Áhafnir kallaðar úr fríi til að sinna útköllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. júlí 2016 18:45 Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa farið í 25% fleiri útköll það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Aukningin hefur í för með sér aukið álag á starfsmenn sem í sumum tilfellum hafa verið kallaðir úr fríum til að sinna útköllum. Víða í þjóðfélaginu hafa fregnir borist af því að starfsemi fyrirtækja og stofnana sé að komast að þolmörkum vegna aukins fjölda ferðamanna sem hingað streymir til lands. Áhafnir á þyrlum Landshelgisgæslunnar hafa fundið fyrir þessari aukningu en útköllum hefur fjölgað um 25% frá því í fyrra „Okkur sýnist sem svo að þetta séu helst erlendir ferðamenn,“ segir Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni.Voruð þið viðbúnir þessari aukningu? „Ég get ekki sagt það. Vissulega hefur verið aukning í útköllum ár eftir ár. En núna sjáum við töluverða aukningu á erlendum ferðamönnum.“ Í júlí mánuði í ár eru dæmi um að þyrlan hafi farið í 2-3 útköll á dag. Spurningin er hvort komið sé að þolmörkum hjá áhöfnum gæslunnar. „Ég mundi ekki segja það. Við erum vissulega undirmannaðir á öllum vígstöðum og þyrftum að sjá aukningu, hér um bil um 40% ef vel ætti að vera. Ég man ekki eftir neinu tilfelli sem við höfum ekki geta sinnt en við höfum þurft vissulega að kalla men til úr fríum til þess að mæta öllum þörfum,“ segir Sigurður. Hjá Mýflugi sem annast sjúkraflug á Íslandi hefur einnig orðið aukning. „Við erum núna búnir að fara um 390 flug á móti 370 í fyrra. Mín tilfinning er sú að við erum að flytja fleiri útlendinga núna heldur en í fyrra,“ segir Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri hjá Mýflugi. Leifur segir að borið hafi á vandræðum hjá ósjúkratryggðum ferðamönnum sem þurfa að nýta sér þjónustuna. „Ef þetta eru evrópubúar þá greiða sjúkratryggingar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Ef þetta eru ekki evrópubúar þá verða men að vera með tryggingu og það er allur gangur á því hvort men eru með það. Við erum að lenda í vaxandi vandræðum. Það skilptir milljónum sem við erum að tapa á ári útaf ósjúkratryggðum erlendum ferðamönnum,“ segir Leifur.Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri hjá Mýflugi.Visir/Stöð 2 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa farið í 25% fleiri útköll það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Aukningin hefur í för með sér aukið álag á starfsmenn sem í sumum tilfellum hafa verið kallaðir úr fríum til að sinna útköllum. Víða í þjóðfélaginu hafa fregnir borist af því að starfsemi fyrirtækja og stofnana sé að komast að þolmörkum vegna aukins fjölda ferðamanna sem hingað streymir til lands. Áhafnir á þyrlum Landshelgisgæslunnar hafa fundið fyrir þessari aukningu en útköllum hefur fjölgað um 25% frá því í fyrra „Okkur sýnist sem svo að þetta séu helst erlendir ferðamenn,“ segir Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni.Voruð þið viðbúnir þessari aukningu? „Ég get ekki sagt það. Vissulega hefur verið aukning í útköllum ár eftir ár. En núna sjáum við töluverða aukningu á erlendum ferðamönnum.“ Í júlí mánuði í ár eru dæmi um að þyrlan hafi farið í 2-3 útköll á dag. Spurningin er hvort komið sé að þolmörkum hjá áhöfnum gæslunnar. „Ég mundi ekki segja það. Við erum vissulega undirmannaðir á öllum vígstöðum og þyrftum að sjá aukningu, hér um bil um 40% ef vel ætti að vera. Ég man ekki eftir neinu tilfelli sem við höfum ekki geta sinnt en við höfum þurft vissulega að kalla men til úr fríum til þess að mæta öllum þörfum,“ segir Sigurður. Hjá Mýflugi sem annast sjúkraflug á Íslandi hefur einnig orðið aukning. „Við erum núna búnir að fara um 390 flug á móti 370 í fyrra. Mín tilfinning er sú að við erum að flytja fleiri útlendinga núna heldur en í fyrra,“ segir Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri hjá Mýflugi. Leifur segir að borið hafi á vandræðum hjá ósjúkratryggðum ferðamönnum sem þurfa að nýta sér þjónustuna. „Ef þetta eru evrópubúar þá greiða sjúkratryggingar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Ef þetta eru ekki evrópubúar þá verða men að vera með tryggingu og það er allur gangur á því hvort men eru með það. Við erum að lenda í vaxandi vandræðum. Það skilptir milljónum sem við erum að tapa á ári útaf ósjúkratryggðum erlendum ferðamönnum,“ segir Leifur.Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri hjá Mýflugi.Visir/Stöð 2
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira