sigurjónssyni sem er í öðru sæti með 6,67 og þriðji Blikinn, Andri Rafn Yeoman, er með 6,55. „Þetta kemur mér aðeins á óvart. Mér finnst ég vera búinn að spila ágætlega en ég get gert miklu betur,“ segir Damir í viðtali við Fréttablaðið. „Ég er búinn að setja markið hátt fyrir sjálfan mig eftir síðasta ár.“Múrað fyrir markið Eins og í fyrra er Breiðablik aðeins búið að fá á sig átta mörk eftir ellefu umferðir. Liðið er nú í fjórða sæti með 19 stig, þremur stigum frá toppsætinu en á sama tíma í fyrra var það með 22 stig í þriðja sæti og tveimur stigum frá toppnum. Liðið er búið að skora fimm mörkum minna en á sama tíma í fyrra. „Ég hef verið ánægður með varnarleikinn. Við getum gert betur fram á við. Það er fínt að fá Árna Vilhjálms inn núna. Hann er mjög góður eins og sást í síðasta leik þar sem hann lagði upp þrjú mörk. Það hefur kannski vantað upp á hjá okkur,“ segir Damir en Blikaliðið er aðeins búið að skora þrettán mörk. Varnarleikur Blika í heild sinni hefur hlotið náð fyrir augum skríbenta Fréttablaðsins og Vísis því félagi hans í miðverðinum Elfar Freyr Helgason er einnig með yfir sex í meðaleinkunn sem og markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson. Þeir eru því miðverðirnir, markvörðurinn, varnarsinnaði miðjumaðurinn og besti pressuleikmaðurinn, Andri Rafn, með yfir sex.Elskar Gulla Damir hefur áður viðurkennt að hafa ekki tekið fótboltann nægilega alvarlega en hann tók sig vel í gegn þegar hann gekk í raðir Leiknis í 1. deildinni 2012. Gott tímabil þar fleytti honum til Ólafsvíkur í Pepsi-deildinni en Ólafur Kristjánsson fékk hann svo til Breiðabliks 2014 þar sem miðvörðurinn hefur blómstrað. Þrátt fyrir að spila mjög vel núna í eitt og hálft tímabil fær Damir ekki alltaf mesta lofið en það truflar hann ekkert. „Alls ekki. Við erum lið. Þetta er liðsíþrótt. Umfjöllunin um mig hefur bara verið fín,“ segir Damir sem bætir við að Blikarnir stefni á titilinn og hafa það sem þarf til þess að vinna mótið. „Ég held að fólk átti sig ekki á hversu góðan hóp við erum með. Við erum með virkilega góða leikmenn, bæði unga og eldri þannig að við setjum stefnuna á titilinn.“ Elsti maður Pepsi-deildarinnar, Gunnleifur Gunnleifsson, stendur vaktina í marki Blika. Reynslan sem hann býr yfir gerir mikið fyrir Blikaliðið en hvað gerir hann svona sérstakan? „Fyrst og fremst hversu góður maður hann er. Hann er yndislegur maður og ég elska hann. Gulli er besti markvörður á Íslandi. Við vitum það og það gefur okkur auka kraft í leikjum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn