Fiat Chrysler laug til um sölu Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2016 15:29 Jeep Wrangler, en Jeep, RAM og Dodge merkin heyra einnig undir Fiat Chrysler bílasamstæðuna. Rannsókn á vegum FBI og Securities and Exchange Commissions hefur leitt í ljós að bílaframleiðandinn Fiat Chrysler sagði rangt frá um sölu bíla sinna í lok síðasta árs. Yfirmenn Fiat Chrysler hafa viðurkennt að hafa logið til um sölutölur undir mikilli pressu að sýna áframhaldandi vöxt. Lugu þeir til um þúsundir bíla til að fegra tölurnar til að viðhalda þeirri mögnuðu tölfræði að vöxtur hefði átt sér stað 75 mánuði í röð og mátti fyrirtækið ekki til þess hugsa að þeirri miklu sigurgöngu lyki. Þeir hafa einnig viðurkennt að hafa logið til um sölutölur í ár. Það að hafa aukið sölu sína í 75 mánuði í röð hafði aldrei gerst áður hjá nokkrum bílaframleiðanda, eða allt frá árinu 2009 í tilfelli Fiat Chrysler og það skildi verja með öllum tiltækum ráðum og á endanum með því að ljúga til um sölutölur. Það var ekki fyrr en Fiat Chrysler hafði fengið fyrirspurn um þetta sölutölusvindl frá FBI og Securities and Exchange Commissions sem því var hætt. Ekki er ljóst hvaða refsing býður Fiat Chrysler, en rannsóknin er nýafstaðin og forvitnilegt verður að sjá hversu alvarlegum augum þetta verður litið. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent
Rannsókn á vegum FBI og Securities and Exchange Commissions hefur leitt í ljós að bílaframleiðandinn Fiat Chrysler sagði rangt frá um sölu bíla sinna í lok síðasta árs. Yfirmenn Fiat Chrysler hafa viðurkennt að hafa logið til um sölutölur undir mikilli pressu að sýna áframhaldandi vöxt. Lugu þeir til um þúsundir bíla til að fegra tölurnar til að viðhalda þeirri mögnuðu tölfræði að vöxtur hefði átt sér stað 75 mánuði í röð og mátti fyrirtækið ekki til þess hugsa að þeirri miklu sigurgöngu lyki. Þeir hafa einnig viðurkennt að hafa logið til um sölutölur í ár. Það að hafa aukið sölu sína í 75 mánuði í röð hafði aldrei gerst áður hjá nokkrum bílaframleiðanda, eða allt frá árinu 2009 í tilfelli Fiat Chrysler og það skildi verja með öllum tiltækum ráðum og á endanum með því að ljúga til um sölutölur. Það var ekki fyrr en Fiat Chrysler hafði fengið fyrirspurn um þetta sölutölusvindl frá FBI og Securities and Exchange Commissions sem því var hætt. Ekki er ljóst hvaða refsing býður Fiat Chrysler, en rannsóknin er nýafstaðin og forvitnilegt verður að sjá hversu alvarlegum augum þetta verður litið.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent