Ruslið eykst í takt við aukna heimagistingu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2016 07:00 Kvartanir berast vegna yfirfullra sorptunna í Reykjavík. vísir/Anton brink Sorpmagn hefur aukist milli ára. Aukningin er um það bil tíu prósent á blönduðum úrgangi og um tuttugu prósent á framkvæmdaúrgangi frá því á sama tímabili í fyrra. „Júlí er oft annasamur mánuður en þær tölur sem við erum með sýna aukningu,“ segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva Sorpu. Tölurnar eiga við sorp á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Sorphirðu Reykjavíkur hafa þó nokkrar kvartanir borist undanfarið vegna yfirfullra ruslatunna í borginni. „Meira fólki fylgir auðvitað meira rusl og ég hef það á tilfinningunni að aukningin sé meðal annars vegna heimagistingar ferðamanna,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkurborgar. Sigríður bætir við að eðlilegt sé að sorpmagn aukist í borginni miðað við allan þann fjölda ferðamanna sem gista í heimahúsum þessa dagana. „Við getum auðvitað ekki staðhæft að þetta sé vegna þeirra en við höfum það á tilfinningunni og heyrum það á íbúum,“ segir Sigríður. Að sögn Sigríðar gefur auga leið að ef fólk er að leigja út til ferðamanna þá þurfi það að fá sér fleiri ruslatunnur. „Leiðin til að bregðast við er að fá sér fleiri ílát eftir þörfum. Einnig þurfa íbúðareigendur að fræða og upplýsa gesti sína um það hvaða flokkun sé til staðar og hvað megi setja í ílátin,“ segir Sigríður. Guðmundur Tryggvi tekur undir þetta og segir að klárlega hafi fleiri íbúðir í útleigu áhrif á úrgangsmagn meðal annarra þátta. „Þegar það er mikil aukning á skömmum tíma verður maður að spyrja sig hvað sé í gangi,“ segir Guðmundur Tryggvi en varðandi flokkun á rusli þætti honum langeðlilegast að þeir sem leigja út íbúðir sínar ættu að upplýsa og fræða ferðamenn um flokkunina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Sorpmagn hefur aukist milli ára. Aukningin er um það bil tíu prósent á blönduðum úrgangi og um tuttugu prósent á framkvæmdaúrgangi frá því á sama tímabili í fyrra. „Júlí er oft annasamur mánuður en þær tölur sem við erum með sýna aukningu,“ segir Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva Sorpu. Tölurnar eiga við sorp á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Sorphirðu Reykjavíkur hafa þó nokkrar kvartanir borist undanfarið vegna yfirfullra ruslatunna í borginni. „Meira fólki fylgir auðvitað meira rusl og ég hef það á tilfinningunni að aukningin sé meðal annars vegna heimagistingar ferðamanna,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkurborgar. Sigríður bætir við að eðlilegt sé að sorpmagn aukist í borginni miðað við allan þann fjölda ferðamanna sem gista í heimahúsum þessa dagana. „Við getum auðvitað ekki staðhæft að þetta sé vegna þeirra en við höfum það á tilfinningunni og heyrum það á íbúum,“ segir Sigríður. Að sögn Sigríðar gefur auga leið að ef fólk er að leigja út til ferðamanna þá þurfi það að fá sér fleiri ruslatunnur. „Leiðin til að bregðast við er að fá sér fleiri ílát eftir þörfum. Einnig þurfa íbúðareigendur að fræða og upplýsa gesti sína um það hvaða flokkun sé til staðar og hvað megi setja í ílátin,“ segir Sigríður. Guðmundur Tryggvi tekur undir þetta og segir að klárlega hafi fleiri íbúðir í útleigu áhrif á úrgangsmagn meðal annarra þátta. „Þegar það er mikil aukning á skömmum tíma verður maður að spyrja sig hvað sé í gangi,“ segir Guðmundur Tryggvi en varðandi flokkun á rusli þætti honum langeðlilegast að þeir sem leigja út íbúðir sínar ættu að upplýsa og fræða ferðamenn um flokkunina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira